Mosfellingur - 21.12.2017, Blaðsíða 22

Mosfellingur - 21.12.2017, Blaðsíða 22
 - Fréttir úr bæjarlífinu22 Mosfellsbær óskar bæjarbúum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári M yn d/ Ra gg iÓ la Skóli án aðgreiningar hefur verið í brenni- depli á þessu ári en í mars kom út skýrsla með niðurstöðum úttektar Evrópumið- stöðvar um menntun án aðgreiningar hér á landi. Lög um grunnskóla veita sveitarfélög- um og skólum svigrúm og sjálfstæði til að skipuleggja nám í samræmi við þarfir og aðstæður á hverjum stað. Meginstefnan er sú að allir nemendur eigi þess kost að stunda nám í heimaskóla sínum án að- greiningar. En hvað þýðir það? Í skóla án aðgrein- ingar er gengið út frá því að allir fái jöfn eða jafngild tækifæri til náms og að námið sé á forsendum hvers einstaklings. Barn sem er bráðgert á til jafns rétt á námi við hæfi líkt og barn með sérþarfir. Í Varmárskóla í Mosfellsbæ er búið svo vel að þar er innanborðs afar fjölbreyttur og sterkur mannauður, bæði í starfsfólki og nemendum. Brennandi áhugi á fjölbreyttri fræðslu Eftir 35 ár í kennslu, þar af 20 ár í kennslu við Varmárskóla, er það honum Árna Jóni Hannessyni það afar hugleikið að sinna nemendum sem eru bráðgerir eða hafa einfaldlega brennandi áhuga á fjölbreyttri fræðslu. Hann sendi því í byrjun nóvember- mánaðar póst til foreldra nemenda í 5., 6. og 7. árgangi og kynnti þar kennslu í stærðfræði, svo sem hnitakerfi tengt GPS, þættir talna, þríliða, kvaðratrót, röð reikni- aðgerða, veldi, frumtölur, algebra, jöfnur, pýþagórasaregluna, hornafræði, stjörnu- fræði, náttúrufræði, efnafræði, eðlisfræði, íslensku og nýjustu rannsóknir í vísindum og nýsköpum, svo eitthvað sé nefnt. Áhugi nemenda framar vonum Lagt var upp með að hann yrði með einn nemendahóp á þriðjudögum eftir hefðbundinn skólatíma hjá nemendum í þessum árgöngum. Þegar kom að fyrsta tímanum varð Árna ljóst að áhugasama nemendur skorti svo sannarlega ekki. Tæplega 40 áhugasamir, metnaðarfullir og kappsamir nemendur voru mættir til þess að sækja í þekkingarbrunn Árna. Gaman er að segja frá því að raunin varð sú að skipta þurfti hópnum í tvennt til þess að allir kæmust að sem vildu. Tímarnir fara vel af stað og áhugi nem- enda mikill. Það verður gaman að fylgjast með þessu frábæra og áhugaverða verkefni hjá Árna Jóni sem hefur án efa fest sig í sessi í Varmárskóla. Þríliða, pýþagóras og krakkarnir í Varmá Árni jón kennir Áhugasömum nemendum Hér gætu komið opnunartímar. letur Footlight Hér gætu komið opnunartímar. letur Footlight HáHolti 13-15 síMi 578 6699 opið: kl. 10-18.30 alla virka daga SkaTaN er komiN Þökkum viðSkipTiN á áriNu jólahumar - rækja - humarsúpa gleðileg jól karlakór kjalnesinga tekur lagið í skóginum sveinkarnir létu bæjar- stjórann klippa Á borða líf og fjör í hamrahlíð skógurinn var opnaður með lÁtum gleði með mandarínu jólatrjÁasalan opnuð með pompi og p rakt

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.