Mosfellingur - 21.12.2017, Síða 26

Mosfellingur - 21.12.2017, Síða 26
Það er óhætt að segja að mikið hafi gengið á í lífi Elísabetar Sigurveig- ar Ólafsdóttur síðastliðin tvö ár. Hún missti eiginmann sinn úr heila- krabbameini eftir 14 mánaða veikindi og sex ára barnabarn hennar greindist með bráðahvítblæði á árinu. Í einlægu viðtali við Ruth Örnólfsdótt- ur ræðir hún um æskuárin á Vopnafirði, líflegan tíma á Hressingarskálanum, árin hjá Ríkissáttasemjara og veikindaferli eiginmannsins. Elísabet Sigurveig er fædd á Akureyri 9. júní 1955. Foreldrar hennar eru þau Þrúður Sigríður Björgvinsdóttir og Ólafur Péturs- son en þau eru bæði látin. Þau hjónin voru lengst af bændur á Vopnafirði. Elísabet á hálfbróður, Sigurð Þór, fæddan 1938. Hann var bóndi á Vopnafirði en seldi jörðina og nýtur þess nú að ferðast um heiminn. Hlakkaði til að fá borgarbörnin í sveitina „Ég ólst upp á Vopnafirði þar sem veðrið er best á Íslandi á sumrin. Það var gott og áhyggjulaust að alast upp í sveitinni. Ég og bróðir minn ólumst ekki upp saman þannig að ég saknaði þess að eiga ekki systkini á svipuðum aldri. Ég hlakkaði mikið til á vorin þegar borgarbörnin komu til okkar í sveitina. Mér fannst alltaf skemmtilegast að vera úti og vinna með pabba. Elskaði hestana og kindurnar en mér fannst kýrn- ar alltaf frekar leiðinlegar.“ Vináttan dýrmætari með ári hverju Elísabet var í heimavistarskóla á Torfa- stöðum og fór svo í gagnfræðaskóla Vopna- fjarðar. „Mér fannst alltaf gaman í skólanum og stærðfræði var mitt uppáhaldsfag. Í dag er ég í félagi sem heitir „Skotveiðifélagið“ sem samanstendur af skólasystrum og vinkonum frá Vopnafirði. Við hittumst einu sinni í mánuði og vináttan verður dýrmætari með hverju árinu sem líður. Ég tók landspróf í Reykholtsskóla sem var mikil upplifun og þaðan á ég marga góða vini. Eins og margar stelpur í „gamla daga“ langaði mig til að verða búðarkona. Sá draumur rættist mörgum áratugum seinna þegar við vinkonurnar skelltum okkur í sjálf- boðastarf hjá Rauða krossinum. Við fengum að starfa í búðinni þeirra á Laugaveginum. Ég held svei mér þá að ég hefði getað orðið ágæt búðarkona,“ segir Elísabet og hlær. Kenndi mér að gera gott úr hlutunum „Það er mikil frændrækni í fjölskyldum mínum og það voru því mikil samskipti við ættingjana á Vopnafirði. Af öllu þessu góða fólki langar mig að nefna föðursystur mína, Sigríði, sem var einstök kona. Við vorum miklar vinkonur og töluðum oft saman en hún varð 100 ára. Sigga var jákvæðasta manneskja sem ég hef kynnst, alltaf bjartsýn, en samt raun- sæ. Hún kenndi mér, öðrum fremur, að sjá björtu hliðarnar og gera gott úr hlutunum þótt eitthvað bjátaði á.“ Hressó var aðalstaðurinn „Ég flutti til Reykjavíkur þegar ég var 17 ára og fór að vinna á Hressingarskálanum í Austurstræti sem var þá aðalstaðurinn. Það var lærdómsríkt fyrir sveitastelpuna og margt sem kom mér á óvart. Hjá Búnaðarfélagi Íslands var ég í nokk- ur ár en þaðan fór ég til Kjararannsóknar- nefndar og þegar embætti ríkissáttasemjara var stofnað 1980 óskaði þáverandi ríkis- sáttasemjari eftir því að nefndin flytti aðset- ur sitt í sama hús og sáttasemjaraembættið til að auðvelda samstarfið og það varð úr.“ Er ennþá sátt og sæl með starfið mitt Árið 1982 bauð Guðlaugur Þorvaldsson, þáverandi ríkissáttasemjari, mér síðan starf skrifstofustjóra hjá embættinu. Ég ákvað að þiggja boðið en ætlaði aldrei að vera nema í nokkur ár. Ég var þá ófrísk að Evu minni og byrjaði að vinna þegar hún var þriggja mán- aða. Nú er hún allt í einu orðin 35 ára og ég er ennþá sátt og sæl með starfið mitt.” Elísabet á tvö börn með fyrrverandi eig- inmanni sínum, Jóni Arnari Guðmunds- syni, en þau slitu samvistir árið 2000. Eva Hrönn er fædd 1982 og starfar sem hæsta- réttarlögmaður og Stefán Óli er fæddur 1991 og er sagnfræðingur, fréttamaður og mastersnemi. Barnabörnin eru þrjú, þau Emilía Íris 9 ára, Viktor Óli 7 ára og Elísabet Eva sem er eins árs. Honum leið vel í Mosó frá fyrsta degi Í lok árs 2002 byrjuðu Elísabet og Hreið- ar Örn Gestsson húsasmíðameistari og við- skiptafræðingur að rugla saman reytum. Þau voru bæði í háskólanámi á þessum tíma, Hreiðar í viðskiptafræði og Elísabet í opinberri stjórnun og stjórnsýslu. Hreiðar átti þrjú börn frá fyrra hjónabandi, Heið- rúnu fædda 1983, Davíð Örn fæddan 1989 og Ingvar Örn fæddan 1992. Elísabet og Hreiðar Örn gengu lífsleiðina saman í 15 ár en í apríl sl. lést Hreiðar eftir erfið veik- indi. „Hreiðar sagði oft söguna þannig að ég hefði flutt hann inn í Mosó en bætti svo við að honum hefði liðið vel hér frá fyrsta degi enda var hann opinn og fljótur að aðlagast samfélaginu. Hreiðar var einlægur, glað- lyndur og vinamargur, mikið náttúrubarn og ástríðufullur veiðimaður. Hann var líka einstaklega barngóður og öll börn elskuðu hann. Hann lék við þau, kenndi þeim og gaf þeim tíma sem er það mikilvægasta af öllu. Við ferðuðumst mikið bæði innanlands sem utan. Fyrstu árin ferðuðumst við með strákana okkar þrjá og eitt sumarið vorum við 30 nætur í fellihýsinu.“ Lagði áherslu á að njóta hvers dags „Við lifðum skemmtilegu og innihalds- ríku lífi, Hreiðar lagði alltaf mikla áherslu á að njóta hvers dags. Kannski hefur það við- horf hans ráðist að einhverju leyti af því að pabbi hans fékk heilablóðfall þegar hann var 53 ára, lamaðist og missti málið. Árleg ferð í Veiðivötn með fjölskyldu og Elísabet og Hreiðar að njóta náttúrunnar. MOSFELLINGURINN Eftir Ruth Örnólfsdóttur ruth@mosfellingur.is - Mosfellingurinn Elísabet S. Ólafsdóttir26 Þegar niðurstaða lá fyrir úr sýnatöku var hún mjög afdráttarlaus. Krabbameinið var ólæknandi og bráðdrepandi. Með það vorum við send heim og aldrei boðin nein aðstoð eða ráðgjöf til að vinna úr áfallinu. Elísabet Sigurveig Ólafsdóttir skrifstofustjóri hjá Ríkissáttasemjara segist lánsöm að eiga góða fjöl- skyldu og trausta vini. Hún segir það ekki sjálfsagt að fólk treysti sér til að styrkja aðra í erfiðum aðstæðum. Vanda mig við að njóta hvers dags

x

Mosfellingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.