Mosfellingur - 21.12.2017, Síða 27

Mosfellingur - 21.12.2017, Síða 27
vinum var hápunktur hvers sumars. Eftir þriggja daga veiði komu svo allir heim til okkar og við elduðum saman. Við bjuggum nokkra mánuði í Danmörku veturinn 2006, þar sem ég var í skiptidvöl hjá danska ríkissáttasemjaraembættinu. Stefán Óli kom með okkur og var í fjarnámi frá Varmárskóla auk þess að vera í dönsk- um grunnskóla.“ Sjónvarpsþátturinn Hæðin „Það örlagaríka ár 2008 tókum við þátt í sjónvarpsþættinum Hæðinni á Stöð 2. Verk- efnið var að hanna og skipuleggja raðhús í Garðabæ og búa í húsinu á meðan. Við fluttum því í nokkra mánuði í Garðabæinn og helltum okkur í byggingabasl. Þetta var mikil áskorun, nánast allt sem við gerðum var tekið upp. Þetta var skemmtilegt en reyndi stundum á þolin- mæðina. Okkur gekk vel að vinna saman. En mikið var gott að flytja heim í Mosó aftur. Þetta sama ár giftum við okkur og fórum í framhaldinu í brúðkaupsferð til Brasilíu.“ Áhugamálin margvísleg „Áhugamál mín eru mörg, ferðalög bæði innanlands og utan, ég hef mikla ánægju af útivist og Hreiðar minn bætti við þá flóru með því að kenna mér að meta veiðar. Ég hef ánægju af þátttöku í félagsstarfi og hef starfað lengi með góðu sjálfstæðisfólki. Þegar Eva og Stefán voru yngri tók ég þátt í starfi Aftureldingar og Skátafélagsins Mos- verja og var líka þátttakandi í starfi for- eldrafélagsins í Varmárskóla. Ég er líka í bókaklúbbi með skemmti- legum skátakonum og við hittumst reglu- lega. Ég er í Rótarýklúbbi Mosfellssveitar og var önnur af tveimur fyrstu konunum sem gengu í klúbbinn. Um tíma starfaði ég líka með Lionsklúbbnum Úu.“ Var á bráðamóttökunni í marga daga „Hreiðar átti sex systkini. Haustið 2014 dóu tveir bræður hans á besta aldri með fimm vikna millibili vegna hjartavanda- mála. Þetta var mikið reiðarslag fyrir fjöl- skylduna og í framhaldinu fóru systkinin í rannsókn. Sem betur fer var niðurstaðan sú að þau voru ekki með hjartagalla. Rúmu ári síðar, í febrúar 2016, veikist Hreiðar mikið, fékk krampaflog og var á bráðamóttökunni í marga daga. Fyrstu mánuðina vissum við ekki hver ástæðan var. Það var talið að þetta væri annað hvort vírus í heila, heilabólga eða æxli.“ Læknarnir ekki sammála „Við vorum búin að skipuleggja fjöl- skylduferð til Flórída í mars og Hreiðar tók ekki annað í mál en við héldum okkar striki. Eftir að hafa fengið samþykki lækna og ítarlegt læknabréf á ensku fórum við í ferðina og vorum óendanlega þakklát fyrir að hafa gert það. Áður en við fórum út sendum við vin- konu okkar, sem er yfirlæknir á Sahlgrenska sjúkrahúsinu í Gautaborg, niðurstöðu úr myndtökunum frá LSH. Þegar við komum heim lá niðurstaða hennar fyrir, að þetta væri krabbamein og hún og hennar teymi ráðlagði skurðaðgerð strax. Eftir að þessar upplýsingar lágu fyrir tók við erfiður bið- tími. Læknarnir á Landspítalanum voru ekki sammála þessari greiningu og vildu bíða í nokkra mánuði og sjá til.“ Boðaður í bráða heilaskurðaðgerð „Í byrjun júní fengum við viðtal við heilaskurðlækni sem reyndi að sannfæra okkur um að það væri engin ástæða til að óttast, en til að róa okkur ákvað hann að senda Hreiðar í aðra myndatöku. Daginn eftir fékk Hreiðar svo símtal sem staðfesti niðurstöðu vinkonu okkar og var boðaður í bráða heilaskurðaðgerð. Þá hafði æxlið stækkað verulega og breyst í 4. stigs krabba- mein. Ekki reyndist unnt að fjarlægja allt æxlið en tekið var eins mikið og læknarnir treystu sér til án þess að valda varanlegum alvarlegum skaða. Þegar niðurstaða lá fyrir úr sýnatöku var hún mjög afdráttarlaus. Krabbameinið var ólæknandi og bráðdrepandi. Með það vor- um við send heim og aldrei boðin nein að- stoð eða ráðgjöf til að vinna úr áfallinu.“ Þakka fyrir það sem ég hef „Við ákváðum strax að segja fjölskyldu og vinum hvernig staðan væri og tala um krabbameinið. Það reyndi oft á, en við gát- um ekki hugsað okkur að vera í einhverjum feluleik. Næstu mánuði var Hreiðar bæði í lyfja- og geislameðferð, en í byrjun nóvember kom í ljós að æxlið var aftur farið að stækka og þá tók Hreiðar þá hugrökku ákvörðun að hætta í meðferðinni í þeirri von að honum liði betur. Hann sýndi aðdáunarvert æðru- leysi í veikindum sínum. Hann lést 6. apríl, 14 mánuðum eftir að veikindin gerðu fyrst vart við sig. Ég er óendanlega þakklát fyrir árin sem við átt- um saman og er að vanda mig við að njóta hvers dags og þakka fyrir það sem ég hef.“ Ósanngirnispytturinn ekki langt undan „Í janúar sl. greindist svo 6 ára gamall sonur Evu minnar með bráðahvítblæði og var strax settur í meðferð sem mun standa í tvö og hálft ár. Þetta varð okkur öllum mik- ið áfall og margar áleitnar spurningar sóttu á hugann. Ósanngirnispytturinn var ekki langt undan og stundum datt ég á bólakaf ofan í hann. Með hjálp fjölskyldu og góðra vina tók- um við á þessum breyttu aðstæðum. Gamli málshátturinn „Sá er vinur sem í raun reyn- ist” öðlaðist nýja og dýpri merkingu því það er ekki sjálfsagt að fólk treysti sér til að styrkja aðra í erfiðum aðstæðum. Ég er svo lánsöm að eiga allt þetta góða fólk að. Það er ómetanlegt að finna samúð og vináttu á svona erfiðum stundum og það verður seint fullþakkað.” Myndir: Ruth Örnólfs og úr einkasafni. HIN HLIÐIN Lýstu þér í þremur orðum? Félagslynd, skipulögð og þokkalega geðgóð. Hverju myndir þú breyta á Íslandi ef þú ættir þess kost? Umræðumenning- unni, við þurfum að tala við fólk og um fólk af meiri virðingu. Uppáhaldsveitingahús? Matarkjallarinn. Fallegasti staður í Mosfellsbæ? Útsýnið ofan af Helgafelli, þá sé ég hvað Mosfellbær er fallegur. Hvað heillar þig í fari fólks? Mér líður best með fólki sem er jákvætt, heiðarlegt og traust. Besta ilmvatnið? Hugo Boss Orange. Hvert er neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Þegar ég var að koma úr sundi og labbaði beint inn í karlaklefann í Lágafellslaug. Mér til málsbóta voru klefaskipti þennan dag, þ.e. karlarnir voru í kvennaklefanum og við konurnar áttum að vera í karlaklefanum. Hvað er fegurð? Einlægt bros. Mosfellingur Elísabet S. Ólafsdóttir - 27 Sigga var jákvæðasta manneskja sem ég hef kynnst, alltaf bjartsýn en samt raunsæ. Hún kenndi mér, öðrum fremur, að sjá björtu hliðarnar og gera gott úr hlutunum, þótt eitthvað bjátaði á. ElísabEt ásamt sigríði föðursystur sinni ElísabEt ásamt börnum sínum þEim Evu Hrönn og stEfáni Óla ElísabEt á sínum yngri árum vEiðimaðurinn HrEiðar í sjÓnvarpsþættinum Hæðinni á brúðkaupsdaginn 7. júní 2008 barnabörn ElísabEtar HrEiðar mEð börnunum sínum, þEim davíð Erni, HEiðrúnu og ingvari Erni

x

Mosfellingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.