Mosfellingur - 21.12.2017, Blaðsíða 30

Mosfellingur - 21.12.2017, Blaðsíða 30
Arna Rún í banda­ ríska háskólagolfið Kylfingurinn Arna Rún Kristjáns- dóttir samdi á dögunum við háskóla í bandaríska háskólagolfinu en hún gengur til liðs við Grand Valley State University haustið 2018. Arna Rún útskrifast úr Verzlunarskóla Íslands núna í vor og heldur til Bandaríkj- anna seinni part ágústmánaðar. Þetta er frábært tækifæri fyrir Örnu Rún til þess að æfa golfið við bestu mögulegar aðstæður og sameina í leiðinni golf og nám. Á mynd- inni má sjá Örnu Rún ásamt Davíð Gunnlaugssyni, íþróttastjóra GM. - Íþróttir30 LAUGARDAGINN 20. JANÚAR 2018 · ÍÞRÓTTAHÚSIÐ AÐ VARMÁ ÞORRABLÓT AFTURELDINGAR ÁSAMT HLJÓMSVEIT TOMMA TOMM Gísli EinarssonVEISLUSTJÓRI MAGNI . SALKA SÓL & EYÞÓR INGI MATSEÐILL HANGIKJÖT · SALTKJÖT · SVIÐASULTA · SVIÐAKJAMMAR · GRÍSASULTA · LIFRAPYLSA · BLÓÐMÖR · HRÚTSPUNGAR · LUNDABAGGI · HVALUR HÁKARL · HARÐFISKUR · SÍLD · RÚGBRAUÐ · FLATKÖKUR · HEITUR UPPSTÚFUR M/KARTÖFLUM · KÖLD RÓFUSTAPPA HEILGRILLAÐ LAMBALÆRI Í VILLIJURTAKRYDDLEGI · KARTÖFLUGRATÍN · FERSKT SALAT · RJÓMALÖGUÐ SVEPPASÓSA OG BERNEAISE HÚSIÐ OPNAR KL. 19:00 – BORÐHALD HEFST KL. 20:00 · MIÐAVERÐ 8.400 KR. MIÐI EFTIR KL. 23:30 - Í FORSÖLU 2.000 KR. - VIÐ INNGANG 3.000 KR. EINUNGIS HÆGT AÐ TAKA FRÁ SÆTI GEGN KEYPTUM MIÐA - 20 ÁRA ALDURSTAKMARK ALLUR ÁGÓÐI RENNUR TIL BARNA- OG UNGLINGASTARFS AFTURELDINGAR MIÐASALA HEFST 12. JANÚAR KL. 18:00 Á HVÍTA RIDDARANUM TRÍÓIÐ KÓKOS tekur á móti gestum Fjöldasöngur MAGNI & TOMMI Sverrir Haraldsson, afrekskylfingur úr GM, var við keppni í Orlando á Flórída dagana 16.–17. desember. Mótið var leikið á Lake Buena Vista vellinum við Disney en mótið var hluti af Premier Junior Golf mótaröðinni. Sverrir lék fyrri hringinn á 71 höggi, einu höggi undir pari. Að loknum fyrri hringnum var Sverrir í öðru sæti, 3 höggum á eftir efsta manni. Sverrir fór vel af stað á lokahringnum og var orðinn jafn í efsta sæti að loknum 13 holum. Á 18. flöt átti Sverrir svo rúmlega eins metra langt pútt fyrir sigri. Púttið fór í miðja holu og glæsilegur sigur staðreynd. Sverrir lék hringina tvo á einu höggi undir pari (71-72). Frábær mæting á jólaballi GM Gleðin var ríkjandi í Kletti á sunnudag- inn, en þá fór fram jólaball GM. Foreldra- ráðið stóð fyrir veitingasölu þar sem gest- irnir gátu styrkt barna-og unglingastarfið og gætt sér á vöfflum og heitu súkkulaði. Mæt- ingin var frábær, en um 70 manns á öllum aldri mættu og áttu góða stund saman. Þvörusleikir og Stúfur mættu á svæðið, öllum til mikillar ánægju, en þeir bræður tóku dansinn með börnunum í kringum jólatréð. Næst kom í ljós að þeir voru með góðgæti í pokanum sínum fyrir börnin sem voru að sjálfsögðu öll búin að haga sér vel og fengu því nammi áður en þau héldu heim í jólaundirbúninginn með fjölskyld- unni. Loks kvöddu jólasveinarnir og sögðust bíða spenntir eftir jólaballi næsta árs. GM þakkar fyrir frábæra þátttöku og óskar fé- lagsmönnum og bæjarbúum gleðilegra jóla. Yfirþjálfarar landsliða og landsliðsþjálfarar í hópfimleikum hafa valið úrvalshóp vegna Evr- ópumótsins í hópfimleikum 2018. Alls mættu tæplega 200 iðkendur á úrtöku- æfingarnar og er Fimleikadeild Aftureldingar óendanlega stolt af af því að eiga fjóra iðkend- ur á þessum lista: Emma Sól Jónsdóttir, María Líf Magnúsdótt- ir, Mia Viktorsdóttir og Eyþór Örn Þorsteinsson Þess má geta að þessir krakkar eru einnig öll þjálfarar hjá Aftureldingu auk þess sem fjórir þjálfarar til viðbótar urðu fyrir valinu en sum af þeim hófu einmitt fimleikaferil sinn hjá Aftur- eldingu. Þetta eru þau Alexander Sigurðsson, Bjarni Kristbjörnsson, Guðjón Snær Einarsson og Viktor Elí Sturluson. Fyrsta úrvalshópaæfingin verður haldin 27. janúar hjá Stjörnunni Ásgarði. Fjögur í úrvalshóp frá Aftureldingu emma sól maría líf mia eyþór örn Kylfingurinn Sverrir Haraldsson úr GM keppti í Orlando á Flórída um miðjan desember Sverrir sigraði glæsilega í Flórída sverrir haraldsson jólaball í kletti

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.