Mosfellingur - 21.12.2017, Síða 36

Mosfellingur - 21.12.2017, Síða 36
 - Jólahugvekja36 Þegar við lesum jólaguðspjallið í 2. kafla Lúkasarguðspjalls hefst það á orðunum ,,En það bar til um þessar mundir“. Við þekkjum flest öll hvernig Lúkas guðspjallamað- ur segir frá fæðingu frelsara heimsins og segir frá því sem þá bar við. Við höfum öll heyrt þetta áður, séð það flutt í helgileik, í kvikmyndum og svo mætti lengi telja. Þetta eru svo sem ekki neinar sérstakar fréttir, eða hvað? María og Jósef að láta skrásetja sig, erfitt ferða- lag, ekki rúm í gistihúsi, fæðing í fjárhúsi, barn vafið reifum og lagt í jötu, hirðar úti í haga sem fóru og hittu nýfædda barnið, englar sem sungu: Dýrð sé Guði í upphæðum og friður á jörðu og velþóknun Guðs yfir mönnum. Jólastjarnan, vitringar frá austurlöndum sem veittu barninu lotningu sína og gáfu því gull, reykelsi og myrru. Svona í grófum dráttum … En gaman… Það gerðist í desember 1903. Eftir ótal tilraunir tókst Wright-bræðrum að koma vélinni ,,fljúgandi“ til að takast á loft. Þeir voru frá sér numdir af gleði yfir því að hafa tekist þetta ætlunarverk sitt og í gleði sinni sendu þeir símskeyti til systur sinnar, Katherine. Það hljóðaði svo: „Okkur hefur loks tekist ætl- unarverkið og flogið vélinni 120 fet. Við verðum komnir heim fyrir jólin.“ Þegar Katherine hafði móttekið skeytið flýtti hún sér til ritstjóra staðar- blaðsins og sýndi honum skeytið. Hann leit sem snöggvast á skeytið og sagði: „En gaman, strák- arnir verða komnir heim fyrir jól.“ Honum yfirsáust algjörlega stóru fréttirnar, manninum hafði tekist að fljúga. Og við þekkjum framhaldið, þekkjum flugsöguna og hvernig flugið er orðin ein aðalsamgöngu- leið nútímans. Hefur þér kannski yfirsést stóra fréttin, rétt eins og rit- stjóranum yfirsást það að maðurinn hafði flogið í fyrsta sinn? Já, enn erum við að tala um jólaguðspjallið og ég veit að þú hefur heyrt þetta milljón sinnum áður. En ég hef fréttir að færa! „Yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn í borg Davíðs.“ Heill heimur sagna og fegurðar er til orðinn af fæðingu frelsarans inn í þennan heim. Ein saga, sem í raun er svo einföld og lítil, er orðin að áhrifavaldi í lífi einstaklinga, þjóða og kynslóða. Þessi frásaga sem segir okkur svo margt um heiminn og okkur sjálf ef við aðeins höfum eyru til að heyra og augu til að sjá. Jólaguðspjallið er fjölskyldusaga sem enn er að gerast. Enn eru fjölskyldur að taka á móti frelsaranum, Ljósinu sanna inn í líf sitt og heimili. Og enn eru fjölskyldur að taka á móti börnum í Jesú nafni og minn- ast orða hans þegar hann tók lítið barn sér í faðm, talaði til lærisveina sinna og sagði: „Hver sem tekur við einu slíku barni í mínu nafni, tekur við mér, og hver sem tekur við mér, tekur ekki aðeins við mér, heldur og við þeim er sendi mig (Mark. 9.37).“ Megi hinn algóði Guð gefa þér og fjölskyldu þinni frið- sæla og kærleiksríka jólahátíð. Hreiðar Örn Zoëga Stefánsson, framkvæmdastjóri Lágafellssóknar En það bar til um þessar mundir… Jólahugvekja Mynd/RaggiÓla Mosfellsbæ Samfylkingin í Mosfellsbæ óskar Mosfellingum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári og þakkar samskiptin á liðnu ári. Óska Mosfellingum gleðilegra jóla og farsæls nýárs. Þakka fyrir frábærar móttökur á liðnu hausti og býð alla nýja viðskiptavini velkomna. Verð á tannpínuvaktinni yfir jólahátíðina :) Kær jólakveðja Katrín Rós tannlæknir Tannlæknastofan Tannholt, Þverholti 7. Tímapantanir í síma: 789-8270. Gleðileg jól

x

Mosfellingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.