Mosfellingur - 21.12.2017, Blaðsíða 38

Mosfellingur - 21.12.2017, Blaðsíða 38
 - Aðsendar greinar38 Í lok nóvember síðastliðins var samþykkt fjárhagsáætlun Mosfells- bæjar 2018-2021. Við lestur og greiningu henn- ar kemur í ljós að fjárhagsstaða bæjarins hefur styrkst verulega á undanförnum árum, skuldir hafa lækkað og tekjur aukast. Það er mjög ánægjuleg stað- reynd og ljóst að meirihluti bæjarstjórnar, undir stjórn Sjálfstæðisflokksins, og starfs- menn bæjarins hafa verið og eru að vinna gott starf í þeim fjölmörgu verkefnum og málaflokkum sem tilheyra rekstri á bæjar- félagi eins og Mosfellsbæ. Sökum batnandi fjárhagsstöðu er hægt að auka framlög til ýmissa mikilvægra verk- efna bæjarins á næsta ári auk þess að létta skattaálögum á bæjarbúa og er það vel. Ánægja meðal Mosfellinga Í Mosfellsbæ er gott að búa og sýna kann- anir að íbúar Mosfellsbæjar eru ánægðast- ir með bæinn sinn þegar mælt er viðhorf íbúa til þjónustu í 19 stærstu sveitarfélög- um landsins. Það eru væntanlega margir þættir sem eiga þátt í þessari ánægju íbúa Mosfells- bæjar og mikilvægt fyrir bæjaryfirvöld að halda áfram á sömu braut, hlusta áfram á íbúana og leggja kapp á að auka enn frekar lífsgæði Mosfellinga. Þessar kannanir vekja athygli og útkoma þeirra á eflaust þátt í því að ungt fjölskyldu- fólk velur í miklum mæli að flytja í bæinn og er það ánægjuleg þróun. Ört stækkandi bæjarfélag Mikil fjölgun bæjarbúa undanfarin miss- eri og á komandi árum er á sama tíma mjög krefjandi verkefni fyrir bæjaryfirvöld. Mikill og hraður vöxtur á fjölda íbúa kallar á mikl- ar framkvæmdir sem þarf að vinna hratt og vel í að koma í framkvæmd. Hér má nefna skólamál, leikskólamál, íþróttaaðstöðu og umhverfismál, svo eitthvað sé nefnt. Mosfellsbær er í fararbroddi á landinu sem heilsueflandi bær. Þessi heilsumiðaða stefna bæjaryfirvalda hefur aldrei verið mikilvægari en nú. Það forvarnarstarf fyrir börn, unglinga og fullorðna sem unnið er í skólum, íþróttafé- lögum og á fleiri stöðum í bænum er ómet- anlegt og oft á tíðum vanmetið. Þessi málefni eru reyndar ofar- lega á forgangslista bæjaryfirvalda eins og kemur fram í fjárhagsáætl- un, en betur má ef duga skal. Það er því, að mínu mati, verk- efni næstu missera að bæta enn meira fjármagni í þessa mála- flokka, bæta verulega íþróttaað- stöðu í bænum, efla enn frekar aðstöðu, tækjakost o. fl. í skólum og leikskólum bæj- arins ásamt fleiri þáttum í grunnþjónustu okkar ört stækkandi bæjarfélags. Spennandi verkefni framundan Umhverfismál skipta okkur Mosfellinga mikill máli og þau málefni þurfa að vera í brennidepli nú sem fyrr samfara stækkun bæjarfélagsins. Samgöngumál eru mjög stór og mikilvæg- ur málaflokkur og ljóst að breytingar á þeim verða miklar á næstu árum með stöðugt aukinni umferð bæði á höfuðborgarsvæð- inu sem og innanbæjar í Mosfellsbæ. Það er því ljóst að bæjaryfirvöld þurfa að leggja mikla áherslu á þau mál eins og stendur til að gera, t.d. með mótun um- hverfis- og samgöngustefnu bæjarins. Fram undan eru mörg spennandi verk- efni og miklar framkvæmdir eru á verkefna- lista Mosfellsbæjar og því mikilvægt að vel sé haldið á málefnum sveitafélagsins. Óska eftir stuðningi í 2.-3. sæti Ég hef ákveðið á að bjóða fram þekkingu mína og reynslu í rekstri, í mannauðs- málum, auk áralangs sjálfboðaliðastarf í íþrótta- og félagsmálum til þjónustu við íbúa Mosfellsbæjar á næsta kjörtímabili. Ég gef kost á mér í 2.-3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ sem fer fram 10. febrúar 2018. Ég sækist þar með eftir að bætast í öflugan hóp bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ, til að vinna með þeim áfram að framförum og bættum lífsgæðum í Mosfellsbæ. Ég óska Mosfellingum gleðilegra jóla og velgengni í leik og starfi á komandi ári. Ásgeir Sveinsson, framkvæmdastjóri hjá Halldóri Jónssyni ehf. og formaður Aftureldingar karla í handbolta. Höldum áfram á réttri leið Kjör íþróttaKonu og íþróttaKarls Mosfellsbæjar 2017 Útnefning íþróttakonu og -karls Mosfellsbæjar 2017 fer fram í Íþróttamiðstöðinni að Varmá fimmtudaginn 18. janúar 2018 kl. 19:00. Þeir sem eru gjaldgengir sem íþróttakarl og íþróttakona Mosfellsbæjar skulu koma úr röðum starfandi félaga í bænum eða vera íbúi í Mosfellsbæ sem stundar íþrótt sína utan Mosfellsbæjar, enda sé íþróttin ekki í boði innan bæjarins. Allar útnefningar og ábendingar sendist á dana@mos.is Einnig er óskað eftir útnefningu og ábendingum um íþróttafólk sem hefur orðið Íslandsmeistarar, deildarmeistarar, bikarmeistarar, landsmótsmeistarar og hefur tekið þátt í og/eða æft með landsliði. Vinsamlegast sendið útnefningar á dana@mos.is fyrir 23. desember 2017. Allar nánari upplýsingar veitir Sigurður Guðmundsson íþróttafulltrúi Mosfellsbæjar í síma 6600750. Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar 2016 Síðasta fjárhagsáætlun þessa kjör- tímabils var afgreidd úr bæjarstjórn í byrjun desember. Allar ytri að- stæður Mosfellsbæjar, líkt og ann- arra sveitarfélaga í landinu, eru al- mennt hagfelldar og horfur góðar. Þess sést stað í fjárhagsáætlun bæjarins og útkomuspám ársins 2017. Í fjárhagsáætlun ársins 2018 er að finna ýmis verkefni og fram- kvæmdir sem eru til hagsbóta fyrir íbúa Mosfellsbæjar, verkefni sem hafa verið rædd á vettvangi kjör- inna fulltrúa á kjörtímabilinu og mikið sammæli ríkir um innan bæjarstjórnar. Bæjarfulltrúar Samfylkingar- innar lögðu fram nokkrar tillögur við fyrri umræðu um áætlunina og óskuðu eftir að þær yrðu skoðaðar milli umræðna og áhrif þeirra á fjárhagsáætlun reiknuð út. Meðal tillagna okkar var hækkun frísundaávís- unar í 50 þúsund krónur fyrir hvert barn, lækkun leikskólagjalda og sérstök fjárveit- ing í að hefja gerð s.k. græns skipulags fyrir Mosfellsbæ. Þá var gengið frá því að tillaga okkar um gjaldfrjálsan hafragraut að morgni dags í grunnskólum yrði útfærð sem tilraunaverk- efni fyrir afmarkaðan hóp til að sjá hvern- ig best verði staðið að verkefninu. Þessar tillögur Samfylkingar hlutu jákvæðar und- irtektir hjá meirihluta Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks og rötuðu inn í lokaútgáfu fjárhagsáætlunar sem samþykkt var. Sú niðurstaða ber vott um hverju hægt er að áorka með samtali bæjarfulltrúa, sé viljinn fyrir hendi. Undanfarin ár hefur mikið verið rætt um að taka þyrfti upp ný vinnubrögð í stjórn- málum. Hatrömm átök milli fylk- inga spilli framgangi góðra mála og skapi vantraust almennings í garð þess fólks sem gegnir störfum kjörinna fulltrúa og stjórnmálanna almennt. Viljinn til að hlusta og ræða saman skiptir höfuðmáli í breyttum stjórnmálum. Ágreiningur heldur vissulega áfram um þau atriði sem skilja fólk að í samræmi við skoðanir þeirra og pólitíska lífssýn. En átök- in þurfa ekki og eiga ekki að vera á persónulegum eða niðrandi nót- um. Þvert á móti á að takast á með málefnalegum rökum og bera virðingu fyr- ir því að önnur sjónarmið um málefni eiga fullkominn rétt á sér í lýðræðislegri um- ræðu. Þannig er ágreiningur á hinu pólit- íska sviði í raun grunnurinn að því lýðræð- islega skipulagi sem við búum við. Lítið vitum við um hvað framtíðin ber í skauti sér en þó er vitað að sveitarstjórnar- kosningar verða haldnar í lok maí 2018. Við munum halda áfram að vinna okkar störf innan bæjarstjórnar Mosfellsbæjar þannig að Samfylkingin geti gengið hnarreist til þeirra kosninga. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar senda bæjarbúum öllum bestu óskir um gleðilega jólahátíð, farsæld og frið á nýju ári. Anna Sigríður Guðnadóttir Ólafur Ingi Óskarsson Fjárhagsáætlun og lýðræðisleg umræða Sú hefð hefur skapast í eldri deild Varmárskóla í desember að nemendur skreyta hurð- ina á umsjónarstofum sínum. Óhætt er að segja að aldrei hefur verið jafn mikið lagt í skreytingarnar eins og þetta skólaárið. Valið var sérstaklega erfitt þar sem hurðarnar voru allar mjög flottar. Skreytingakeppni í Varmárskóla 1. sæti - 10.hlb 2. sæti - 8. th Næsta blað kemur út: 11. jaN Efni og auglýsingar skulu berast fyrir kl. 12, mánudaginn 8. janúar 2018. HáHolti 13-15 - Sími: 416 0100 Gleðileg jól og takk fyrir viðskiptin á árinu

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.