Mosfellingur - 21.12.2017, Blaðsíða 42

Mosfellingur - 21.12.2017, Blaðsíða 42
Heiða Karen fæddist 4. október 2017. Hún vó 3.335 gr og var 50 cm. Heiða Karen á tvö systkini, Tori Lynn 12 ára og Brand Óla 10 ára. Foreldrar eru Rósa Dögg Gunnarsdóttir og Gísli Sverr- isson og býr fjölskyldan í Stórateig. Sendið okkur myndir af nýjum Mos- fellingum ásamt helstu upplýsingum á netfangið mosfellingur@mosfellingur.is jólin nálgast Nú þegar þetta birtist á síðum Mosfell- ings eru tvær mínútur í jól og flestir búnir að svona sirka flestu. Hinir sem eiga allt eftir eru væntanlega að tapa sé r og truflast úr jólastressi og allt á síðast a snúningi. Flestir hafa eða höfðu venjur fyrir jólin hvort sem það er jólamaturi nn sjálfur eða velja eða skreyta jólatréð, fara á jólahlaðborð, nú eða í skötuveis lu eða eitthvað allt, allt annað. VIð fjölskyldan eigum okkar hefðir, svo sem að setja upp sérstakt jólaskraut se m er „Made in China“ og vekur furðu og spurningar hjá þeim sem sjá það og lík a að sjálfsögðu hefðbundið skraut sem verður að fara á sinn stað á hverju ári. Undanfarin ár er orðin föst hefð hjá m ér að fara í skötuveislu hjá Villa og Sigrún u og SNILLINGUNUM í Fagverki sem sjá um að gera það kvöld svakalegt. Ásam t mörgum öðrum skemmtilegum hefðum í kringum jólahátíðina, aðventuna og áramótin. Það eru tímamót hjá mér þessi jól því a ð nú er ég búinn að skipta um starf eftir um það bil 8 ár á sama stað. Ég mun af - greiða Þorláksmessuskötuna og jóla- o g áramótahumarinn yfir afgreiðsluborð ið í Hafinu, Hlíðarsmára, þar sem ég er byrjaður að vinna. Það verður að segja st að það er mjög skrítið að skipta um sta rf eftir að hafa verið lengi á sama stað. Þá saknar maður allra föstu kúnnanna og starfsfólksins sem maður er búinn að umgangast síðasta áratug, og það eru margir Mosfellingar sem höfðu vanið komu sína þangað. En svona er nú lífið og ég get farið að rífa kjaft í Kópavogin - um í staðinn. Svona í blálokin þá vil ég koma með sm á ábendingu. Eins og allir Íslendingar vi ta þá lesa jólasveinarnir alltaf Mosfelling og vil ég nota tækifærið og tala mínu máli. Það var þarna dagur sem ég átti víst að fá kartöflu en fékk bara ekkert . .. hvað var það ... svo er þetta með að fá tannkrem, svitalyktareyði og sokka ... Hvað varð um happaþrennurnar, DVD myndir og jólabjórinn ... nei, nei ég er bara að grínast, ég er ALLTAF sáttur vi ð sveinana 13. Ég þakka fyrir mig og gleðilega jólahát íð og nýtt ár. högni snær Í eldhúsinu Hjónin Ragnheiður og Óli Valur deila með okkur uppskrift að þessu sinni. „Við deilum með ykkur blöndu af íslenskri og japanskri matseld. Rétturinn er vinsæll hjá stórfjölskyldunni og góð tilbreyting milli kjötrétta jólanna.“ Hráefni • 5 bollar hrísgrjón (þvegin og soðin) • 5 egg (hrærð) • Salt og hvítur pipar (í hlut- föllum 7/1) blandað saman • 1 lítill laukur (smátt saxaður) • 1 bakki sveppir (smátt skornir) • 2 hvítlauksgeirar (smátt saxaðir) • ¼ púrrulauksstilkur (þunnskorinn) • Beikon 300-400 g (skorið í litla teninga) • Tasty humargrunnur + 50 ml vatn (hitað upp saman) • Steikarolía • 1,5-2 kg stórir humarhalar (eða annar fiskur) • 50 g smjör (bráðið) • 1 hvítlauksgeiri og steinselja (smátt saxað) Aðferð: Cha-han (steikt hrísgrjón): Steikið eggja- hræru, sveppi, lauk og beikon hvert í sínu lagi og takið til hliðar. Steikið soðnu hrísgrjónin á pönnu, humar- grunni hellt yfir hrísgrjónin og velt vel saman. Eggjum, grænmeti og beikoni blandað saman við. Saltað og piprað eftir smekk. Humarhalar: Skerið í mitt bak humars (ekki alveg í gegn) og hreinsið að innan (ef þörf). Bræðið smjör, setjið saxaðan hvítlauk og steinselju út í og berið á humarinn. Smá salt og piparblöndu stráð yfir. Setjið humar- halana inn í 200C heitan ofn í 3 mín, takið út í 2 mín og setjið aftur inn í ofn í 2-3 mín (eftir smekk). Raðið humarhölum ofan á hrísgrjónabeð. Fyrir 4-6, eftir svengd. Gott að drekka ískalt hvítvín með eða mysu :) Njótið. Ragnheiður og Óli Valur skora á Öldu og Þröst að deila næstu uppskrift með Mosfellingum hjá Röggu og Óla val Hrísgrjónaréttur í hátíðarbúningi - Heyrst hefur...42 týndur köttur Sherlock er rúmlega eins árs og sást síðast 30. nóvember. Við erum búin að leita alls staðar en við finnum hann ekki. Hann var ekki með ól þegar hann slapp en er örmerktur og kann sitt eigið nafn þannig að það mætti prófa að kalla nafnið hans ef það sést köttur eins og hann. Þorbjörg s. 897-7768, Þrastarhöfða 7. kliddi.blog.is heyRst hefuR... ...að strákarnir í Kaleo hafi verið mest gúggluðu Íslendingarnir á alþjóða- vísu á árinu 2017. ...að Karen og Siggi Straumur eigi vona á barni næsta sumar. ...að Árni Gils hafi losnað úr fangelsi eftir 277 daga dvöl þar sem Hæstiréttur vísaði máli hans aftur heim í hérað. ...að uppselt sé á jólatónleika Gretu Salóme sem fram fara í Hlégarði á föstudaginn. ...að þrettándabrenna Mosfellinga fari að þessu sinni fram á sjálfum þrettándanum 6. janúar sem er á laugardegi í ár. ...Blaksamband Íslands hafi útnefnt Mosfellinginn Thelmu Dögg blakkonu ársins 2017. ...að Mosfellsbær hafi tapað naumlega fyrir Grindavík í Útsvarinu um síðustu helgi. ...að Magni, Salka Sól og Eyþór Ingi séu meðal þeirra sem munu halda uppi stuðinu á Þorrablóti Aftureld- ingar í íþróttahúsinu 20. janúar. ...að fasteignasalar séu að bjóða í heilu og hálfu húsin í Markholti til að rífa og byggja ný. ...að íþróttagarpurinn Elli Níelsar eigi fimmtugsafmæli í dag. ...að Litli skiptibókamarkaðurinn 2018 verði haldinn í bókasafninu 20. jan. ...að Samfylkingin ætli að vera með uppstillingu á sínum lista fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. ...að Baddi og Matta hafi óvænt látið pússa sig saman. ...að ungmennaráð Mosfellsbæjar fái áheyrnarfulltrúa á fundi íþrótta- og tómstundanefndar í tilraunaskyni. ...að Gugga á Hlaðhömrum hafi orðið sextug á dögunum. ...að búið sé að fjarlægja mygluna á 3. hæð Kjarna og starfsemi muni flytjast þangað upp aftur í dag. ...að Dalbúinn Gummi Hreins sé búinn að semja hugljúfan blús um Costco drauminn. ...að Snævar Ingi og Vigdís eigi von á barni á nýju ári. ...að verið sé að bjóða heimilislausum skammtímahúsnæði í Víðinesi. ...að Mosfellsbær sé búinn að ráða verktaka til hefta útbreiðslu skógar- kerfils og lúpínu næsta sumar. ...að knattspyrnumaðurinn efnilegi Bjarki Steinn, sonur Bjarka Sig, sé genginn í raðir ÍA. ...að Mosfellsbær hafi hafnað beiðni Somos ehf. um að reisa starfs- mannabúðir fyrir erlent vinnuafl á Tungumelum. ...að hið músíkalska par í Mosfellsdal, Hafdís Huld og Alisdair, hafi gift sig í gróðurhúsi um síðustu helgi. ...að hægt sé að taka jólabaðið í sundlaugum bæjarins sem verða opnar til hádegis á aðfangadag. ...að jólabingó verði haldið á Hvíta Riddaranum á föstudaginn.

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.