Mosfellingur - 10.03.2016, Blaðsíða 4

Mosfellingur - 10.03.2016, Blaðsíða 4
NÓISÍRÍU S facebook.com/noisirius Nú mega páskarnir koma því að Nóa páskaeggin eru tilbúin. Og vitið þið bara hvað? Við vönduðum okkur alveg sérstaklega í ár, því við vitum að þið viljið hafa þau fullkomin. Bæði gómsæta súkkulaðiskelina sem bráðnar í munni og allt góðgætið sem leynist þar fyrir innan. Ekki ryðjast — það er nóg til fyrir alla. Þau eru tilbúin Sjálfbærni og samfélagsábyrgð Nóa Síríus súkkulaði er hluti af Cocoa Horizons verkefninu, sem gerir kakóræktendum kleift að framleiða kakó á sjálfbæran og ábyrgan hátt. Verkefnið stuðlar að betri lífsskilyrðum í kakóræktarsamfélögum og bættum aðbúnaði starfsfólks. N Ó I S Í R Í U S facebook.com/noisirius Nú mega páskarnir koma því að Nóa páskaeggin eru tilbúin. Og vitið þið bara hvað? Við vönduðum okkur alveg sérstaklega í ár, því við vitum að þið viljið hafa þau fullkomin. Bæði gómsæta súkkulaðiskelina sem bráðnar í munni og allt góðgætið sem leynist þar fyrir innan. Ekki ryðjast — það er nóg til fyrir alla. Þau eru tilbúinSjálfbærni og samfélagsábyrgð Nóa Síríus súkkulaði er hluti af Cocoa Horizons verkefninu, sem gerir kakóræktendum kleift að framleiða kakó á sjálfbæran og ábyrgan hátt. Verkefnið stuðlar að betri lífsskilyrðum í kakóræktarsamfélögum og bættum aðbúnaði starfsfólks. www.lagafellskirkja.is kirkjustarfið - Bæjarblaðið í Mosfellsbæ64 HelgiHald næstu vikna 13. mars - sunnudagur Guðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 11:00 Ferming Sr. Ragnheiður Jónsdóttir 20. mars - Pálmasunnudagur Fermingarguðsþjónustur í Lágafellskirkju kl. 10:30 og 13:30 Ragnheiður Jónsdóttir og Kristín Pálsdóttir 24. mars - skírdagur Fermingarguðsþjónustur í Lágafellskirkju kl. 10:30 og 13:30 Ragnheiður Jónsdóttir og Kristín Pálsdóttir 25. mars – Föstudagurinn langi Guðsþjónusta á Hömrum kl.14:00 Guðsþjónusta í Mosfellskirkju kl. 20:00 Sr. Kristín Pálsdóttir Næstu sunnudaga 13. og 20. mars verður sunnudagaskólinn í safnaðarheimilinu kl. 13:00 Allir hjartanlega velkomnir. Stefnt að uppbygg­ ingu á Gljúfrasteini Gljúfrasteini er ætlað lykilhlutverk í nýju Laxnesssetri en þingmenn allra flokka hafa lagt til þingsályktunar- tillögu um uppbyggingu setursins. Mosfellingurinn Ragnheiður Rík- harðsdóttir er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Í tillögunni segir að þar verði miðstöð allrar þekkingar um Halldór Laxness. Laxnesssetur verði jafnframt bókmenntasetur þar sem aðstaða verði til rannsókna og fræðistarfa. Þá kemur fram að búið sé að tryggja land til að byggja Lax- nesssetur með tengingu við heimili skáldsins að Gljúfrasteini. Þróunar- og ferðamálanefnd Mosfellsbæjar segir bæinn styðja heilshugar við hugmyndirnar. Nefndin segir mikla möguleika í uppbyggingu á Gljúfrasteini, sem var sem kunnugt er heimili Nóbelskáldsins Halldórs Laxness og fjölskyldu hans. Nýr mannauðsstjóri Mosfellsbæjar Hanna Guðlaugsdóttir hefur hafið störf sem mannauðsstjóri Mosfells- bæjar. Hanna býr yfir afar víðtækri reynslu á sviði mannauðsmála og stjórnunar. Hanna nam viðskiptafræði við HR og nam í kjölfarið meist- aranámsgráðu sína í mann- auðsfræðum við University of Surrey í Bretlandi. Nú síðast starfaði hún sem sjálfstæður mannauðsráð- gjafi í eigin fyrirtæki. Áður starfaði hún sem mannauðsstjóri hjá CCP og DHL og sem starfsmannastjóri hjá Bláa Lóninu. Auk þess starfaði hún sem verkefnastjóri hjá Opna háskólanum í HR þar sem hún kenndi fjölmörg mannauðstengd námskeið. Hanna býr yfir reynslu af vinnurétti og stjórnsýslurétti og hefur einnig reynslu af gæðamálum þar sem hún hefur unnið bæði að gerð og innleiðingu gæðakerfis. Þegar íbúar í Mosfellsbæ eru spurðir hversu ánægðir eða óánægðir þeir séu með Mos- fellsbæ sem stað til að búa á eru 93% að- spurðra ánægðir eða mjög ánægðir. Mosfellsbær er því enn eitt árið með ánægðustu íbúana í samanburði við önnur sveitarfélög og með hæstu einkunn. Þetta kemur fram í árlegri könnun Capacent þar sem mælt var viðhorf til þjónustu í 19 stærstu sveitarfélögum landsins. Flestir ánægðir með íþróttaaðstöðu - fæstir við þjónustu við fatlað fólk Alls eru 83% íbúa í Mosfellsbæ ánægðir með aðstöðu til íþróttaiðkunar og ánægja með þjónustu í leikskólum bæjarins mælist um 80%. Spurðir um þjónustu Mosfellsbæj- ar í heild eru 77% mjög eða frekar ánægðir. Niðurstöður sýna að ánægja í Mosfellsbæ er í eða yfir landsmeðaltali í öllum mála- flokkum sem spurt er um. Einn af helstu styrkleikum Mosfellsbæjar miðað við önnur sveitarfélög síðustu ár hefur verið ánægja íbúa með skipulagsmál og svo er einnig nú. Þegar spurt er um þjónustu við eldri borgara er ánægja í Mosfells- bæ einnig talsvert yfir landsmeð- altali enda hefur aðbúnaður vegna þeirra þjónustu í Mosfellsbæ verið stórbættur á síðustu misserum. vilja gera betur í sorphirðu Viðhorf til þjónustu í tengslum við sorphirðu versnar marktækt á milli ára og stendur til að skoða það mál sérstaklega, segir í tilkynningu frá Mosfellsbæ. Þar gæti spilað inn í að könn- unin var gerð í nóvember og desember en þá eykst þörfin fyrir sorphirðu talsvert ásamt því að veður og færð gera fram- kvæmd sorphirðunnar erfiðari, sérstaklega á dreifbýlli svæðum sveitarfélagsins. Einnig er eftirspurn eftir því að flokka sorp að auk- ast og sveitarfélagið hyggst leita leiða til að koma á móts við þá eftirspurn. stoltur af niðurstöðunni Haraldur Sverrisson bæjarstjóri segist afar ánægður með útkomuna. „Það er gaman að enn eitt árið mælast Mosfellingar með ánægð- ustu íbúum landsins. Ég er afar stoltur af niðurstöðunni í heild og sérstaklega varðandi þjónustu við eldri borgara. Hins vegar leggjum við metn- að okkar í að viðhalda ánægju íbúa í öllum málaflokkum og ég hef sérstakan áhuga á að skoða viðhorf fólks varðandi þjónustu við barna- fjölskyldur. Í Mosfellsbæ býr mikið af ungu fjölskyldufólki og við leggjum mikla áherslu á að veita þeim hópi framúrskarandi þjón- ustu hvort sem það snýr að leikskóla eða skólamálum, íþróttum eða tómstundum.“ Heildarúrtak í könnuninni er yfir 12 þús- und manns og þar af fengust svör frá 316 einstaklingum úr Mosfellsbæ. Niðurstöður könnunarinnar í heild sinni er hægt að kynna sér á vef Mosfellsbæjar www.mos.is. Mosfellsbær deilir efsta sætinu með tveimur öðrum• Ný þjónustukönnun Capacent Gallup Íbúar í Mosfellsbæ ánægðir Haraldur Sverris- son bæjarstjóri Öllum lóðum undir atvinnuhúsnæði við Desjamýri í Mosfellsbæ hefur nú verið úthlutað. Desjamýri liggur við Úlfarsfell og afmarkast til norðurs af landi Lágafells. Svæðið býður upp á góðar samgöngur og fallegt umhverfi. Svæðið er hugsað sem athafnasvæði undir léttan iðnað sem hentar vel í nágrenni við íbúðabyggð. Á þeim tíu lóðum sem eru skipulagðar munu rísa samtals um 25 þúsund fermetr- ar af atvinnuhúsnæði. Úthlutun í Desjamýri lokið atvinnuhúsnæði við úlfarsfell 93% mosfellinga eru ánægðir með mosfellsbæ sem stað til að búa á Prestskosningar föstudaginn 18. mars Prestskosningar í Mosfellsprestakalli fara fram föstudaginn 18. mars. Kosið verður í safnaðarheimili Lágafellssóknar að Þverholti 3 kl. 13-20. Á kjörskrá eru þeir sem skráðir eru í íslensku þjóð- kirkjuna, eiga lögheimili í prestakallinu og hafa náð 18 ára aldri. Sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn er ein í framboði. „Við hvetjum alla til að mæta á kjörstað og kjósa Arndísi þó svo hún sé ein í kjöri,“ segir Helga Kristín Magnúsdóttir talsmaður stuðn- ingshóps Arndísar Linn. „Við teljum mikilvægt að biskup Íslands sjái að nýr prestur njóti trausts og verðugs stuðnings sóknarbarna.“ Sendið okkur myndir af nýjum Mosfellingum ásamt helstu upplýsingum á netfangið mosfellingur@mosfellingur.is

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.