Mosfellingur - 10.03.2016, Blaðsíða 10

Mosfellingur - 10.03.2016, Blaðsíða 10
 - Fréttir úr Mosfellsbæ10 100 bílar | Þverholti 6 | Sími 517 9999 | 100bilar@100bilar.iS mikið úrval af nýjum og notuðum bílum á staðnum, inni og á útisvæði í boði með 100% fjármögnun. www.100bilar.is MOSFELLINGUR Innritun nemenda Listaskóli Mosfellsbæjar - tónlistardeild Innritun nemenda skólaárið 2016 – 2017 Nemendur, sem eru í námi við Listaskóla Mosfellsbæjar – tónlistardeild, þurfa að staðfesta áframhaldandi nám fyrir 15. apríl 2016. Umsóknarfrestur fyrir nýja nemendur er til 15. apríl. Nýir nemendur þurfa að sækja um skólavist í gegnum íbúagáttina á vef Mosfellsbæjar, mos.is. Nánari upplýsingar á heimasíðu skólans, listmos.is. Stofnfundur Pírata í Mosfellsbæ verður haldinn að Brattholti 2B mánudaginn 21. mars 2016 Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síma 897- 9858 eða sendið tölvupóst á jonb@rel8.is. Grínhópinn Mið-Ísland þarf vart að kynna en hann hefur ráðið lögum og lofum í íslensku uppistandi undanfarin ár. Mið- Ísland frumsýndi nýtt uppistand í byrjun árs og þann 31. mars næstkomandi ætlar hópurinn að troða upp í Hlégarði í Mos- fellsbæ. „Það er geðveikt að grínast í Mosó. Þar sleit ég grínbarnsskónum,“ segir Mosfell- ingurinn Dóri DNA, einn af meðlimum hópsins. Auk hans koma fram á sýningunni þau Ari Eldjárn, Björn Bragi, Jóhann Alfreð og Anna Svava, en hún kemur í stað Bergs Ebba sem er búsettur í Kanada um þessar mundir. „Við höfum aðeins einu sinni áður verið með sýningu í Mosó og það eru mörg ár síðan. Ég hlakka mikið til,“ segir Dóri. Uppistand sem slegið hefur í gegn Óhætt er að segja að nýja uppistandið hafi slegið í gegn en sýningin fékk fimm stjörnur í DV á dögunum og hefur hópurinn sýnt fyrir fullum Þjóðleikhúskjallara fimm sinnum í viku frá því í byrjun árs. Fjöldi sýninga er að nálgast 50 og gestafjöldinn er kominn yfir átta þúsund. „Þetta er búið að ganga ótrúlega vel og við erum þakklát fyrir viðtökurnar,“ segir Dóri. Síðustu tvær uppistandssýningar Mið- Íslands voru sýndar á Rúv og þá hafa með- limir hópsins verið duglegir að koma fram á hinum ýmsu viðburðum. Dóri segir að á sýningunni í Hlégarði verði allir grínistarnir með nýtt efni. „Þetta verður ferskt svo það brakar. Ég lofa góðri skemmtun.“ Miðasala fer fram á Miði.is. Mið-Ísland verður í Hlégarði fimmtudagskvöldið 31. mars Það er geðveikt að grínast í Mosó Vinsælasti grín- hópur landsins Hulda Margrét Rútsdóttir hefur verið ráðin í 50% starf sem verkefnastjóri hjá Rauða krossinum í Mosfellsbæ. Hulda er með meistarapróf í alþjóða samskiptum og þróunarlandafræði frá háskólanum í Amsterdam og hefur síðustu ellefu ár starfað sem upplýsingafulltrúi á Gljúfrasteini-húsi skáldsins auk þess sem hún starfar við þýðingar. Hulda hefur m.a. umsjón með sjálfboða- liðaverkefnunum Heimsóknavinir, Föt sem framlag og Heilahristingur. Þá heldur hún utan um fleiri verkefni sem eru í þróun og hefur umsjón með móttöku nýrra sjálf- boðaliða og tekur þátt í átaksverkefnum. Það er ýmislegt í gangi hjá Rauða kross- inum í Mosfellsbæ sem er til húsa í Rauða kross húsinu að Þverholti 7. Heilahristingur á mánudögum Heilahristingur er heimavinnuaðstoð fyrir grunnskólanemendur. Sjálfboðaliðar sjá um að aðstoða börn við lestur og heima- nám frá klukkan 15-17. Það er upplagt fyrir krakkana að koma með námsbækurnar og klára heimanámið. Andrúmsloftið er afslappað og krakkarnir fá aðstoð eftir þörfum. Föt sem framlag á miðvikudögum Á miðvikudögum kl. 13-16 er hópur vaskra sjálboðaliða sem prjóna, hekla og sauma föt fyrir hjálparstarf innanlands og erlendis. Garn, prjónar og efni eru á staðn- um og rjúkandi kaffi og með því. Opið hús á fimmtudögum Opið hús frá 13-16. Öllum er frjálst að mæta til skrafs og ráðagerða eða bara til að fá sér kaffibolla. Hulda Margrét ráðin verkefnastjóri hjá Rauða krossinum Fjölbreytni hjá RKÍ heimaVinna í þVerholti hulda margrét rútsdóttir

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.