Mosfellingur - 10.03.2016, Blaðsíða 12

Mosfellingur - 10.03.2016, Blaðsíða 12
 - Fréttir úr Mosfellsbæ12 HÁHOLT 14 - 270 MOSFELLSBÆ - SÍMI 566 8043 boost mánaðarins Lítill 695 kr. Stór 895 kr. eða Við þurfum að ráða smiði og verkamenn sem hafa reynslu af mótauppslætti. Áhugasamir hafi samband á non@nonbygg.is BYGGINGAFƒLAG Landvernd hefur samþykkt leik- skólann Hlíð sem Skóla á grænni grein. Það er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja menntun til sjálfbærni í skólum og leikskólum. Grænfánaverkefninu á Íslandi er stýrt af Landvernd sem er aðili að alþjóðlegu samtökunum FEE. Til þess að ná því marki að flagga Grænfánanum til tveggja ára þarf Hlíð að ganga í gegnum sjö skref í átt að aukinni umhverfisvitund og sjálfbærni. Efla vitund um umhverfismál Skrefin sjö eru ákveðin verkefni sem unnið er með í aðdraganda umsóknar um Grænfánann en þau eru gerð til að efla vitund um umhverfismál. Verkefnin eru unnin bæði í leikskólanum með börnunum og í daglegum rekstri hans. Skrefin styrkja grunn að því að tekin sé ábyrg afstaða og inn- leiddar raunhæfar aðgerðir í um- hverfismálum og sjálfbærni innan skólans. Markmið verkefnisins er að bæta umhverfi skólans, minnka úrgang og notkun á vatni og orku. Efla samfélagskennd og auka umhverf- isvitund með menntun og verkefn- um innan leikskólans og utan. Að styrkja lýðræðisleg vinnubrögð við stjórnun skólans þegar teknar eru ákvarðanir sem varða börnin. Veita börnunum menntun og færni til að takast á við umhverfismál. Tengja leikskólann við samfélag sitt, fyrir- tæki og almenning. Sáttmáli í bundnu máli Í Hlíð er starfandi umhverfis- nefnd sem í sitja fjórir starfsmenn. Börnin í Hlíð staldra við, horfa, skynja, upplifa, undrast og njóta. Leiðarljósin sem unnið er eftir eru: Hringrás lífsins og frumefnin fjögur, jörð, vatn, loft og eldur. Í tilefni af þátttöku leikskólans í verkefninu var gerður umhverf- issáttmáli í bundnu máli við lagið Öxar við ána. Textinn er eftir Ragn- heiði Halldórsdóttur. Umhverfið okkar, við öll viljum bæta, efla og styrkja og gera svo gott. Ef að þú flokkar, þá ertu að kæta, jörðina okkar sem er nú svo flott. Ræktum grænmetið góða, ræktum allt sem vex og grær. Náttúrunnar gætum, glöð þá hana bætum, grænn er ávallt Mosfellsbær. Ganga í gegnum sjö skref í átt að aukinni umhverfisvitund og sjálfbærni Hlíð á grænni grein Heimsókn í Vísindasmiðju Nú á dögunum fóru krakkarnir í 6. JV í Varmárskóla í heimsókn í Vísindasmiðju Háskóla Íslands. Leiðbeinendur í Vísinda- smiðjunni eru kennarar og nemendur í HÍ og er markmiðið með smiðjunni að efla áhuga ungmenna á vísindum og fræð- um með gagnvirkum og lifandi hætti. Það tókst svo sannarlega í þessari heimsókn. Fyrst fengu krakkarnir fræðslu og fengu svo að skoða og prófa allt sem var í boði, þeim til mikillar skemmtunar. Hlaðnar verðlaunum Rakel Aradóttir og Karen Axelsdóttir tóku þátt í alþjóðlegu sundmóti fatlaðra í Svíþjóð helgina 13.-14. febrúar. Þær kepptu fyrir hönd íþróttafélagsins Asparinnar og sópuðu til sín verðlaunum eins og sjá má á myndinni. nemendur úr Varmárskóla mosfellingarnir rakel og karen Nú í fyrsta sinn í 40 ár fá íbúar í Mosfellsprestakalli að kjósa sér prest. Kosningarnar fara fram föstudaginn 18. mars kl. 13:00 – 20:00 í Safnaðarheimili Lágafellssóknar, Þverholti 3, 3. hæð. Um 2.000 manns skrifuðu undir undirskriftalista í ársbyrjun og óskuðu eftir almennum prestskosningum og hefur biskup Íslands orðið við þeirri ósk. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn var eini umsækjandinn um stöðuna og er því ein í kjöri. Arndís er borin og barnfæddur Mosfellingur. Hún er vel liðin innan sóknarinnar og hefur mætt sóknarbörnum af alúð, einlægni og virðingu alla tíð. Við hvetjum alla til þess að fara og kjósa Arndísi þó svo hún sé ein í kjöri því við teljum mikilvægt að biskup Íslands sjái að nýr prestur njóti trausts og verðugs stuðnings sóknarbarna. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram frá 4. mars til og með 17. mars 2016 á biskupsstofu, Laugavegi 31 í Reykjavík, frá kl. 09:00 til 16:00 alla virka daga og í safnaðarheimili Lágafellssóknar, Þverholti 3, 270 Mosfellsbæ, sem hér segir: Miðvikudaginn 9. mars frá kl. 17:00 -19:00. Miðvikudaginn 16. mars frá 17:00 -19:00. og á Hömrum hjúkrunarheimili, Langatanga 2, miðvikudaginn 9. mars frá kl. 15:00 -16:30. Stuðningshópur sr. Arndísar G. Bernhardsdóttur Linn Sýnum nýjum preSti Stuðning í verKi

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.