Mosfellingur - 10.03.2016, Blaðsíða 22

Mosfellingur - 10.03.2016, Blaðsíða 22
 - Íþróttir22 Aðalfundur UMF. Aftureldingar Aðalfundur Aftureldingar verður haldinn fimmtudaginn 7. apríl n.k. í hátíðarsal Varmárskóla. Fundurinn hefst kl. 18.00. Venjuleg aðalfundarstörf: Tillögur um lagabreytingar og framboð til stjórnar þurfa að berast á skrifstofu félagsins fyrir 20. mars n.k. – Allir velkomnir. Stjórn Aftureldingar Kvennalið Aftureldingar er komið í undan- úrslit í bikarkeppni Blaksambands Íslands en úrslitahelgin verður leikin dagana 19. og 20. mars í Laugardalshöll. Afturelding mun leika við lið KA í undan- úrslitum á laugardeginum kl. 12:00 en Aft- urelding er núverandi bikarmeistarar. Úr- slitaleikurinn er leikinn á sunnudeginum og þangað er stefnan sett og markmiðið er að bikarinn verði áfram í Mosfellsbænum. Í toppbaráttu í deildinni Í Mizunodeildinni er Afturelding í harðri baráttu við Þrótt Neskaupsstað og HK um deildarmeistaratitilinn. Þegar tveimur leikjum er ólokið í deildarkeppninni getur Afturelding tryggt sér deildarmeistaratitil- inn en báðir leikirnir eru heimaleikir. Á föstudaginn næsta leikur liðið við Þrótt Reykjavík og hefst leikurinn kl. 19:00. Föstudagskvöldið 1. apríl tekur Afturelding síðan á móti Þrótti Neskaupsstað og reikna má með því að það sé úrslitaleikurinn um deildarmeistaratitilinn. Stuðningsmenn Aftureldingar eru hvattir til að mæta og styðja við liðið í þeim átök- um sem framundan eru. Kvennalið Aftureldingar stendur í ströngu á næstu vikum Bikarúrslitahelgi í blaki 19.-20. mars ríkjandi bikarmeistarar Alexander Aron skrifar undir Framherjinn litríki, Alexander Aron, hefur gengið til liðs við Aft- ureldingu á nýjan leik. Eftir margra ára baráttu í rauðu treyjunni og fjöldan allan af skoruðum mörk- um, bauðst honum að koma yfir til Fram í fyrra, þar sem hann spilaði þónokkra leiki í fyrstu deild við góðan orðstír. Heima er best segir máltækið og hefur Alexander ákveðið að leggj- ast á árar með Aftureldingu á ný og skrifað undir samning þess efnis. Stjórn Aftureldingar telur þetta heillaskref og er viss um að væntingar um mikið markaregn í sumar eigi vel rétt á sér enda valinn maður í hverju rúmi fyrir átök sumarsins. Nýbökuð rúnstykki og kleinur heim að dyrum Strákarnir í 5. flokki í fótboltanum eru að selja nýbakað- ar kleinur og rúnstykki frá Mosfellsbakarí til fjáröflunar fyrir N1 mótið á Akureyri í sumar. 5 rúnstykki á 700 kr. og 5 stórar kleinur á 800 kr. Hægt er að panta í síma 775-2642 eða á netfangið afturelding@internet.is fyrir kl. 12 föstudaginn 11. mars. Bakkelsið er svo keyrt heim að dyrum laugardaginn 12. mars milli kl. 10 og 11. Knattspyrnufólk lætur ekki snjókomuna stoppa sig á gervigrasvellinum að Varmá. Hér má sjá svellkalda knattspyrnumenn í miðjum leik þegar ljósmyndara bar að garði. SnjóBolti Að VArmá M yn d/ Ra gg iÓ la Þverholti 2 • Mosfellsbæ Fasteignasala Mosfellsbæjar Sími: 586 8080 www.fastmos.ishafðu samband E.BAC K M A N Einar Páll Kjærnested • Löggiltur fasteignasali Viltu elja... E .B A C K M A N Afturelding! Áfram

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.