Mosfellingur - 03.02.2006, Blaðsíða 6

Mosfellingur - 03.02.2006, Blaðsíða 6
Mosfellingur - Fréttir, bæjarmál og aðsendar greinar6 Mosfellsbær hefur tekið höndum saman við Lýðheilsustöð næstu tvö til fjögur árin og verður þátttakandi í verkefninu ,,Allt hefur áhrif, einkum við sjálf“. Þetta er samvinnuverkefni milli sveitarfélaga og Lýðheilsustöðv- ar. Alls taka 25 sveitarfélög víðs vegar um landið þátt í verkefninu. Mark- mið verkefnisins er að stuðla að heil- brigðum lífsháttum barna, ungs fólks og fjölskyldna þeirra með áherslu á aukna hreyfingu og bætt mataræði. Hvert sveitarfélag stofnar stýrihóp sem hefur umsjón með verkefninu. Í stýrihópi verkefnisins í Mosfellsbæ sitja: Gunnhildur Sæmundsdóttir leikskólafulltrúi; Ingibjörg Sigríður Árnadóttir fulltrúi foreldra leikskóla- barna; Helga Sævarsdóttir hjúkrunar- forstjóri Heilsugæslu Mosfellsbæjar; Sigurður Guðmundsson íþróttafull- trúi; Sigríður Sigurðardóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna og Sólborg Alda Pétursdóttir grunnskólafulltrúi. Verkefni stýrihóps er meðal annars að móta stefnu sveitarfélagsins og aðgerðaráætlun varðandi lífshætti barna með áherslu á aukna hreyf- ingu og bætt mataræði. Hlutverk stýrihópsins er að virkja sem flesta til þess að taka þátt í verkefninu svo sem skóla, foreldra, heilsugæslu, íþróttafélög, atvinnurekendur og svo framvegis. Lýðheilsustöð sér um mat á verk- efninu. Til þess að taka stöðu mála í upphafi voru sendar út kannanir og gátlistar árið 2005. Könnun var gerð á aðbúnaði og stefnu grunnskóla og leikskóla varðandi næringarmál og hreyfingu nemenda og voru kann- anir sendar út til allra skólastjóra á landinu. Könnun var gerð á högum og lífsháttum barna í 6., 8. og 10. bekk í þátttakandi sveitarfélögum og einnig var send könnun til foreldra 11 ára barna á öllu landinu. Þar var kannað viðhorf foreldra og mat þeirra á lífsháttum og líðan barna sinna. Hliðstæðar kannanir verða gerðar árið 2007 og 2010 til að meta árangur verkefnisins. Á haustdögum sendi stýrihópur Mosfellsbæjar gátlista til ýmissa stofn- ana og atvinnurekenda í Mosfellsbæ til þess að geta kortlagt stöðu mála í sveitarfélaginu. Niðurstöður úr þessum könn- unum og gátlistum eru væntanlegar í febrúar og hefur þá stýrihópurinn eitthvað úr að moða þegar setja þarf niður markmið og aðgerðaráætlun sveitarfélagsins. Niðurstöðurnar verða birtar á heimasíðu Mosfellsbæj- ar þar sem verkefnið mun fá sérstakt svæði til umráða. Þar mun bæjar- búum einnig gefast kostur á að fylgj- ast með gangi verkefnisins í bæjar- félaginu. Jórlaug Heimisdóttir verkefnis- stjóri Lýðheilsustöðvar heldur utan um verkefnið á landsvísu. Undir henn- ar handleiðslu mun stýrihópur hefja sig til flugs og væntir góðs samstarfs við bæjarbúa. Ef fólk hefur áhuga á að kynna sér frekar verkefnið „Allt hefur áhrif, ein- kum við sjálf” er bent á heimasíðu Lýðheilsustöðvar: www.lydheilsustod.is Að lokum má geta þess að Orkuátak Latabæjar 2006 fer af stað í febrúar og Mosfellsbær er þátttakandi. Skólar, íþróttafélög og aðrir áhugasamir eru hvattir til þess að taka þátt og vekja athygli barna og unglinga á nauðsyn hollrar fæðu og hreyfingar fyrir lík- ama og sál. Fyrir hönd stýrihópsins Sólborg Alda Pétursdóttir grunnskólafulltrúi Nú styttist í sveitarstjórn- arkosningarnar Hvaða val á félagshyggjufólk um nógu sterkt og rótfast afl sem líklegt er til að velta hinu stæriláta valdi Sjálfstæðis- flokksins úr sessi? Sam- fylkingin hefur á landsvísu burði til að vera farvegur sköpunar og umbreytinga. En hún er líkt og hvert annað verkfæri. Í Reykjavík virðist valið einkum vera á milli Samfylkingar og Sjálfstæðis- flokks. Fátt bendir til að Samfylkingin í Mosfellsbæ ætli að nýta sóknarfærin. Uppskeran verður í samræmi við þá alúð og inntak sem lagt er í sáninguna. Hversu vel flokknum tekst upp felst í því hversu opinn hann er og lýðræðis- legur. Hversu mikil vinna er lögð í mál- efnaundirbúning og leit að fólki sem vill vera virkt. Það er athyglisvert að á meðan prófkjör eða forvöl eru í gangi í öllum stærri bæjarfélögum þessa dagana, þá er ekkert framboð í Mosfellsbænum sem ætlar að hleypa hinum almenna stuðningsmanni, né skráðum félagsmönnum að sem frambjóðendum eða að velja einstaklinga í framboð. Það er tvennt sem gæti laðað hinn almenna bæjar- búa að þátttöku í stjórnmálastarfi. Annarsvegar er trú á eiginleikum einstaklinga og stuðningur við þá og hinsvegar þátttaka í málefnavinnu, aðkoma að lifandi farveg hugmynda. Við sem trúum á sköpun einstakl- ingsins í bland við félagslega ábyrgð, þurfum að ná bæjarmálaumræðunni upp af því stigi sem hún er á núna og felst í 3-5 manna sellufundum flokkanna. Nú, stuttu fyrir kosning- ar, eigum við að vera í umræðu um leiðir til að glæða mannlífið í bænum auknum krafti og karakter. Áframhald- andi útfærsla hinna frábæru göngu- stíga í bænum og láta þá tengjast leiðunum á fellin í kring. Með því verður Mosfellsbær vinsælt útivistar- svæði. Byggjum upp þá hefð að það verði áhugavert að skreppa eftir vinnu eða um helgar, ganga á fellin og fara á kaffihús í bænum. Við eigum að vera í ítarlegri úttekt og umræðu um þróun miðbæjar í Mosfellsbæ, ásamt því hvernig hann tengist Varmár- og Álafosssvæðinu. Við eigum að móta afstöðu okkar til menntamála. Þar á meðal stofnun framhaldsskóla sem vel væri við hæfi að legði áherslu á heilsueflingu og náttúruvernd. Hvar er hinn frjói farvegur? Þarf bara ekki að búa til ný verkfæri, ef þau sem fyrir eru duga ekki? M-listi? Mannlíf, menntun og miðbær eru aðalmál komandi kosninga. Gunnlaugur B. Ólafsson framhaldsskólakennari. Fyrirtækjum fjölgar í bænum Fyrirtækið Borgarplast hf. hefur fengið lóð undir starf- semi sína að Völuteigi 25-31. Þar á að vera hverfissteypuverk- smiðja, frauðplastvinnsla og kassaverksmiðja. Fyrirtækið var stofnað í Borgarnesi, þar er ein verksmiðja og einnig er önnur starfrækt á Seltjarnarnesi. Starfsmenn fyrirtækisins í dag eru í kringum 40-50. Bókunin á bæjarstjórnarfundi var um- deild vegna staðsetningar og hugsanlegri mengunarhættu. Lifandi farvegur Allt hefur áhrif, einkum við sjálf Aðgangur að nemaneti Skólaskrifstofa Mosfells- bæjar hefur keypt aðgang að nemaneti fyrir tvo árganga í bænum. Í Varmárskóla varð 6. bekkur og í Lágafellsskóla 7. bekkur fyrir valinu til þess að kynna sér Nemanetið og út frá því var ákveðið að kaupa aðgang fyrir þá. Nemanetið er tæki til þess að skipu- leggja sig og gengur út frá því að nám sé heimilda- vinna, greinandi hugsun forsenda náms. Þjálfun á öflun og úrvinnslu nýrrar þekkingar er örvuð með framsetningu efnis á Nemanetinu. Aðgangurinn kostar 3000 kr. á ári fyrir hvern einstakling. Vorboðar í Lágfellskirkju Kór eldri borgara í Mosfells- bæ, Vorboðarnir, ætlar að halda tónleika þann 9. febrúar í Lága- fellskirkju. Tónleikarnir hefjast kl. 20 og kórinn Hljómur frá Akranesi verður gestakór. Aðgangs- eyrir er kr. 1000 og vonandi er að sem flestir mæti og njóti fagurs söngs í Lágafellskirkju. Á hafnarbakkanum er fiskur búinn til flutnings til kaupanda í kerum frá Borgarplasti. 11. árg. 1. tbl. Maí 2004 www.borgarplast.is GÆÐAKERFI V O T T A Ð V O T T U N H F. ÍST ISO 9001 ��� Vottað umhverfis- stjórnunarkerfi síðan 1999 Vottað gæðakerfi síðan 1993 Sterk markaðsstaða á Íslandi ISO vottanir auka traust Einhverjar breytingar virðast vera í þá átt að fyrirtæki á Íslandi sem hafa alþjóðlegar vottanir og vinna samkvæmt þeim kerfum njóti meira trausts en önnur fyrirtæki. Þessa viðhorfs gætir einkum hjá fyrirtækum sem sjálf eru vottuð eins og til dæmis Orkuveitu Reykjavíkur. Nokkuð er um að ráðgefandi verkfræðistofur treysti vottuðum fyrirtækjum betur en öðrum. Önnur fyrirtæki virðast ekki hafa áhuga á vottun eða hafa ekki áttað sig á mikilvægi hennar. Má þar nefna Landsvirkjun, sem þó ætti að hafa vottanir í hávegum mið ð við hvernig talað er á tyllidögum þar á bæ. Það er verulega kostnaðarsamt að reka vottuð kerfi og erfitt að fá vottanir, einkum og sérílagi er umhve fisstjórnunarkerfið ISO 14001 snúið. Margir hafa lagt af stað út á þá braut, en ekki nema einn aðili hefur komist hana á enda síðan Borgarplast var vottað 1999. Það fyrirtæki er Morgunblaðið og verður að telja það nokkuð afrek þar sem blaðið hafði ekki ISO gæðakerfi fyrir, en slíkt léttir róðurinn mjög. Sjötíu og fimm prósent af tekjum Borgarplasts koma frá sölu ein- angraðra kera. Það kann að hljóma ótrúlega í eyrum ókunnra að mark- aðshlutdeild fyrirtækisins sé yfir 70% á hinum íslenska keramarkaði og sennilega þó nær 75%. En þeir sem til þekkja vita að sú er raunin. Ástæðan er ekki sú að Borgar- plast selji sín ker á lægstu verðum. Kerin þykja einfaldlega betri en önnur sem finnast á markaðnum. Í því felst að hönnun þeirra er með þeim hætti að ending þeirra er betri en annarra kera, þrif auðveldari, styrkleiki og burðargeta botna er meiri og síðast en ekki síst er við- gerðarkostnaður umtalsvert minni en annars staðar þekkist, en sá þátt- ur vegur mjög þungt í viðhaldi ker- anna og gerir rekstur þeirra hag- kvæmari. Ker á leigumarkaði fá ekki alltaf bestu meðferðina. Stór aðili í kera- útleigu tjáði okkar að meðal líftími þeirra kera sem hann kaupir frá Borgarplasti sé 7 til 8 ár, verulega lengri en annarra kera sem reynd höfðu verið og viðgerðarkostnaður Borgarplastkera 50-60% lægri. JI M S M A R T Lj ós m . M ag nú s M ár

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.