Mosfellingur - 03.02.2006, Blaðsíða 8

Mosfellingur - 03.02.2006, Blaðsíða 8
Mosfellingur - Fréttir, bæjarmál og aðsendar greinar8 Garðabær, Mosfellsbær, Reykja- nesbær og Seltjarnarnesbær standa fyrir ráðstefnu í samvinnu við mennt- amálaráðuneytið og Heimili og skóla á Grand Hóteli í Reykjavík. Ráðstefn- an sem ber heitið „Hve glöð er vor æska?“ verður haldin föstudaginn 3. mars 2006 frá kl. 9-13. Umfjöllunar- efni á ráðstefnunni verður staða barna í íslensku samfélagi. Þær þjóðfélagsbreytingar sem hafa átt sér stað á sl. öld hafa gjörbreytt uppvaxtarskilyrðum barna víða um heim. Áður ólust börn upp hjá fjöl- skyldum sínum inni á heimilum og lærðu það sem nauðsynlegt taldist - uppeldi var eðlilegur þáttur í lífi nu sjálfu. Breyttir tímar og þátttaka beg- gja foreldra í atvinnulífi nu kallar á að börn alist upp að töluverðu leyti utan heimilisins. Uppeldi barnanna verður því að hluta til í höndum fagfólks sem starfar eftir kenningum um uppeldi og menntun barna. Forseti Íslands mun ávarpa ráðstefnuna og ýmsir fræðimenn um uppeldi og menntun barna, fulltrúar frá atvinnulífi nu, kirkjunni, stjórn- málunum, forstjóri í stóru fyrirtæki, heimspekingur og rithöfundur, fl ytja stutt erindi og síðan verða pallborðs- umræður. Leitast verður við að svara ýmsum spurningum um stöðu barna í íslensku samfélagi og hvernig fi nna megi leiðir til sveigjanleika á vin- nustöðum til að samræma megi starf og fjölskyldulíf. Bæjarstjórar Garðabæjar, Mos- fellsbæjar, Reykjanesbæjar og Seltjarn- arness leiða ráðstefnuna og stjórna umræðum í pallborði. Ráðstefnugjaldið er kr. 4.500,-. Innifalið: Ráðstefnugögn, kaffi og meðlæti. Ráðstefnan er öllum opin. Skráning er hjá: www.congress.is frá 16. janúar. Nánari upplýsingar og dagskrá ráðstefnunnar er að fi nna á heimasíðu bæjarins www.mos.is Í undirbúningsnefnd eru leik- skólafulltrúar frá áðurnefndum bæjarfélögum þær Anna Magnea Hreinsdóttir, Guðríður Helgadótt- ir, Gunnhildur Sæmundsdóttir og Hrafn hildur Sigurðardóttir. Vegna 20 ára afmælis Reykja lund- ar kórsins hefur kórinn nú gefi ð út geisladisk. Geisladiskurinn inniheld- ur lög sem kórinn hefur sungið síðustu 20 árin og er sýnishorn af því starfi sem félagsmenn hafa tekið sér fyrir hendur. Stofndagur kórsins var 21. nóvember árið 1986. Mosfellsbær styrkti útgáfu disksins og ákvað kórinn að færa bænum eintök að gjöf í þakklætisskyni. Diskurinn er til sölu hjá kórfélögum og kostar aðeins 1500 kr. Nýtt fyrirtæki í Völuteiginn Nýtt fyrirtæki er að koma sér fyrir í Nýbrauðshúsinu gamla í Völuteigi 4. Þetta fyrirtæki heitir Íshlutir og selur vinnu- vélar af ýmsu tagi. Fyrirtækið var stofnað árið 1998 og var áður í Grafarvoginum. Þeir sem farið hafa um Völuteiginn hafa efl aust tekið eftir fjölgun vinn- uvéla þar. Helstu vélar sem eru til sölu hjá Íshlutum eru Hitachi smágröfur, beltavélar, hjólavélar og hjólaskófl ur. Reykjalundarkórinn gefur út geisladisk Á myndinni má sjá þau Ragnheiði, Björn Þráinn, Mörtu og Guðmund sem tóku við gjöfi nni fyrir hönd bæjarins og félaga Reykjalundarkórsins, þau Guðbjörgu, Höllu og Örn. Hve glöð er vor æska? Með hröðum þjóðfélagsbreytingum síðustu áratugina hefur uppeldið breyst mikið og umhverfi ð einnig. Á ráðstefnunni verður fjall- að um stöðu barnanna í þjóðfélaginu í dag Starfsfólk óskast í heimaþjónustu Mosfellsbæjar og til að sinna félagslegri liðveislu. Bruni sumarhúss við Hafravatn Að morgni 30. janúar var slökkvilið Reykjavíkur kallað út vegna elds í sumarhúsi við Hafravatn. Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins en bústaðurinn er afar illa farinn. Hann var mannlaus þegar slökkvilið kom á staðinn og urðu sem betur fer engin slys á fólki. Þó varð óhapp við slökkvistar- fi ð þar sem slökkviliðsmaður slasaðist á hné. Eldsupptök eru ókunn og íkveikja hefur ekki verið útilokuð. Lj ós m . Á gú st Foreldramorgnar nú á mánudögum Foreldramorgnar eru á mán- udagsmorgnum frá kl.10.00-12.00 í Safnaðarheimilinu Þverholti 3, þriðju hæð. Þarna er á ferðinni frábært tækifæri fyrir foreldra til þess að koma í heimsókn með börnin, kynnast nýju fólki og fá sér kaffi . Alltaf einu sinni eða oftar í hverjum mánuði, eru uppákomur, fyrir- lestrar eða kynningar. Á vorönn er til dæmis áætlað að halda námskeið í skyndihjálp, fyrirlestur um trúarþroska barna o.fl .

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.