Mosfellingur - 03.02.2006, Blaðsíða 10

Mosfellingur - 03.02.2006, Blaðsíða 10
Mosfellingur - Fréttir, bæjarmál og aðsendar greinar10 Friðrik G. Olgeirsson rifjar upp gamla tíma úr sveitinni Í maí 1921 kom til Íslands 26 ára Dani að nafni Jóhannes Boesk- ov. Hann var um sumarið í kaupa- vinnu að Hofi í Svarfaðardal en um haustið hugðist hann snúa heim. Þegar hann beið eftir skipsferð í Reykjavík komst hann í kynni við ábúendur Reykja í Mosfellssveit en þar bjó þá Bjarni Ásgeirsson. Hann sinnti nokkuð garðyrkju með hefð- bundnum búskap en slík iðja var Íslendingum enn mjög framandi og engin garðyrkjubýli til í landinu. Áður hafði maður að nafni Óskar Hallgrímsson reynt garðyrkju á Reykjum með því að setja stórar járnplötur á trébita sem hann setti yfi r heita lækinn hjá hverunum. Ofan á járnplöturnar lét hann svo mold. Á þennan hátt ræktaði hann ýmsar matjurtir og lítilsháttar af blómum. Líklegast ræktaði Óskar fyrstu tómatana og gúrkurnar hér á landi. Um tíma hafði Óskar fjóra menn í vinnu, m.a. Guðmund Ein- arsson frá Miðdal. Þeir voru með þessar tilraunir um miðjan annan áratug aldarinnar en hættu þeim eftir tvö sumur. Víkjum þá aftur að Boeskov. Eftir að hann hafði verið nokkurn tíma á Reykjum fór hann að at- huga hverina á landareigninni og sá að þar var ónýtt auðlynd. Stakk hann upp á því við Bjarna að hann keypti sér gróðurhús og nýtti jarð- varmann. Bjarni tók hugmyndinni vel og 1922–1923 fór Boeskov til Danmerkur og keypti þar 6x20 álna gróðurhús og var reynt að hafa hit- ann í því 20 gráður. Tómataupp- skeran haustið eftir var 300 pund en einnig voru ræktuð blóm. Ann- að garðyrkjuland Bjarna var það ár samkvæmt frétt í Morgunblaðinu 18 dagsláttur. Ágóðinn af þessu starfi var meiri en menn hafði órað fyrir. Boeskov fór því að sækj- ast eftir landi til eigin nota. Svo fór að hann keypti landspildu úr landi Reykjahvols og stofnaði þar nýbýlið Blómvang sem telja verður fyrsta garðyrkjubýli landsins, þ.e. fyrsta býlið sem stofnað var til með það í huga að eigandinn lifði eingöngu af ræktun. Boeskov byggði tvö gróðurhús á landi sínu vorið 1926 og fékk Ólaf Gunnlaugs- son til liðs við sig. Efnin voru ekki mikil í fyrstu og þeir bjuggu í einu horni gróðurhússins. Í nóvember 1927 varð Jóhan- nes Boeskov fyrir voðaskoti við rjúpna veiðar og dó nokkru seinna af völdum blóðeitrunar. Kom þá til landsins yngri bróðir hans, Lauritz Boeskov, til að ganga frá eigum hans. Honum reyndist ómögulegt að selja reksturinn og því greip hann til þess ráðs að halda honum áfram með Ólafi . Hann lét hendur standa fram úr ermum og byggði fl eiri gróðurhús. Einnig fékk hann danskan garðyrkjumann til að stjórna gróðurhúsunum en sá sjálf ur um sölu afurðanna. Það fag kunni hann vel og hann ef- naðist fl jótt. Byggði hann sér stórt íbúðarhús á Blómvangi og hafði mikil umsvif. M.a. kom hann á fót blómabúð að Laugavegi 8 í Reykja- vík. Laur itz, Lárus eins og hann var oftast kallaður, var einn af stofn- endum Garðyrkjumannafélags Íslands. Kona hans var Jakobína Ottesen Guðmundsdóttir. Jóhannes Boeskov tók það upp hjá sjálfum sér að færa Lágafells- kirkju blóm á hátíðisdögum: jólum, páskum og hvítasunnu. Þeim sið hélt Lauritz áfram og þeg- ar hann seldi Arnaldi Þór Blóm- vang árið 1946 var það einlæg ósk hans að Arnaldur héldi þeim góða sið. Lauritz fl uttist þá til Birkeröd á Sjálandi og þar lést hann 11. sept- ember 1978. Ræktun er afl ögð á Blómvangi en í húsinu er enn búið. Friðrik G. Olgeirsson sagnfræðingur Veistu svarið? Hvenær fæddist fæddist Halldór Kiljan Laxness og hvers son var hann? Hver er formaður íþrótta- og tómstundanefndar Mosfellsbæjar? Hvenær var landsmót UMFÍ haldið í Mosfellsbæ? Svör: 1. Hann fæddist 1902 og var Guðjónsson. 2. Bjarki Sigurðsson. 3. 12.-15. júlí 1990 Milljónir í Mosó Lukkan virðist vera alls ráð- andi hér í bæ þessa dagana. Tveir heppn ir einstaklingar unnu sam an bónusvinninginn í Vík- ingalottóinu þann 30. nóvember síðastliðinn. Annar miðinn var keyptur á ESSO bensínstöðinni og hinn miðinn var frá Olís í Lang- atanga. Vinn ingshafarnir skiptu með sér rúmum 15 milljónum og hefur vinningurinn frá Olís verið sótt ur en enn sem komið er hefur ekki verið vitjað vinningsins sem kom á miðann frá ESSO. Nú er málið að fara í veskið og athuga hvort þar leynist góður glaðningur. Sögukornið Blómvangur - fyrsta garðyrkjubýli landsins Leiðrétting Sú leiðinlega villa átti sér stað í síðasta blaði að Ungmenn- a félagið Afturelding var sagt stofnað 1919 en hið rétta er að sjálfsögðu 1909 eins og glöggir lesendur hafa væntanlega áttað sig á. Beðist er velvirðingar á þessu. GARÐEIGENDUR Úrval hjólbarða 699-6684 www.man.is 566-8587 ROPE YOGA DANS GÖNGUR MANNRÆKTIN 699-6684 www.man.is 566-8587 ALLIR LEIKIR Í BEINNI

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.