Mosfellingur - 03.02.2006, Blaðsíða 12

Mosfellingur - 03.02.2006, Blaðsíða 12
Mosfellingur - Fréttir, bæjarmál og aðsendar greinar12 Sigsteinn Pálsson fyrrverandi bóndi á Blikastöðum er Mosfellingur ársins 2005 MOSFELLINGAR Val á íþróttamanni og konu Mosfellsbæjar fór fram í Hlégarði í fyrsta skiptið í sögu bæjarins Frjálsíþróttadeild Aftureldingar Íþróttafólk Mosfellsbæjar ásamt þjálfurum sínum, þe im Guðmundi D. Kristjánssyni t.v. og Hlyni Guðmundssy ni. kom, sá og sigraði Umsögn þjálfarans um Halldór: Umsögn þjálfarans um Brynju: Halldór er Mosfellingur í húð og hár og hefur allan sinn feril æft með Aftureldingu. Hann á ekki langt að sækja hæf- i leikana því afi hans og afabróðir voru miklir afreksmenn í íþróttum og unnu mörg verðlaunin hér á árum áður fyrir Aftureldingu. Halldór var afar sigursæll á síðasta ári. Hann vann 13 Íslandsmeistaratitla og það á mörgum sviðum innan frjálsíþróttanna. Þar má nefna kúluvarp, 60 m. Hlaup, hástökk, þrístökk, langstökk og 400 m. hlaup. Það er því greinilegt að þarna er á ferðinni fjölhæfur keppnis- maður með mikla getu. Halldór var svo valinn í landsliðið og hefur farið víða með því og keppt á stórmótum úti í heimi. Hann er einnig gott fordæmi fyrir yngri iðkendur og er aðstoðarþjálfari þar sem hann leiðbeinir börnum á aldrinum 6 til 11 ára hjá Aftureldingu. Brynja byrjaði að æfa frjálsíþróttir þegar hún var 9 ára gömul. Hún stóð sig mjög vel á síðasta ári þar sem hún vann 7 Íslandsmeistaratitla, var 4 sinnum í öðru sæti og einu sinni í því þriðja. Mótin á árinu voru samtals 24 sem sem hún tók þátt í og þar af voru 5 Íslandsmeistara- mót. Greinarnar sem Brynja náði hvað bestum árangri í í sumar voru spretthlaup, grindarhlaup og langstökk. Vegna árangurs var hún svo valin í landsliðið og keppti á Ólympíudögum æskunnar sem haldnir voru á Ítalíu. Brynja leggur mikið á sig við æfi ngar og er afar skipulögð. Þessar þrotlausu æfi ngar og vilji hennar til þess að ná langt, hafa skilað henni á meðal fremstu frjálsíþrótta- kvenna landsins. Það er vonandi að Brynja verði jafnvel enn öfl ugari nú á þessu ári og haldi áfram að láta að sér kveða í heimi íþróttanna. Afreksfólk bæjarins í íþróttum var verðlaunað í Hlégarði sunnu- daginn 22. jan úar. Margar viðurkenningar og verðlaun voru veitt og þau stærstu voru val á íþróttamanni og íþróttakonu Mosfellsbæjar. Þær konur sem voru tilnefndar voru Friðrika Friðriksdóttir hesta- kona, Brynja Finnsdóttir frjálsíþróttakona, Guðný Björk Óðinsdóttir knattspyrnukona og Nína Björk Geirsdóttir golfkona. Það var Brynja Finnsdóttir sem bar sigur úr býtum að þessu sinni. Hjá körlunum voru þeir Halldór Lárusson frjálsíþróttamaður, Atli Heimisson knattspyrnu- maður, Ernir Hrafn Arnarson handknattleiksmaður, Heiðar Davíð Brag- ason golfari og Sigurður Straumfjörð hestamaður, tilnefndir. Það var Halldór sem var hreppti titilinn. Hér að neðan verður skoðað árangur þeirra Halldórs og Brynju á síðasta ári og einnig spurði Mosfellingur þau nokkurra spurninga til þess að bæjarbúar geti kynnst þeim nánar. Halldór Lárusson íþróttamaður Mosfellsbæjar 2005 Brynja Finnsdóttir íþróttakona Mosfellsbæjar 2005 Nafn og aldur: Brynja Finnsdóttir og er 16 ára á 17. ári. Skólamál og starf: Ég er í námi við Verzlunarskóla Íslands. Fer mikill tími í æfi ngar? Já, ég æfi 5-6 sinnum í viku og svona 2 tíma á dag. Hvert er markmiðið með íþróttunum? Halda áfram að bæta mig og ná sem bestum árangri í mínum greinum. Hvaða grein er skemmtilegust? Það er grindar- hlaupið. Hvaða grein er erfi ðust? Það er mikil tækni sem þarf í langstökkið og það er frekar erfi tt, langhlaupin er líka mjög erfi ð. Hver er lykil- linn að góðum árangri? Bara að mæta á æfi ngar og mæta með réttu hugarfari og vera jákvæður. Ertu hjátrúarfull? Það kemur seinna... Áttu þér önnur áhugamál fyrir utan íþróttirnar? Ekkert sérstakt, er hrifi n af öllum íþróttum og ferðalögum. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Það er hamborgarahryggurinn hjá pabba, hann er langbestur. Uppáhaldstónlist? Hlusta eiginlega á allt... Uppáhaldskvikmynd? Nei, 24 þátturinn er góður og bara spennumyndir yfi r höfuð. Áttu þér einhverja fyrirmynd? Halldór Lár. er fyrirmyndin. Hvað er það vandræðalegasta sem þú hefur lent í? Man eftir því í öðrum bekk í barnaskóla, þegar strákur kippti niður um mig buxurnar í tíma. Það var frekar vandræðalegt! Hvað langar þig að verða þegar þú verður stór? Ég er ekki alveg ákveðin, en mig langar að fara út í háskóla, læra eitthvað tengt íþróttum, sjúkraþjálfarann eða eitthvað álíka. Skilaboð að lokum til ungra íþrótta- iðkenda? Að halda áfram að æfa íþróttir og vera dugleg við æfi ngar því það gefur svo mikið fyrir líkama og sál. Nafn og aldur: Halldór Lárusson 22 ára Skólamál og starf: Ég vinn á járnsmíða- verkstæði, er menntaður vélvirki. Útskrif- aðist fyrir ári síðan. Fer mikill tími í æfi ngar? Það fer slatti, svona 6 sinnum í viku, 2-3 tíma í senn. Hvert eru markmiðið í íþróttunum? Ólympíuleikarnir eru draumurinn. Það væri meiriháttar að komast á þá árið 2008. Hvaða grein er skemmtilegust? Greinarnar eru 10 allar skemmtilegar en mér fi nnst kringlukastið og langstökkið skemmtilegust. Hvaða grein er erfi ðust? Stangarstökkið er erfi ðast og 400 m hlaup er gríðarlega erfi tt. Því fylgir stundum svimi og ógleði þegar maður tekur almennilega á því. Hver er lykillinn að góðum árangri? Að æfa að sjálfsögðu!! Ertu hjátrúarfullur? Ekkert svoleiðis hjá mér... Áttu þér önnur áhugamál fyrir utan íþróttirnar? Já, skotveiði, mótorhjól. Á tvö mótorhjól, einn hippa og eitt endurohjól Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Hamborgarar eru bestir Uppáhaldstónlist? Ég er rokkari. Uppáhaldskvikmynd? Boondogs saints Áttu þér einhverja fyrirmynd? Allir for- feðurnir sem voru á hlaupum hér í gamla daga. Hvað er það vand- ræðalegasta sem þú hefur lent í? Man ekki eftir neinu í augnablikinu, það eru þó nokkur augnablik til. Maður vill alltaf gleyma svona atvikum sem fyrst! Hvað langar þig að verða þegar þú verður stór? Það er nú margt, en draum- urinn væri að vinna við að smíða mótorhjól. Skilaboð að lokum til ungra íþrót- taiðk- enda? Æfa vel og gefast ekki upp! Íþróttamaðurinn, vélvirkinn, veiðimaðurinn og rokkarinn Hamborgarhryggurinn hjá pabba er besti maturinn Gústi Linn ræðir við nýkjörna íþróttamenn Mosfellsbæjar agust@mosfellingur.is 1992 Fríða Rún Þórðardóttir frjálsíþróttakona 1993 Róbert Sighvatsson handknattleiksmaður 1994 Guðmar Þór Pétursson hestaíþróttamaður 1995 Silja Rán Ágústdóttir knattspyrnukona 1996 Gunnar Steinþórsson sundmaður 1997 Rafn Árnason frjálsíþróttamaður 1998 Sigurður Sigurðarson hestaíþróttamaður 1999 Bjarki Sigurðsson handknattleiksmaður 2000 Katrín Dögg Hilmarsdóttir golfkona 2001 Geir Rúnar Birgisson knattspyrnumaður 2002 Sigurður Sigurðarson hestaíþróttamaður 2003 Heiðar Davíð Bragason golfmaður 2004 Heiðar Davíð Bragason golfmaður 2005 Halldór Lárusson frjálsíþróttamaður og Brynja Finnsdóttir frjálsíþróttakona Íþróttamenn Mosfellsbæjar frá upphafi til dagsins í dag

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.