Mosfellingur - 03.02.2006, Blaðsíða 13

Mosfellingur - 03.02.2006, Blaðsíða 13
Ljós í myrkri Jóna hringdi í Mosfelling og sagði: „Mig langaði bara að deila því með bæjarbúum, hversu kósí mér fi nnst að sjá ennþá jólaljósin hjá fólki. Það er þungbúið á þess- um árstíma og þá er gott að sjá öll ljósin lýsa upp skammdegið. Mér fi nnst allt í lagi að vera ekkert að fl ýta sér að rífa allt niður. Sjálf er ég ekkert farin að huga að því vegna þess að það yljar manni um hjartarætur að koma heim í hlað í rökkrinu og sjá ljósadýrðina.” ORÐIÐ ER LAUST... Hér gefst lesendum kostur á að láta skoðanir sínar í ljós í stuttu máli. Netfangið er mosfellingur@simnet.isSmásagan 13Fréttir, bæjarmál og aðsendar greinar - Mosfellingur Helgi Einarsson Tónlistarmaður og tónlistar- kennari Guðmundur Pétursson Formaður menningar- málanefndar Guðný Halldórsdóttir Kvikmynda- gerðarkona Höskuldur Þráinsson Prófessor Ragnheiður Ríkharðsdóttir Bæjarstjóri Dómnefndina skipuðu: Sigurvegari krýndur Sigsteinn Pálsson fyrrverandi bóndi á Blikastöðum er Mosfellingur ársins 2005 Enginn snjómokstur Stefán hafði samband við Mos- felling og sagði: ég er ósáttur við sjónmoksturinn í bænum okkar. Ég þurfti að moka mig út úr sköfl um til þess að komast til vinnu vegna þess að ekki hafði verið rutt í götunni minni. Ég hef einn ig heyrt svipaðar sögur í kringum mig. Það er nú ekki mikill snjórinn sem kemur í dag miðað við þá gömlu en þá vill ég að þjónustan sé nægjanlega góð hjá bænum. Vonandi getum við hjálpast að við að hafa allt á hreinu hér í bæ. MOSFELLINGAR Frjálsíþróttadeild Aftureldingar „Úrslitin komu mér vissulega á óvart þar sem margar góðar sögur bárust í þessa skemmtilegu smásagnasamkeppni” sagði Erlingur Kristjáns- son (leyninafn Þórkatla Þormóðsdóttir) höfundur sögunnar Skuldlaus á lokadegi sem birtist í 13. tbl. Mosfellings 7. okt. 2005 hreppti fyrstu verðlaun í smásagnasamkeppni blaðsins. Erlingur ætti að vera bæjar- búum að góðu kunnur, hann kenndi m.a. á árum áður smíði við skóla bæjarins ásamt því að vera álfakóngur á þrettándanum í 19 ár. Í öðru sæti hafnaði sagan Þar kom að því eftir Áslaugu Dóru Ingadóttur (dulnefni Kuldaboli) og í því þriðja Hugvekja um litla Kríu eftir Ursulu Junemann dulnefni (Goggur) Sögurnar þrjár verða birtar á heimasíðu Mosfellings mosfellingur.is Á myndinni sést Karl Tómasson afhenda Erlingi viðurkenninguna fyrir hönd Mosfellings „Halldór er ótrúlegur íþrótta- maður - hann hefur átt við lang varandi meiðsl að stríða í báðum fótum og fór á síðasta ári í tvær aðgerðir í einu og þurfti að vera frá markvissum æfi ngum í samtals fjóra mánuði. Þrátt fyrir þetta er hann með fremstu frjálsíþróttamönnum á Íslandi í dag. Vegna þessara meiðsla hefur hann ekki getað æft stökkgreinar eins mikið og hann ætti að gera. Framtíðin er björt fyrir Halldór, það er kostur fyrir hann að líftími fjölþrautaferils er langur - sem dæmi um það þá eru fjölþrautar- karlmenn að toppa í sinni íþrótt eftir 27 ára aldur. Gott dæmi er árangur Jóns Arnars Magnús- sonar en hann toppaði í þraut þegar hann var 28 ára gamall.” Þjálfarinn kallar hann stundum Trukkinn Umsögn þjálfarans um Halldór: Brynja er framúrskarandi íþrótt- a kona, ung að árum (á 17 ári) og á eftir að gera gott fyrir Íslands hönd í komandi framtíð. Það er mjög gott að þjálfa hana vegna áhuga hennar og vilja. Ég spái henni miklum frama þ.e.a.s. hún hefur rétta hugarfarið til að verða afrekskona í heimsklassa. Hún er með fremstu konum í stuttum hlaupum, grindarhlaupum og langstökki hér á Íslandi, en árin munu líða og horfi ég til sjö- og tugþrautar þegar fram í sækir því hún er mjög fjölhæf frjálsíþrótt- a kona. Þjálfarinn kallar hana stundum Fisið Umsögn þjálfarans um Brynju: Brynja Finnsdóttir íþróttakona Mosfellsbæjar 2005 Nafn og aldur: Brynja Finnsdóttir og er 16 ára á 17. ári. Skólamál og starf: Ég er í námi við Verzlunarskóla Íslands. Fer mikill tími í æfi ngar? Já, ég æfi 5-6 sinnum í viku og svona 2 tíma á dag. Hvert er markmiðið með íþróttunum? Halda áfram að bæta mig og ná sem bestum árangri í mínum greinum. Hvaða grein er skemmtilegust? Það er grindar- hlaupið. Hvaða grein er erfi ðust? Það er mikil tækni sem þarf í langstökkið og það er frekar erfi tt, langhlaupin er líka mjög erfi ð. Hver er lykil- linn að góðum árangri? Bara að mæta á æfi ngar og mæta með réttu hugarfari og vera jákvæður. Ertu hjátrúarfull? Það kemur seinna... Áttu þér önnur áhugamál fyrir utan íþróttirnar? Ekkert sérstakt, er hrifi n af öllum íþróttum og ferðalögum. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Það er hamborgarahryggurinn hjá pabba, hann er langbestur. Uppáhaldstónlist? Hlusta eiginlega á allt... Uppáhaldskvikmynd? Nei, 24 þátturinn er góður og bara spennumyndir yfi r höfuð. Áttu þér einhverja fyrirmynd? Halldór Lár. er fyrirmyndin. Hvað er það vandræðalegasta sem þú hefur lent í? Man eftir því í öðrum bekk í barnaskóla, þegar strákur kippti niður um mig buxurnar í tíma. Það var frekar vandræðalegt! Hvað langar þig að verða þegar þú verður stór? Ég er ekki alveg ákveðin, en mig langar að fara út í háskóla, læra eitthvað tengt íþróttum, sjúkraþjálfarann eða eitthvað álíka. Skilaboð að lokum til ungra íþrótta- iðkenda? Að halda áfram að æfa íþróttir og vera dugleg við æfi ngar því það gefur svo mikið fyrir líkama og sál. Gústi Linn ræðir við nýkjörna íþróttamenn Mosfellsbæjar agust@mosfellingur.is

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.