Mosfellingur - 24.02.2006, Blaðsíða 3

Mosfellingur - 24.02.2006, Blaðsíða 3
Í ÞÁ GÖMLU GÓÐU... ...var kirkjukór Lágafellssóknar ötull sem endra nær. Myndin er frá árinu 1960. Fremsta röð frá vinstri: Margrét Sig- urðardóttir, Ólöf Helgadóttir, Hjalti Þórðarson organ- isti, Halla Aðalsteinsdóttir og Þuríður Hjaltadóttir. Miðröð frá vinstri: Sigríður Birna Ólafsdóttir, Guðrún Magnús- dóttir, Jón M. Guðmunds- son, Þórður Guðmundsson, Klara Bergþórsdóttir, Jóhanna Jónsdóttir. Efsta röð frá vinstri: Ólafur Jóhannesson, Hreiðar Gottskálksson, Viggó Valdimarsson, Sveinn Guð- mundsson, Ólafur Helgason, Erlendur Kristinsson og Bene- dikt Sveinbjarnarson. Haukur Níelsson skoraði á Árna Sigurðsson að koma með heilræði. Heilræði mitt er: Að vera samkvæmur sjálfum sér Málsháttur minn er: Oft er betur heima setið en af stað farið Hjartans mál: Fjölskyldan og vinirnir Árni skorar á Bernharð Hreinsson handboltafrömuð að koma með næsta heilræði. HEILRÆÐI Sveitarstjórnakosningar nálg- ast óðfluga og skjálfti er að færast í menn. Framboðslistar fæðast einn af öðrum og menn fara að líta um öxl og skoða hvað hefur áunnist og hvað ekki síðustu árin. Í Mosfellingi að þessu sinni birt- um við þrjá framboðslista sem eru klárir. Vangaveltur eru um hversu margir flokkar taka þátt að þessu sinni enda hið pólitíska landslag alltaf að taka á sig nýjar myndir. Skemmtilegur tími fer í hönd. Allt í einu mætir ótrúlegasta fólk á hvern viðburðinn á fætur öðrum í bæjar- félaginu. Býflugurnar leggjast í dvala á sumrin en ég hallast hins vegar að því að pólitíkusar leggist í dvala í fjögur ár í senn. Þess á milli rúllar allt sinn vanagang og menn kippa sér ekkert upp við eitthvað smotterí. Þess vegna höfum við kannski fengið á okkur viðurnef- nið svefnbær. Allt helst þetta í hendur. Vonandi sofum ekki í hálfa öld eins og Þyrnirós. Ég neita því ekki að eitt það besta sem ég geri er að sofa. En fyrr má nú rota en dauðrota. Við, íbúar í þessum bæ, tökum sjálfir ábyrgð á lífsmarki bæjarins. Hvert smáfyrirtækið á fætur öðru fer á hausinn og hin sem eftir eru eiga í mesta basli við að halda sér á lífi. Ýmsir menningarviðburðir eru illa sóttir og svona mætti lengi telja. Við getum sjálfum okkur um kennt, það vantar hugarfarsbreytingu og allsherjaruppvakningu bæjarbúa. Mikil fjölgun mun eiga sér stað á næstu árum og ýmislegt er á teikni- borðinu, þ.á.m framhaldsskóli. Nú er um að gera að taka skrefið til fulls, ekki einungis vera á tánum fyrir kosningar heldur halda áfram og vekja bæinn og bæjarbúa upp af værum blundi. Leggjum okkar af mörkum og stöndum saman í ört stækkandi og sífellt betri bæ. Það er okkar hagur. Hilmar Gunnarssson ritstjóri 3 Fjör á fjögurra ára fresti Mosfellingur T E X T U R E www.texture.is • Sími 566 8500 h á r s t o f a Vegna aukinna umsvifa óskum við eftir sveinum eða meisturum í heils- og hálfsdagsstörf á nýjum og líflegum vinnustað. Atvinnu tækifæri Aðalfundur Félags aldraðra í Mosfellsbæ og nágrenni verður haldinn í Safnaðarheimili Lágafells- sóknar mánudaginn 27. febrúar og hefst hann klukkan 20 stundvíslega. Dagskrá fundarins verður samkvæmt félagslögum auk þess sem fulltrúi Landssambands eldri borgara mun mæta á fundinn og gera grein fyrir gangi mála varðandi viðræður LEB við ríkisstjórnina um kjara- og hagsmunamál eldri borgara. Stjórnin FAMOS aðalfundur 695-6694 www.man.is 699-6684 Lífið í bænum! Námskeið í Álafosskvos Nú stendur yfir innritun MANNRÆKTIN Spænska♥Ítalska♥Enska Hestalitir♥Byggingarmat Silfursmíði♥Leirmótun Sumarblóm og kryddjurtir Spuni♥Magadans Rope Yoga Mjög glæsilegt 230 fm einbýlishús á einni hæð með tvöföldum bílskúr og verðlaunagarði. Húsið sem stendur á hornlóð er teiknað af Jóni Guðmundssyni og innanhús arkitekt er Finnur P. Fróðason. Allar innréttingar, skápar og hurðir eru sérsmíðaðar úr lerki, innfeld halo- gen lýsing er í öllu húsinu og sérstaklega góð lofthæð. Verð 59 millj. Til sölu - Krókabyggð - Bókaðu skoðun Bifröst fasteignasala - www.fasteignasala.is

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.