Mosfellingur - 24.02.2006, Blaðsíða 7

Mosfellingur - 24.02.2006, Blaðsíða 7
Nú líður senn að sveitarstjórna- kosningum og listar fl okka farnir að skýrast. Mosfellingur birtir hér lista Samfylkingar, Sjálfstæðisfl okks og lista Vinstri-Grænna. Framundan er mikil barátta um völdin í bænum og allt það umstang sem kosningunum fylgir. Mosfellingur hafði samband við Guð jón Arnar Kristjánsson hjá Frjáls lynda fl okk n- um og spurði hann hvort fl okkurinn hyggð ist bjóða fram lista í Mosfellsbæ. „Ég skal ekki full- yrða um það að svo stöddu. Frumkvæði verður að koma frá okkar mönnum í Mosfellsbæ. Við eigum ágætis fólk sem gæti boðið sig fram. Fólk hefur verið að spjal la sam an en ekkert meira en það svo ég viti til.” Mosfellingur tók einnig tal af Þresti Karlssyni, oddvita fram- sóknarmanna í Mosfellsbæ og spurði hann út í komandi kosningar. „Það er búið að skipa listann en það á eftir að samþykkja hann. Þetta verður tekið fyrir í næstu viku. Það er þó komið á hreint að ég og Bryndís Bjarnarson verðum ekki með að þessu sinni.” Það þykir í dag sjálfsögð þjónusta að öll börn á aldrinum tveggja til fi mm ára eigi þess kost að komast að á leikskóla. Svo hefur ekki alltaf verið. Ekki fyrir svo mörgum árum síðan, í lok fyrri valdatíðar sjálfstæðismanna, voru um 100 börn á biðlista eftir að komast inn á leikskóla. Í þá tíð var að mestu boðið upp á hálfsdagsvistun á leikskólum bæjarins. Á þeim árum sem síðan fóru í hönd var lyft grettis- taki í uppbyggingu leikskólanna und- ir forystu félagshyggjufólks og var svo komið á árinu 2001 að biðlistum barna tveggja ára og eldri var útrýmt. Leikskólagjöld, 40% hækkun Á þeim tíma var þess gætt að halda leikskólagjöldum í lágmarki því á þess- um árum var stefnan um fjölskyldu- vænt bæjarfélag ekki innantómt slagorð. Þá voru leikskólagjöld þau allra lægstu á höfuðborgarsvæðinu svo nam tugum þúsunda á ári miðað við þau sveitarfélög sem næst komu. Nú eru aðrir tímar. Sjálfstæðismenn hafa á þessu kjörtímabili hækkað leikskólagjöld um tæp 40% og haldi svo áfram sem horfi r verður Mos- fellsbær með hæstu leikskólagjöldin á höfuðborgarsvæðinu innan skamms. Systkinaafsláttur Af málfl utningi sjálfstæðis manna mætti ætla að systkinaafsláttur og niðurgreiðslur á gjöldum hafi komið til fyrir þeirra tilstilli á þessu kjörtímabili. Það er fjarri lagi. Þeir hækkuðu systkinaafslátt með öðru barni á leikskólum og komu því á að systkina afsláttur gildir á milli stofn- ana. Það fyrirkomulag er eitt af fáum nýjungum í þjónustu við bæjarbúa sem telja má til framsækni af hálfu sjálfstæðismanna. Hækkanir sjálf- stæðismanna á öllum gjöldum sem snerta barnafjölskyldur í bænum þurrka út þann ávinning sem þessir afslættir gefa þeim fjölskyldum sem þeirra gætu notið. Í því sambandi má benda á að hækkun leikskólagjalds fyrir barn í átta stunda vistun í fjögur ár nemur um 330 þús. króna. Vistun barna yngri en tveggja ára Áform voru uppi um, í fram haldi af því að biðlistum barna tveggja ára og eldri var útrýmt, að mæta þörf fyrir vistun barna yngri en tveggja ára. Það áform fól í sér það markmið að börn allt frá því að fæðingarorlofi foreldra lyki gætu átt kost á dagvistun. Með tilkomu meirihluta sjálfstæðis manna hefur því máli ekki verið sinnt og aldrei hefur verið eins slæmt ástand í bænum hvað varðar úrræði fyrir þær fjölskyldur sem á vistun þurfa að halda fyrir börn yngri en tveggja ára. Gjaldfrjáls leikskóli Umræða um gjaldfrjálsan leik- skóla hefur verið mikil að undan- förnu og hafa jafnaðarmenn og félagshyggju fólk farið þar fremst í fl okki. Sveitar félög sem þessir aðilar fara fyrir svo sem í Reykjavík hafa hafi ð innleiðingu þessarar stefnu. Í lögum um leikskóla eru ákvæði þess efnis að leikskólinn sé fyrsta skólastig barnsins. Í ljósi þessa og svo þess að verið er að auka tengingu fi mm ára deilda leikskól anna við grunnskólann fl utti ég tillögu í bæjarstjórn við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2006 að fi mm ára deildir leik skólanna yrðu gjaldfrjálsar. Það yrði fyrsta skrefi ð í þeirri stefnu að leikskólar Mos- fellsbæjar yrðu gjaldfrjáls ir. Sú tillaga var felld af sjálfstæðismönnum. Fjölskylduvænt samfélag Það er mikilvægt að öll börn í bæjarfélaginu hafi möguleika á að njóta þeirrar þjónustu sem sjálfsögð þykir og stuðlar að þroska þeirra og velferð óháð efnahag eða félagsleg- um aðstæðum. Það er mikilvægur þáttur og ein af forsendum í mótun fjölskyldu væns samfélags í Mos- fellsbæ. Jónas Sigurðsson bæjarfulltrúi Jónas Sigurðsson skrifar um leikskólamál í Mosfellsbæ 7Fréttir, bæjarmál og aðsendar greinar - Mosfellingur Fjölskyldan og leikskólinn Slagverksleikarinn góðkunni Reynir Sigurðsson hélt ásamt félögum sínum, Gunnari Hrafnssyni bassaleikara og Jóni Páli Bjarnasyni gítarleikara, tónleika á vegum Tónlistarfélags Mosfellsbæjar í Hlégarði föstudaginn 10. febrúar. Eins og við var að búast voru tónleikarnir hin mesta skemmtun enda léku þeir félagar á alsoddi. Reynir Sigurðsson var í áraraðir fyrsti slagverksleikari Sinfóníuhljómsveitar Íslands og hefur sennilega kennt allfl estum trommuleikurum landsins við sérlega góðan orðstír. Ágætis mæting var á tónleikana. Frábærir tónleikar hjá Reyni Sig. og félögumÞann 18. desember síðastliðinn hélt kirkjukór Lágafellssóknar tónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík ásamt fjölda annarra listamanna og rann allur ágóði óskiptur til geðsviðs Reykjalundar. Innkoman var í heild 400.000 kr. og afhenti kirkjukórinn Valgerði Baldursdóttur yfi rlækni geðsviðs Reykjalundar þann 14. febrúar. Þetta er í fjórða skiptið sem kirkjukórinn heldur styrktar- tónleika og ávallt hefur allur ágóði runnið til líknarmála. Kosningabaráttan er hafin af fullum krafti fyrir komandi sveitarstjórnarkosningarnar þann 27. maí Framboðslistar flokkanna mótast 1. Ragnheiður Ríkharðsdóttir 2. Haraldur Sverrisson 3. Herdís Sigurjónsdóttir 4. Hafsteinn Pálsson 5. Gylfi Dalmann Aðalsteinsson 6. Bryndís Haraldsdóttir 7. Bjarki Sigurðsson 8. Agla Elísabet Hendriksdóttir 9. Hilmar Stefánsson 10. Elín Karitas Bjarnadóttir 11. Theódór Kristjánsson 12. Katrín Dögg Hilmarsdóttir 13. Grétar Snær Hjartarson 14. Klara Sigurðardóttir fiJÓ‹VAKI Sjálfstæðisfl okkur 1. Karl Tómasson 2. Bryndís Brynjarsdóttir 3. Jóhanna B. Magnúsdóttir 4. Elísabet Kristjánsdóttir 5. Bjarki Bjarnason 6. Ólafur Gunnarsson 7. Katrín Sif Oddgeirsdóttir 8. Loftur Þór Þórunnarsson 9. Silja Hlín Guðbjörnsdóttir 10. Birgir Haraldsson 11. Guðjón Jensson 12. Ingibjörg B. Ingólfsdóttir 13. Davíð Örvar Hansson 14. Gísli Ársæll Snorrason Vinstri-Grænir Litir: Grænn: pantone 356cvu Rau•ur: pa tone 485cvu Samfylking 1. Jónas Sigurðsson 2. Hanna Bjartmars Arnardóttir 3. Anna Sigríður Guðnadóttir 4. Baldur Ingi Ólafsson 5. Óskar Ingi Sigmundsson 6. Gerður Pálsdóttir 7. Helga Dís Sigurðardóttir 8. Valdimar Leó Friðriksson 9. Aþena Mjöll Pétursdóttir 10. Ragnar Gunnar Þórhallsson 11. Lísa Sigríður Greipsson 12. Aagot Árnadóttir 13. Lárus Haukur Jónsson 14. Guðný Halldórsdóttir Tríóið lék við hvern sinn fi ngur við mikla hrifningu viðstaddra. Steindór Hálfdánarson prentari, Sigurbjörg Sigurðardóttir og Vernharður Linnet jassfræðingur. Helgi Sigurgeirsson bókbindari, Rósa María Guðmundsdóttir hjúkrunarfræð- ingur, Guðmundur Ómar Óskarsson tónlistarkennari, Höskuldur Þráinsson prófessor og Sighvatur Lárusson. ÖSKUDAGSGRÍMUBALL 4. mars í Hlégarði Í tilefni að öskudeginum verður haldið grímuball í Hlégarði laugardaginn 4. mars nk. Hinn geysivinsæli dúett Hljómur mun spila fyrir dansi. Húsið opnar kl. 24 og kostar 1000 kr. inn en þess ber að geta að árgangur ‘81 ætlar að hittast fyrr um kvöldið í húsinu. ALLIR VEKKOMNIR HÚSIÐ OPNAR KL. 24

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.