Mosfellingur - 24.02.2006, Blaðsíða 10

Mosfellingur - 24.02.2006, Blaðsíða 10
Þann 1. febrúar var Listaskóli Mos- fellsbæjar stofnaður með formlegum hætti, þegar bæjarstjórn Mosfells- bæjar staðfesti tillögur fræðslunefndar um stofnsamþykkt og stefnumótun Listaskóla Mosfellsbæjar. Jafnframt voru samþykktir samstarfssamningar Listaskólans við Skólahljómsveit Mos- fellsbæjar, Myndlistarskóla Mosfells- bæjar og Leikfélag Mosfellssveitar. Listaskóli Mosfellsbæjar er ein- stakur á Íslandi að því leyti að með stofnun hans mun efl ast samstarf aðila sem komið hafa að listnámi í bæjarfélaginu með einum eða öðrum hætti, enda markmið skólans að efl a samstarf milli ólíkra listgreina. Einnig verður að telja að skipulag Lista- skólans sé einstakt á landsvísu, þar sem komið er á samstarfi milli frjálsra félagasamtaka, einkaaðila og sveitar- félags um skipulag og rekstur. Í umfjöllun bæjarstjórnar að þessu tilefni kom meðal annars fram að með stofnun Listaskóla Mosfellsbæjar er lagður grundvöllur fyrir enn frekari efl ingu listnáms í Mosfellsbæ. Þannig næst að samþætta starfsemi tónlistar- skóla, skólahljómsveitar, myndlistar- skóla og leikfélags auk þess að tryggja tengsl á milli þess ara aðila. Jafnframt skapast betri möguleikar á að auka tengsl við fl eiri aðila utan stofnana bæjarins. Þá var lögð áhersla á að full samstaða í bæjarstjórn hafi verið um undirbúning að stofnun Listaskóla Mosfellsbæjar enda markar skóla- stefna bæjarins þessi spor og jafn- framt að formleg stofnun skólans markar framfaraspor í skólamálum Mosfellsbæjar. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar óskaði stjórnendum, starfsfólki, samstarfs- aðilum sem og nemendum velfarn- aðar í starfi og námi á vegum skól- ans. Mosfellingur - Fréttir, bæjarmál og aðsendar greinar10 Listaskóli MosfellsbæjarRithöfundurinn Jón Kalman Stefánsson hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 2005 „Fannst einmanalegt að heita bara Jón Mosfellingur blaðsins að þessu sinni er rithöfundurinn Jón Kalman Stefánsson. Jón hlaut Íslensku bók- menntaverðlaunin 2005 í fl okki fagur- bókmennta. Þessi verðlaun eru ein þau stærstu sem rithöfundur getur fengið á Íslandi og Jón hefur nú komist í hóp okkar helstu skálda. Verðlaunin hafa verið veitt síðan 1989 og meðal rithöfunda sem þau hafa hlotið eru Auður Jónsdóttir, Th ór Vilhjálmsson, Guðbergur Bergsson og Hallgrímur Helgason ásamt fjölda annarra. Jón Kalman fékk verðlaunin fyrir bók sína Sumarljós og svo kemur nóttin. Skáldsögur, ljóðabækur og þýðingar Jón hefur skrifað fi mm skáldsögur en einnig hefur hann skrifað ljóða- bækur. Hans fyrsta útgefna verk var ljóðabókin Með byssuleyfi á eilífðina sem kom út árið 1988. Einnig hefur Jón þýtt bókina Paradísareplin eftir dans- ka skáldið Martin A. Hansen og ljóð eftir Charles Bukowski. Verk Jóns hafa tvisvar sinnum verið tilnefnd til bók- menntaverðlauna Norðurlandaráðs. Það voru bækurnar Sumarið bak við brekkuna tilnefnd árið 2001 og Ýmis- legt um risafurur og tímann tilnefnd árið 2004. Fjölbreytileg störf í gegnum tíðina Jón fæddist þann 17. desem- ber árið 1963 í Reykjavík. Tólf ára gamall fl utti hann ásamt fjölskyldu sinni til Kefl avíkur. Jón útskrifaðist úr Fjölbrauta- skóla Suðurnesja og hélt aftur til Reykjavíkur árið 1986. Hann fl utti síðar út til Kaupmanna- hafnar og bjó þar á árunum 1992-1995 en fl utti þá aftur heim til Íslands. Jón hefur unnið við ýmis störf og þar má þar nefna salt- fi skvinnu, eitt sumar sem lögreglumaður, kennslu í bókmenntum, skúringar og fl eira. Jón Kalman starfaði einnig sem bókavörður við Héraðsbóka- safn Mosfellsbæjar til vorsins 2000 en síðan þá hefur hann starfað sem rithöfundur. Mosfellingur kíkti í kaffi til Jóns og lagði nokkrar spurningar fyrir hann. Hverjir eru fjölskylduhagir þínir? Ég er giftur og á tvö börn, strák á átt- unda ári og stelpu sem verður þriggja ára núna í sumar. Hvað þýðir Kalman? Þetta er írskt nafn sem ég tók upp fyrir 11-12 árum. Mér fannst svo einman a legt að heita bara Jón og eftir að hafa hugsað um þetta í mörg ár lét ég slag standa. Kalman kemur frá landnámsmanni sem, ásamt öðrum, nam land í Akranesi en konan mín er þaðan og nafnið einhvern veginn límdist við mig. Ég komst ekki undan því. Hvernig líður þér í Mosfellsbænum? Nokkuð vel. Ég fl utti úr Reykjavík fyrir tíu árum til þess að komast nær náttúrunni en um leið að hafa þann möguleika að geta skotist til Reykjavíkur, og jafnframt haft aðgang að ýmiskonar þjónustu hér í bænum. Mér fi nnst stundum vanta bæjartilfi nningu hérna og það vantar kjarnann. Mosfellsbær hefur stækkað svo hratt á síðustu árum að það hefur ekki náðst að halda utan um hann. Maður hefur á tilfi nningunni að bæjaryfi rvöld hafi gleymt að hlúa að bæjarbragnum og hættan er því sú að Mosfellsbær breytist í úthverfi . Kannski vantar frjórri hugsun í pólitíkina hérna, brennandi metnað til þess að gera þetta að sjálfstæðum bæ með sterkum karakter. Þannig að fólk sem býr hérna geti litið á sig sem Mosfelling en ekki íbúa í úthverfi . Hvað hefurðu skrifað lengi? Ég byrjaði að fi kta við þetta um tvítugt og hef verið að síðan. Og haft það að aðalatvinnu síðustu sex árin. Hvaða þýðingu hafa bókmenntaverðlaunin fyrir þig? Þetta er talsverð kynning og verk manns spyrjast betur út, en ég velti því svo sem ekkert fyrir mér hvað þau gera. Ég er auðvitað glaður að fá þau en maður heldur bara áfram með sitt og reynir að gera betur en áður. Hvernig verður bók til? Yfi rleitt kviknar einhver hugmynd eða stemmning, grunur um eitthvað sem maður reynir síðan að ná utan um, en maður getur verið margar vikur eða mánuði að átta sig almennilega á hvert maður ætlar með bókinni, hverju eigi að ná. Ég er kannski hálfnaður með sjálft verkið, þegar ég geri mér sæmilega grein fyrir á hvaða leið ég er. Þetta verður smám saman til og hjá mér, og það er engin ein hugmynd á bak við bók, frekar kannski að tala um mörg brot sem ég raða saman í eina heild. Hvaðan færðu innblástur? Bara frá lífi nu sjálfu. Það er einfaldasta og sannasta svarið. Hvar fi nnst þér best að skrifa? Bara við skrifborðið hjá mér. Umhverfi ð gleymist strax og maður byrjar að skrifa. Það dettur bara út og skiptir ekki máli hvort ég horfi á vegg eða sé með glæsi- legt útsýni, það er algert aukaatriði. Hvernig er þessi týpíski vinnudagur hjá þér? Ég vinn mest á morgnana. Byrja svona um sex eða þá rúmlega átta þegar börnin eru farin í skólann. Ef ég er að frumskrifa duga ég mest í þrjá til fjóra tíma, þá er ég alveg búinn, algerlega tæmdur, þetta er svo djöfulleg einbeit- ing. Þá nýti ég það sem eftir er dagsins í eitthvað annað, gríp kannski í að þýða, les, fer í göngutúr eða hlusta á tónlist. Það er nauðsynlegt að hlaða sig aftur. Ef ég er lengra kominn, þá get ég verið að allan daginn að vinna. Er ný bók í bígerð? Já, ég er búinn að vera að grufl a í henni síðan í haust. Það er meiri heimildar- vinna á bak við hana heldur en aðrar bækur mínar, svo ég veit ekki alveg hversu lengi ég verð að, en það er ansi langt í land núna. Hver er uppáhalds rithöfundurinn þinn? Það er enginn einn. Maður er alltaf að uppgötva nýja og nýja höfunda. Nokkrir hafa þó fylgt manni í gegnum tíðina. Knut Hamsun, Þórbergur Þórðarson, Hannes Pétursson, Hannes Sigfússon, Thomas Mann. Maður getur auðveld- lega talið upp 15 nöfn og fyrir hvern einn sem maður telur upp, sleppir maður þremur, fjórum. Er rithöfundarstarfi ð draumastarfi ð þitt? Ég man þegar ég var í Noregi að sumri til að vinna í álverkssmiðju, árið 1985, þá kviknaði þessi óstjórnlega þrá að geta unnið við þetta. Ég hef stefnt að því alveg þrotlaust síðan. Ég get ekkert annað, kann ekkert annað, ekki lengur. Þetta er lífsstarf. Maður komst ekkert undan þessu, þetta var svo sterk hvöt. Hvað fi nnst rithöfundinum um sjónvarpið sem keppin aut bókmennta? Það er enginn keppi nautur. Bókin lifi r all taf. Hún er ósigr andi. Sjálf- sagt horfa sumir óþarfl ega mikið á sjónvarp, lætur það hugsa fyrir sig, það er svo þægilegt að sitja og bara horfa, og það er óþarfl ega mikið af rusli á dagskránni, en fólk á alltaf eftir að sækja í bækur, sjónvarpið nær aldrei utanum þá heima sem rúmast í bókunum. Horfi r þú mikið á sjónvarp sjálfur? Nei ekki mikið. Stöku fótboltaleik eða fræðsluþátt, góða bíómynd. Ég hef bara annað við tímann að gera. Og fréttir, en mér fi nnst raunar betra að lesa fréttirnar í blöðum, það síast meira inn þannig, og situr betur eftir. Er íslensk tunga í hættu? Nei, nei. Fyrir 50 árum voru til dæmis margir áhyggjufullir, en hún er sprell- lifandi í dag. Það þarf auðvitað að vera á varðbergi. Það er tungumálið sem gerir okkur að þjóð. Við erum bara pínulítil þjóð í Atlantshafi nu og ef við glutrum tungumálinu niður, þá missum við þjóðernið. Ég held að hún sé ekkert í meiri útrýningarhættu í dag en fyrir 50 árum. En öruggusta leiðin til að viðhalda tungumálinu er að láta krak- kana byrja lesa snemma, ekki láta þau sogast inn í tölvuleiki eða fjöldafram- leitt bandarískt sjónvarpsefni. Önnur áhugamál? Jú, tónlist íþróttir og útivera. Ég stunda fótbolta og badminton, og hleyp stun- dum. Það er svona eitt og annað sem maður fyllir lífi ð með. Hvert er þitt mesta stolt? Það eru börnin. Knut Hamsun var eitt sinn spurður að því hvað það væri sem stæði uppúr í hans lífi , hann var þá á gamalsaldri og búinn að sigra heiminn margoft með bókum sínum. Hann var fl jótur til svars; það sem skipti máli væri að hann hefði eignaðist fi mm börn, það væri kjarninn í hans ævi. MOSFELLINGUR - einstakur á landsvísu Jón Kalman tekur við bókmennta- verðlaununum úr höndum Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands fyrir bók sína Sumarljós og svo kemur nóttin. Jón Kalman á heimili sínu ásamt syni sínum Bekan Sigurði. Jón hefur gefi ð út ljóðabækur en segist ekki kunna það lengur. Nú fari allt í skáldsögurnar hjá honum. Hér er ljóð eftir Jón úr ljóðabók hans, Hún spurði hvað ég tæki með mér á eyðieyju, sem kom út árið 1993. ljóð frá liðnu sumri vinur nú er dagur til að reka lífi ð áfram með spörkum höggva á þyngdarafl vanans í stað þess að leggjast dæsandi að bryggju og ryðga ofan í sjóinn eftir ævintýraferð um höfnina grípum þetta tækifæri sem enginn rétti okkur ”

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.