Mosfellingur - 17.03.2006, Blaðsíða 4

Mosfellingur - 17.03.2006, Blaðsíða 4
Frá vinstri.....bllabla Mosfellingur - Fréttir, bæjarmál og aðsendar greinar4 KFC MOSFELLSBÆ Hraustmenni í Klébergsskóla Ungmenni í 9. og 10 bekk í Klébergsskóla tóku þátt í fitness keppninni Skólahreysti nú á dögunum. Árangur þeirra var góður og þau enduðu í öðru sæti í sínum riðli. Það veitir þeim þátttöku í að taka þátt í úrslita- keppninni sem verður haldin 2. apríl næstkomandi. Það voru þau Jóhann Ingi Guðbergsson, Sigurður Þorgeirsson, Kristbjörg Sigvaldadóttir og Guðbjörg Sigurðardóttir sem kepptu fyrir hönd skólans og verða í eldlí- nunni í apríl. Varmárskóli tók einnig þátt í mótinu en komst þó ekki í úrslitakeppnina. Fimmta sætið náðist þó og er það ágætis árangur hjá krökkunum. Framboðslisti Framsóknar Framsóknar- menn voru ekki búnir að samþykkja sinn lista þegar Mosfellingur birti lista frambjóðenda í síðasta blaði en nú er hann tilbúinn. Listinn er eftirfarandi: 1. Marteinn Magnússon 2. Helga Jóhannesdóttir 3. Óðinn Pétur Vigfússon 4. Halldóra M. Baldursdóttir 5. Eva Ómarsdóttir 6. Kristbjörg Þórisdóttir 7. Halla Karen Kristjánsdóttir 8. Ólafur Kárason 9. Sigríður Sigurðardóttir 10. Leifur Kr. Jóhannesson 11. Kolbrún Haraldsdóttir 12. Eyjólfur Árni Rafnsson 13. Bryndís Bjarnarson 14. Þröstur Karlsson Hringtorg í Krikahverfið? Á bæjarráðsfundi var ákveðið að setja fram tillögu að búið verði til fjögurra arma hringtorg í Krikahverfinu til að tengja hverfið við Hafra- vatnsveg. Mosfellsbær mun fjármagna þátt Vegagerðarinnar þangað til að áætlun um hluta hennar verður tilbúin. Það virðist því vera á leiðinni enn eitt hringtorgið en fyrir eru þau fjölmörg og áberandi í bænum. Litlar breytingar í Mosfellsbæ Framundan eru breytingar á leiðak- erfi Strætó sem munu bæta verulega þjónustuna við íbúa Mosfellsbæjar. Leiðakerfisbreytingin tekur gildi 5. mars næstkomandi og að sögn Ás- geirs Eiríkssonar, framkvæmdastjóra Strætó, er með breytingunni verið að sníða af hnökra sem komu í ljós þegar farið var að aka eftir leiðakerfinu sem tekið var í notkun síðastliðið sumar. „Breytingarnar á leiðakerfinu sem senn taka gildi, grundvallast á athu- gasemdum viðskiptavina okkar og bílstjóra. Í nýja leiðakerfinu verður leiðum fjölgað um fjórar en litlar breytingar verða á þeim akstursleiðum sem snúa beint að Mosfellsbæ enda hefur ríkt mikil ánægja hjá Mosfell- ingum með þá þjónustubót er fékkst í fyrrasumar. Það er frábært hversu vel íbúar í Mosfellsbæ hafa tekið breytingunum og því til sönnunar er góð nýting kerfisins. Mikilvægi leiðar 15 hefur einnig aukist mikið eftir að Strætó bs hóf að bjóða ferðir upp á Akranes en Mosfellsbærinn er end- astöð hennar.” Umhverfisvænir strætisvagnar Strætó bs. lætur umhverfismál mikið til sín taka og fyrirtækið hef- ur vakið athygli víða um lönd fyrir að vera í fararbroddi hvað varðar umhverfisvænan akstur og fyrir skömmu birtist frétt á bandarísku sjónvarpsstöðinni ABC um tilraunir Strætó með akstur vetnisknúinna strætisvagna. Fréttin vakti það mikla athygli og þótti það merki- leg að nokkrir bandarískir sjónvarpsáhorfendur sáu ástæðu til þess að senda stjórnendum Strætó töl- vupóst, þar sem þeir lýstu ánægju sinni með tilraun- ina og um leið áhyggjum yfir notkun orkugjafa sem eru mengandi fyrir umh- verfið. En Strætó vill gera enn betur og nýverið hófst tilraunaakstur með tve- imur strætisvögnum sem ganga fyrir innlendri orku, metangasi, sem verður til á urðunarstað Sorpu í Álfsnesi Ásgeir Eiríksson, framkvæmda- stjóri Strætó, er afskaplega ánægður með nýju vagnana sem brenna ein- göngu metangasi. „Almenningssa- mgöngur eru í eðli sínu umhverf- isvænar, því þær draga úr notkun einkabíla. En við getum gert betur og því fagna ég þessari tilraun okkar með metangasið sem er orkugjafi sem verður til við niðurbrot á lífrænum úrgangi. Reyndar má segja að notkun metangassins hafi tvíþættan ávinning fyrir umhverfið. Í fyrsta lagi er metan gróðurhúsalofttegund og hefur mun meiri gróðurhúsaáhrif en koltvísýring- ur. Nýting þess kemur því í veg fyrir að það berist út í andrúmsloftið og valdi þar gróðurhúsaáhrifum.” Sáralítil mengun „Metangasið er einnig mun umh- verfisvænna en hefðbundið bílaeld- sneyti, því mælingar hafa sýnt að einn metangasbíll mengar jafn mikið og 113 bensín- og díselbílar. Það má tína meira til, því metanið er 30% ódýrara en bensín og dísel, þannig að rekstur metanbíla er mun hagkvæmari en gengur og gerist með bíla sem brenna hefðbundnu eldsneyti,” segir Ásgeir og bætir við að kraftur og vinnsla metanbílanna séu ekki í neinu frábrugðin því sem er með aðra bíla. Gasnotkun er hverfandi hér á landi og margir Íslendingar ótt- ast gas, bæði sprengihættu og þau áhrif sem gasleki getur haft í för með sér. Ásgeir segir ekki ástæðu til þess að óttast metangasið: „Það er í raun mun hættuminna eldsneyti en bensín. Metan er ekki hættuleg lofttegund og er mun léttara en and- rúmsloftið og gufar því hratt upp. Metan er lyktarlaus lofttegund en á lokastigi hreinsunarinnar er sett sér- stakt lyktarefni saman við metanið til þess að ökumenn verði varir við leka, ef svo ólíklega fer að lagnir gefi sig. En metan er langt frá því eins eldfimt og bensín, þannig að metanið er mun hættuminna en það eldsneyti sem alla jafna er notað á bíla hérlendis.” „Þótt Strætó sé nýfarið að nota me- tanbíla, hafa þeir verið í notkun hér á landi í nokkur misseri. Sorpa er til að mynda með 14 metanbíla í umferð og 12 önnur fyrirtæki reka nokkra metan- bíla hvert. Engin óhöpp hafa orðið í þessum bílum sem rekja má til metan- gassins,” segir Ásgeir Eiríksson, fram- kvæmdastjóri Strætó bs að lokum. Breytt leiðakerfi Strætó bs Ásgeir Eiríksson, framkvæmdastjóri Strætó Litir landsins ljósmyndasýning í listasalnum Í Listasal Mosfellsbæjar stendur nú yfir ljósmyndasýning fimm ljós- myndara sem kalla sig Ljósbrot. Sýn- ingin hófst 4. mars og stendur til 24. mars og er opin alla daga. Þess er gaman að geta að fjórir ljósmyndar- anna eru búsettir í Mosfellsbæ. Á sýningunni eru 33 ljósmyndir teknar víða um landið og er óhætt að segja að ljósmyndurunum takist að fanga fegurðina sem landið okkar býr yfir. Sýningin hefur fengið sérlega góða aðsókn og hefur verið vel af henni látið. Rétt er að geta þess að þetta er sölusýning. Nú er bara að skella sér í Listasalinn og njóta þess sem þar ber á góma. Á myndunum má sjá glað beitta sýningargesti á opnun sýningarinnar. Ljósmyndararnir er hér á neðstu myndinni til hægri. Efri röð frá vinstri: Hallste- inn Magnússon, Sigrún Kristjánsdóttir og Pálmi Bjarnason. Neðri röð: Skúli Þór Magnússon og Pálmi Bjarnason.

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.