Mosfellingur - 17.03.2006, Blaðsíða 11

Mosfellingur - 17.03.2006, Blaðsíða 11
Vantar hljóðmön Íbúi í Hamratanga átti spjall við Mosfelling og vildi koma eftir- farandi á framfæri: Er ekki hægt að setja hljóðmön eða álíka grindverk til þess að koma í veg fyrir hljóðmengun sem berst frá Vesturlandsveginum í átt að Hamratanga og Hlíða hverfi nu? Hljóð frá hverjum einasta bíl sem þar fer hjá glymur yfi r allt hverfi ð. Þetta er aðalgatan út úr bænum svo þaðan er stanslaus hávaði. Það gæti vel verið sett meðfram veg inum svipuð mön eða grind- verk eins og þeir í Teigahverfi nu hafa. Svona grindverk myndi gera svakalega mikið fyrir allt hverfi ð og losa okkur hér í hverfi nu við töluverða hljóðmengun. Íbúi í Hamratanga ORÐIÐ ER LAUST... Hér gefst lesendum kostur á að láta skoðanir sínar í ljós í stuttu máli. Netfangið er mosfellingur@simnet.is 11Fréttir, bæjarmál og aðsendar greinar - Mosfellingur Stærðfræðikeppni grunnskóla- nema var haldin í fyrsta sinn árið 1998. Keppnin er fyrir nemendur í 8. 9. og 10. bekk og er markmiðið að vekja áhuga þeirra á stærðfræðinni og hvetja þá til dáða. Verkefnin sem lögð eru fyrir nemendur eru annars eðlis en þau verkefni sem þeir fást við dag- lega í skólanum. Þau eru erfi ð og er talið gott ef nemendur leysa 40-50% verkefnanna. Keppnin er einstaklingskeppni og fær enginn að vita um niðurstöðurnar nema nemandinn sjálfur. Keppnin er þrískipt þannig að nemendur keppa aðeins við jafnaldra sína. Þeir tíu efstu í hverjum árgangi fá viðurkenningar og þrír þeir efstu fá auk þess vegleg verðlaun. Þeir 10 efstu í 10. bekk fá auk þess boð um setu í Menntaskólanum við Sund end- ur gjaldslaust. Í ár var áhugi fyrir keppninni mikill. Alls tóku um 200 nemendur þátt í keppninni af höfuðborgar- svæðinu. Varmárskóli hefur undan- farin ár tekið þátt í þessari keppni og nemendur staðið sig með stakri prýði. Í ár fengu tóku 38 nemendur úr Varmárskóla þátt og fengu tveir úr hverjum árgangi viðurkenningar. Verðlaun og viðurkenningar voru afhentar við hátíðlega athöfn í Menntaskólanum við Sund 22. mars. Niðurstöður voru þær að þau Lára Björg Haraldsdóttir og Tinna Hallsdóttir úr 8. bekk og Sindri Jarls- son úr 10. bekk fengu viðurkenningar, en verðlaunasæti hlutu: Valgeir Örn Kristjónsson 10. bekk 1. sæti, Árni Johnsen 9. bekk 1.sæti, Stefán Óli Jónsson 9. bekk 3. sæti. Allir nemendurnir sem tóku þátt í keppninni voru skólanum til sóma og óskum við þeim til hamingju með frábæran árangur. Virðist sem hug- myndasmiðir keppninnar hafi náð markmiði sínu. Áhugi á stærðfræði er orðinn mikill og fer vaxandi. Frábær árangur í stærðfræði Klárir krakkar í Varmár- skóla. Þau eiga hrós skilið fyrir frammistöðu sína í stærðfræðikeppninni. Í hvaða skóla ertu? Ég er í Varmárskóla og er að klára hann núna í vor. Samræmdu próf- in eru framundan. Ég fer sennilega í Borgarholtsskóla í haust. Mér lýst ágætlega á skólann og svo eru nokkrar vinkonur mínar á leið þangað sem að gerir skólann meira freistandi. Hvaða fag er skemmti- legast í skólanum? Það er félagsfræðin. Á hvaða nám stefnir þú á í framtíðinni? Það er frekar óljóst ennþá en mig langar mikið til að læra leiklist, kvikmyndagerð eða eitthvað íþrótta- tengt. Það fer bara allur tíminn núna í sundið og því hef ég lítið verið að velta þessu fyrir mér. Hversu lengi hefur þú verið að æfa sund? Ég byrjaði að æfa sund árið 2000 en var lengi að koma mér í gang. Ég byrjaði ekki strax að æfa á fullu því ég þurfti fyrst að læra að synda, hætta að notast við kúta og froskalappir og svoleiðis. Ég byrjaði ekki að æfa af neinni alvöru fyrr en um áramótin 2004-2005. Hversu oft æfi r þú í viku? Ég æfi sex sinnum í viku. Ég er að spá í að bæta við æfi ngum á morgn- ana líka til þess að halda mér í formi og til þess að halda mér í landsliðinu. Maður verður að vera með 90% mætingarskyldu í landsliðinu annars fær maður ekki að keppa fyrir hönd Íslands. Í hvaða greinum ertu að keppa í? Ég keppi mest í 50 og 100m skriðsundi og 50m bringusundi en baksundið er svona á gráu svæði. Þjálfarinn minn vill að ég haldi áfram í baksundinu. Mig langar mikið til þess að fara að keppa í þrísundi og ætla mér að æfa baksundið í sumar til þess að taka þátt í því. Þrísund er þannig að þá er skipt um sundstíl eftir hverja 50 metra og þá er það bringu, skrið og baksund sem keppt er í. Hvaða grein er skemmtilegust? 50 metra skriðsund er skemmtileg- ast. Það er hvorki of langt né of stutt og þar skipta sekúndurnar svo miklu máli. Ég var svolítið fúl á mótinu um helgina því að mig vantaði bara tvær sekúndur upp á tímann til þess að ná þeirri sem er í sjötta sæti á heims- listanum. Eru fl eiri íþróttir sem heilla þig? Já, já en í dag snýst allt mitt líf um sund þannig að það er lítill tími fyrir annað. Mér þykir gaman að fylgjast með frjálsíþróttum í sjónvarpinu Hver eru áhugamál þín fyrir utan sundið? Leiklist, tónlist, söngur og kvikmyndagerð. Þegar ég var lítil var ég mikið á leiklistar- og söngnám- skeiðum sem var mjög skemmtilegt. Uppáhaldstónlist? Ég hlusta á mjög fjölbreytta tónlist en róleg popptónlist eins og Norah Jones er í uppáhaldi. Vinur minn er alltaf að láta mig hlusta á Metallica og fyrst gat ég það ekki en svo fór ég að fýla eitt og eitt lag með þeim. Ég er samt meira fyrir rólegri tónlist. Hver er uppáhaldsmat- urinn þinn? Það er fasani, pabbi minn er rosa- lega duglegur að elda svona skrítinn mat. Ég bið hann alltaf um fasana á áramótum og svoleiðis. Hann eldaði einu sinni kanínu og lét mig ekkert vita fyrr en eftir á. Kjötið var ágætt en ég átti einu sinni kanínu þegar ég var yngri og því fannst mér það dálítið ógeðslegt! Hvað langar þig að verða þegar þú verður stór? Ég veit það ekki, vera í sundinu eins lengi og ég get. Það væri skemmtilegt að vinna við leiklistina, kvikmynda- gerð eða eitthvað í þeim dúr. Áttu þér einhverja fyrirmynd? Það er engin sértök fyrirmynd, það er fullt af fólki sem hefur áhrif og ég lít upp til en engin svona ein sérstök persóna. Fjölskyldan og vinir nátt- úrulega þau helstu. Ef þú fengir að ráða yfi r Ís- landi, hvert væri þitt fyrsta verk? ...ráða yfi r Íslandi? Ég veit það ekki. Ég gæti ekki ákveðið það á þrem- ur mínútum. Ég þyfti nú að hugsa það betur og lengur en það! Embla Ágústdóttir sundkona, stefnir á Ólympíuleikana í Kína 2008 Gústi Linn heimsótti unga og upprenn- andi sundkonu á dögunum agust@mosfellingur.is MOSFELLINGUR

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.