Mosfellingur - 17.03.2006, Blaðsíða 15

Mosfellingur - 17.03.2006, Blaðsíða 15
hjá Bryndísi 15Mosfellingur Sonja Riedmann hefur starfrækt sjúkraþjálfunarstofu sína nú í 10 ár og allan tímann hér í bæ. Stofan hef- ur verið á þremur stöðum í bænum, fyrst í Háholti, svo í Þverholti og nú er Sonja komin með stofuna heim til sín og hefur verið þar síðustu fjögur árin. Stofan er í kjallaranum í húsi hennar í Skeljatanga 20. Sonja er dönsk en kynntist Óðni Pétri Vigfússyni sagn- fræðingi og kom með honum til Ís- lands í kringum 1979. Þau eru gift og eiga saman fjóra syni. Þá er einungis um eitt ár síðan fyrsta barnabarnið kom í heiminn. Sonja er lærður sjúkraþjálfari og stundaði nám í Ár- ósum í Danmörku. Hún hefur einn ig verið dugleg að sækja námskeið sem haldin hafa verið á Reykjalundi og á vegum Sjúkraþjálfunarfélagsins. Viðskiptavinir Sonju eru á öllum aldri, sá yngsti sex ára og sá elsti 89 ára gamall. Það he- fur ávallt verið nóg að gera hjá henni og starfi ð gengið afar vel. Sonja notast við hljóðbylgjur, hita bakstur og leys- igeisla til þess að laga hina ýmsu kvilla sem hrjá okkur mannfólkið. Til að mynda hefur leys i geislinn reynst vel við meðhöndlun á frunsum þan- nig að lengri tími líður á milli þess sem veiran kemur upp. Hljóðbylgjurn- ar nýtast við að laga bólgur í liðum og við meðhöndlun liðagigtar. Þær aðferðir sem hún er hliðhollust er að hreyfa liðina, hvern fyrir sig og þann- ig losnar um spennu og vöðvabólgu. Þá er líkamsbeiting mjög mikilvæg og Sonja er dugleg að benda fólki á bestu aðferðirnar til þess að hlífa líkamanum. Mosfellingur óskar Sjúkraþjálfun Mosfellsbæjar inni lega til hamingju með afmælið. Af tilefn- inu verður opið hús hjá Sonju í dag frá kl. 16 til 19 og allir eru velkomnir í heimsókn. Öskudagurinn ... í Mosó verður skrautlegri og skrautlegri með hverju árinu sem líður. Börn og fullorðnir og jafnvel ferfætlingar í furðulegustu gervum spranga um bæinn eins og sjá má á þessum myndum. Mín kynslóð var alin upp á fi ski. Við feng- um fi sk upp á dag hvern, nema á sunnu- dögum, þegar mamma setti lambasteik í ofninn. Fiskurinn var soðinn, steiktur, svo voru það fi skibollur, plokkfi skur, og ég man ekki hvað fl eira. Oftast bara brætt smjör og kartöfl ur með. (Það er að segja, að smjörið var blandað smjörlíki til að spara). Það var oftast ég, sem fór út í búð til fi sksalans og kom til baka með heila ýsu, sem mamma síðan fl akaði eða skar í sundur. Í þessari athöfn var líklega fólginn mesti sparnaðurinn, því að í dag borgum við dýrum dómum fyrir alla þá vinnu, sem mamma skilaði við eldhúsborðið. Aldrei held ég, að það hafi hvarfl að að henni mömmu að sjóða fi skinn í heilu lagi, sem hefði þó verið einfaldast. Það var ekki fyrr en ég fór að þvælast um heiminn, sem ég sá það gert, t.d. í Frakklandi og á Spáni, Suður-Ameríku og víðar. Ég ætla að kenna ykkur uppskrift að rétti, sem ég kynntist í Bretagne í Norður-Frakk- landi, sem er bæði einfaldur og fl jótlegur og auk þess fallegur á borði. Með þessum rétti passa hvorki kartöfl ur né salat, en hugsanlega væri hægt að bera fram soðin grjón, sem eru saðsöm og fyllandi. Uppskriftin hljóðar þá svona: 1 kg. fi skur 4 stengur celerí, smátt skornar 2 gulrætur, smátt skornar 2 laukar, niðursneiddir einn stór fennellaukur, niðursneiddur 2 tómatar,skornir í tvennt hvor 16 bollar vatn 5 bollar hvítvín 1 bolli edik 8 hvítlauksrif, skorin til helminga 2 matskeiðar coriander krydd 2 matskeiðar fennel korn 2 matskeiðar salt 2 teskeiðar svört piparkorn 2 anisstjörnur Allt er sett í stóran pott. Suðan er látin koma upp, hitinn er minnkaður og állt látið malla í tvær klukkustundir. Bætið kryddi í eftir smekk, en bragðið af fennel- lauk og ediki eiga að yfi rgnæfa annað. Hellið vökvanum í gegnum sigti í stóran pott, sem rúmar helst heilan fi sk (ég á sjálf afl angan pott, 40 sentimetra langan), leggið fi skinn í löginn og sjóðið í 20 mínútur. Gætið þess, að fi skurinn sé á kafi í leginum. Hann er fullsoðinn, þegar kjötið er laust frá beinunum. Takið fi skinn upp úr, leggið hann á fat, og roðfl ettið. Skreytið með öllu soðna grænmetinu, sem eftir varð ísigtinu. Berið fram strax. Réttur fyrir 5-6 manns.

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.