Mosfellingur - 17.03.2006, Blaðsíða 17

Mosfellingur - 17.03.2006, Blaðsíða 17
Unga fólkið - Mosfellingur 17 TV ÍF A R A R TV ÍFA R A R Gunni Guðjóns og Fester w w w . p aa ca rt .c om Péturs Pælingar Jæja, hvað segiði nú gott elsku kút- arnir mínir. Ég er eitthvað svo ham- ingjusamur þessa dagana, uppfullur lífsgleði og lífsorku. Við bara verðum aðeins að ræða þetta vor sem er að hellast hérna yfi r landið. Þetta er skuggalegt. Það er komið svo mikið vor í pöngsann á mér að hann er að springa. Allir krakkarnir úti að leika, maður hleypur um hverfi ð og smala saman í einakrónu. Allir hittast niðri á velli og fara í fótbolta, körfu eða jafn vel hafnarbolta, klæddir stutt- buxunum einum. Jess maður, þetta er yndislegt. Þetta eru forréttindi. Og þeir sem eru núna heima hjá sér í tölvunni ættu að skammast sín. Þó það hafi snjóað soldið núna um helgina hef ég enga trú á öðru en að það sé að koma sumar. Ohh, ég get ekki beðið. Sumarið er besti tími í heimi, maður fer í útilegur með vinun- um, grillar, fer að veiða, fer á hestbak, fer til útlanda með fjöl- skyldu eða vinum og í rauninni hvað sem manni dettur í hug. Mig klæjar bara í fi ngurna við að skrifa þetta. Og það sem er ekki verra er að skólinn er líka að verða búinn sem er bara snilld, maður er orðin frekar þreyttur á öllu þessu skólastandi alla daga. En haldiði að kallinn sé ekki bara á leiðinni til Chinamonger/Kína í páskafríinu, HA?!!! Hvað fi nnst ykkur um það?!!! Það verður rosa legt, það er bara öll stórfjölskyldan að fara. Það er tvennt sem ég þarf að gera þar og það er annarsvegar að skokka allan Kínamúrinn og hinsvegar að láta lítinn gulan kall sauma á mig jakkaföt. Þeir eru ruglaðir í Kína, þeir sauma bara fínustu jakkaföt úr silki og bómull, sem á að vera fínasta efnið í bransanum, þau kosta kannski 5000 kjelll síðan opna þeir bara rekka með öllum helstu merkjun- um, Boss, Armani og allt þetta og þú velur bara hvaða merki þú vilt. Very clever yes. En þangað til næst ...$%!”@# ...Gönguferð í gegnum Reykjalun- darskóginn kl 5:30 að morgni. Vorið er að koma, það er nokkuð ljóst. MOSFELLINGUR mælir með... Besti tími í heimi Pizza mánaðarins PIZZABÆR - ÞVERHOLTI 2 - KJARNA SÍMI 566 8555 Í seinasta blaði skrifaði ég um Slææ-bæjarstjórnina í tilefni að kom - andi kosningum. Í stjórninni, ásamt undirrituðum, voru nokkrir vel valdir menn. Ég tók það fram í lok pistilsins að engin kona hefði verið meðal þeirra fi mm sem ég valdi. Vegna breyt inga í próförk og vaxandi tungsl, komst það þannig til skila að ég vildi bara ekkert hafa þær með í dæminu. Jú, þvert á móti. Ég vil koma því til skila að þær eru allar kærkomnar þátttakendur í allri ákvarðanatöku, en það væri bara þægilegra ef þær væru sammála mér. Mig langaði hins vegar að tala um hluti sem að kæta mig. Ég hef áður talað um vissar týpur sem geta verið óþolandi þegar maður er að skemmta sér. Það er fyrst og fremst fulli leiðin- legi gaurinn í útilegunni. Hann er dóni, reynir við fráteknar konur og verður undantekningarlaust fyrir líkamsmeiðingum. Oftar en ekki fyrr en seinna. Svo er það fl ippaði gaurinn sem er jafnvel verri. Hann er með stóran hatt í útilegunni og gítar sem vantar lágmark tvo strengi á. Hann drekkur úr krumpaðri bjórdós og endurtekur í sífellu „Hvahh eriggi verrrið að djamm a?” Já ég veit, þetta er fífl . Svo er það ein týpa í viðbót sem að ég mun nafngreina á eftir. Þannig er mál með vexti að ég var á árshátíð hjá hinu stórbrotna fyrirtæki 365 nú á dög unum. Þetta var gríðarstór samkoma og margt um manninn. Þá áttaði ég mig á annarri ómiss- andi týpu, sem að allir kannast við frá árshátíðum þar sem eru fl eiri en tveir sem vinna hjá fyrirtækinu. Það er árshátíðardólgurinn. Ó já! Þú veist hvað ég er að tala um. Hann er á öllum árs- hátíðum. Nema hvað, að ég kann lúmskt að meta ár- shátíðardólginn, vegna þess að hann er ekki bara fyllibytta eins útilegutýp- urnar. Hann getur verið hvaða randomgaur sem er. Hann er náunginn sem að tekur í skyrtuna þína og snýr upp á hana og krumpar þegar hann er að segja þér sögu sem að þig langaði alls ekkert að heyra til að byrja með. Ég meina hvað er það? Þegar gaurar gera þetta? Taka í fötin hjá þér og toga. Er eitthvað meira óþolandi og með öllu óviðeigandi? Nei, svona að öllu gríni slepptu. Hættu þessu bara! Svo er þetta líka árshátíð og fólk er í sínu allra fínasta pússi. Hann er líka gaurinn sem spyr dömurnar hvort að þær hafi ekki bætt á sig. Sko! Það getur hver sem er verið full- ur og leiðinlegur og verið það alltaf jafnvel, en það er alltaf þessi random gaur sem lendir í því að skíta upp á bak á árshátíðinni. En ég kann algjörlega að meta þessa menn. Það stekkur á mig bros þegar ég hugsa til þeirra. Reyndar gaf ég það út við samstarfsfél aga mína að ég ætlaði að verða árs- hátíðardólgurinn þetta árið, en því miður þá bara þróaðist kvöldið ekki á þá leið... en kannski næst hver veit? En sæl að sinni og hafi ð það gott. Ásgeir „Slææ” Jónsson Þegar þessi pistill er skrifaður kemst ekkert annað að í fjölmiðlum en þetta skopmyndamál og eru fl estir nú þegar búnir að mynda sér skoðun á því. Mér fi nnst þetta bæði mjög al- varlegt mál og grátbroslegt. Það er ekkert nýtt að fólk sé tilbúið að drepa hvort annað í nafni Guðs eða Allah, við Íslendingar tókum nú upp kristna trú undir ofbeldi og hótunum á sínum tíma og erum löngu búin að gleyma því. Eins og allir vita er allt orðið snarvit- laust í Mið-Austurlöndum og búið er að hóta Dönum og öðrum Skandinövum dauða ef til þeirra næst. Er það bara mín skoðun eða er ofsatrúarfólk af öllum trúarfl okkum snarfock- ing geðveikt ? Bara í mót- mælaöldunni sem fylgdi þessu skopmyndakrassi eru hundruð manna búin að deyja - pælið í því! Fyrir ykkur sem ekki hafi ð lesið Kóraninn, sem er ágætis lesning (þó enginn Tár, bros og takkaskór eða svoleiðis gull- moli) þá fjallar Kóraninn um blíðu, umburðarlyndi og þess háttar. Þar er hvergi minnst á Jihad eða að þú megir drepa konuna þína fyrir að vaska ekki upp. Þar er heldur ekki minnst á að það megi ekki teikna myndir af spá- manninum, heldur er þetta hefð sem menn tóku upp á 9. öld og hafa menn haldið í hana þangað til að frændur okkar Baunarnir ætluðu sér að vera fyndnir með þessu kroti og krassi. Ég fl okkast undir að vera krist- inn samt móðgast ég ekki þegar ég sé skopmyndir af Jesú eða Guði, ég hef jafnvel séð af þeim skopmynd þar sem þeir eru ef til vill búnir að fá sér of mikið neðan í því og þeim er frekar of VEL til vina. Kannski snýst þetta um skopskyn enda eru þetta kall- aðar skopmyndir. Eru múslimar ekki með húmor fyrir svona krassi? Sig- mund hjá Mogganum er búinn að vera með skopmyndir af fólki og hlut- um líðandi stundar í mörg ár og enn hefur enginn af þeim séð það sem ástæðu til þess að hefja fjöldamót mæli og hóta morðum. Margir múslimar móðguðust af þessu og þá áttu þeir að segja: „Skamm, skamm þið gerið ekki svona, það er ljótt að stríða”. Þá eiga teiknararnir að biðjast afsökunar, segja af sér, eða hvað sem er til að lægja öldurnar. Fyrir mjög fá- mennan en mjög sýnilegan hóp heittrúaðra og o f b e l d i s f u l l r a „ Nu t t ca s e a ra” var þetta alger himnasending því nú loksins var komin góð og gild ástæða fyrir þá að fara út og mótmæla, henda bensínsprengjum og haga sér eins og vitleysingar. Enda saurga þeir ímynd þeirra múslima sem vilja bara hafa það næs og nenna ekki að standa í fánabrennum og þessháttar. Í tilefni þessa pistils ákvað ég að teikna listaverk. EKKI skopmynd heldur listaverk svo það sé á hreinu enda er ekki húmor fyrir svoleiðis myndum, þessi mynd er meira svona respect til Múhammeðs gamla. Það má þó enginn móðgast eða missa sig þó svo að Ólaprik-tæknin mín sé ekki uppá marga fi ska... skrifar um skopmyndir HÖGNI SNÆR Þrándur Skinka, pepperone, sveppir, laukur og gráðaostur fyrir þá sem þora Óskum eftir hressu starfsfólki! Umsóknareyðublöð á staðnum SALVA

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.