Mosfellingur - 07.04.2006, Blaðsíða 2

Mosfellingur - 07.04.2006, Blaðsíða 2
Í ÞÁ GÖMLU GÓÐU... Mosfellingur - Leiðari og skemmtiefni2 ...þegar Mosfellsbær var her- setinn og það var langt að fara til Reykjavíkur. Á myndinni sem tekin er á árunum 1941-2 sést skotbyrgi sem staðsett var á Lágafelli. Það virðist í fl jótu bragði sem hermaður standi vaktina en þegar betur er að gáð er það aðeins hjálmurinn hans sem er viðstaddur. Myndin er tekin í átt að Úlfars- felli og núverandi Grafarvogi en á þessum árum var þarna aðeins Korpúlfsstöðum fyrir að fara ásamt Vesturlandsvegi, hitaveitustokknum og túnun- um á Blikastöðum. Útgefandi: Mosfellingur ehf. Álafossvegi 18, s. 694-6426 og 897-7664. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hilmar Gunnarsson Ritstjórn: Hilmar Gunnarsson, Karl Tómasson og Ágúst Bernhardsson. Blaðamenn og pistlahöfundar: Ásgeir Jónsson, Friðrik G. Olgeirsson Hanna Símonardóttir, Högni Snær Hauksson, Kara Hergils Valdimarsdóttir, Margrét Lára Höskulds dótt ir, Þrándur Gíslason og Örn Franzson Umbrot og hönnun: Mosfellingur ehf. Próförk: Hjördís Kvaran Einarsdóttir Prentun: Prentmet, prentað í 3000 eintökum og dreift frítt inn á öll heimili og fyrirtæki í Mosfellsbæ, Kjalarnes og Kjós. Bernharð Hreinsson skoraði á Björn Bjarnason að koma með heilræði. Heilræði mitt er: Kærleikurinn er kjarni lífsins, allt hitt eru umbúðir utan um hann. Málsháttur minn er: Æfingin skapar meistarann Hjartans mál: Íþróttir og útivera Bjössi skorar á Sveinbjörn Sævar fyrrverandi markmann Aftureldingar og elsta spilandi markvörð heims að koma með næsta heilræði. HEILRÆÐIMOSFELLINGUR mosfellingur@mosfellingur.is Börnin í bænum Fjölpóstur er vinsæl leið fyrirtækja til að ná til fólks í landinu. Fjölpóstur er margs konar auglýsinga- og kynn- ingarefni sem ekki er áritað með nafni viðtakanda og er dreift inn á öll heimili og í fyrirtæki. Í daglegu tali köllum við þetta ruslpóst. Margir hafa komið að tali við mig og kvartað yfi r því að þeim berist ekki Mosfellingur inn um lúguna. Oft lendi ég í hrókasam- ræðum og skil hvorki upp né niður í því að blaðið skili sér ekki alla leið. Undir lok samtals kemst ég svo oftast að því að viðkomandi er með límmiða á póstkassanum sínum sem á stendur „Engan fjölpóst takk”. Þetta fi nnst fólki mjög skrýtið, enda lítur það ekki á Mosfelling sem eitthvert rusl. Fólk verður að gera sér grein fyrir því að ef það vill ekki fjölpóst þá fær það ekki fjölpóst. Mosfellingur á hins vegar heima inn á öllum heimilum enda er þar tekið á því helsta sem fram fer í bæjarfélaginu og oft er þar að fi nna mikilvægar upplýsingar til bæjarbúa. Því hef ég brugðið á það ráð að útbúa miða handa ykkur sem viljið Mosfelling en ekki allan ruslpóstinn. Klippið út þenn- an miða hér til hliðar og setjið á póstkass- ann. Versta er að Mosfellingur berst ekki þeim sem þurfa á þessum miða að halda en þeir verða þá bara að fá hann hjá vinum og vandamönnum. Tökum Mosfellingi fagnandi en sleppum við ruslpóstinn og þá eru allir sáttir. Hilmar Gunnarsson ritstjóriL E I Ð A R I Bjössa Engan fjölpóst takk? f lli r - Fréttir, bæjar ál og aðsendar greinar Bekkjarsysturnar og vinkonurnar Kristja na Björnsdóttir og- Kristín Þóra Birgisdóttir eru báðar 7 ára og í 2. S.B. í Varmár- skóla. Þegar aðblaðamaður Mosfellings rakst á þær voru þær á leið heim en ákváðu að príla pínuog le ika í leiktækjunum fyrir utan skólann áður en þær örkuðu a f staðheimleiðis. Sími: 586 8080 www.fastmos.is Kjarna, Þverholti 2 Mosfellsbæ Furubyggð – 107,2 m2 endaraðhús *NÝTT Á SKRÁ* Vorum að fá flott 107 m2 endaraðhús á einni hæð í gróinni og fallegri götu í Mosfellsbæ. Í húsinu eru tvö svefnherbergi, vinnuherbergi, baðherbergi m/hornbaðkari, stór stofa og eldhús með fallegir innréttingu. Mikil lofthæð í húsinu gerir húsið bjart og rúmgott. Fallegur suðurgarður með timburverönd og trjágróðri. Verð kr. 28,3 m. Fellsás – 285,5 m2 einbýlishús Þverholt – 3ja herb. 114,3 m2, 3ja herbergja íbúð á 3ja hæð í góðu fjölbýli í Mosfellsbæ. Þetta er stór og björt íbúð, 2 góð svefnherbergi, fataherbergi inn af hjónah., baðherbergi með kari og sturtuklefa, sér þvottahúsi, rúmgóð stofa og eldhús með góðum borðkrók. Mögulegt væri að stúka af 3ja svefnherbergið. Suðursvalir og stutt í alla þjónustu. Íbúðin getur verið laust strax. Verð kr. 21,3 m. Álmholt – efri sérhæð m/2f. bílskúr 142,8 m2 efri hæð ásamt 50 m2 tvöföldum bílskúr, með glæsilegu útsýni yfir Leirvoginn og að Esjunni. Fjögur góð svefnherbergi, eldhús m/borðkrók, stór stofa með kamínu og björt borðstofa, sjónvarpshol, baðherbergi og gestasalerni ásamt góðu þvottahúsi. Frábær staðsetning, neðst í botnlanga í grónu hverfi. Gönguleiðir, golfvöllur og hesthúsahverfi í næsta nágrenni. Verð kr. 35,6 m. Tröllateigur – 167,1 m2 endaraðhús *NÝTT Á SKRÁ* Vorum að fá endaraðhús á tveimur hæðum í nýbyggðu hverfi við miðbæ Mosfellsbæjar. Á jarðhæð eru stofa, borðstofa, eldhús, gestasalerni og bílskúr, en á 2. hæð eru 3 góð svefnherbergi, vinnuherbergi, þvottahús og stórt baðherbergi. Flísar og bambusparket á gólfum og fallegar innréttingar í eldhús og baði. Verð kr. 41,5 m. Tröllateigur – 4ra herb. Erum með stóra og bjarta 4ra herbergja endaíbúð í nýju fjölbýli við miðbæ Mosfellsbæjar. Íbúðin er á 2. hæð, en gengið er inn í íbúðina frá götu, en úr stofu er gengið út svalir með fallegu útsýni að Esjunni. 3 rúmgóð svefnherbergi, sér þvottahús, baðherbergi með sturtu og baðkari. Hvíttað birki í öllum innréttingum, flísar á forstofu, baði og þvottahús, hnotu plastparket á öðrum gólfum. **Verð kr. 24,9 m.** Skeljatangi – 4ja herb. Erum með fallega 94,2 m2, 4ra herbergja íbúð í litlu fjórbýlishúsi í einu vinsælasta hverfi Mosfellsbæjar. Þrjú góð svefnherbergi, lokað eldhús, góð stofa, baðherbergi og geymsla. Sameiginleg lóð til fyrirmyndar og gönguleið að húsi hellulögð með snjóbræðslu. Lágafellsskóli og leikskólinn Hulduberg er rétt hjá og því tilvalin eign fyrir barnafjölskyldu. Verð kr. 21,8 m. Tröllateigur – 182,2 m2 endaraðhús *NÝTT Á SKRÁ* Vorum að fá nýtt fullbúið endaraðhús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr. Stofa, eldhús, borðstofa og forstofa á jarðhæð, 3 svefnherbergi, glæsilegt baðherbergi og þvottahús á 2. hæð. Íbúðin er fullbúin með eikarparketi og flísum á gólfi, glæsilegri eldhúsinnréttingu og baðherbergi með baðkari og gufu sturtuklefa. Stór suðurgarður er grófjafnaður. Tvær stórar svalir og flott útsýni. Húsið er tilbúið til afhendingar í dag. Verð kr. 44,9 m. Lágholt – 165,8 m2 einbýlishús Erum með 128,6 m2 einbýlishús á einni hæð ásamt 37,2 m2 bílskúr á góðum stað í hjarta Mosfellsbæjar. 4 svefnherbergi, stofa, borðstofa, eldhús, baðherbergi og stórt þvottahús. Húsið er byggt 1968 og þarfnast endurbóta. Skóli, íþróttaaðstað og stundlaug rétt hjá sem og miðbær Mosfellsbæjar. Verð kr. 33,9 m. Hjallahlíð – 4ra herb. + bilskúr *NÝTT Á SKRÁ* Vorum að fá 94 m2, 4ra herbergja íbúð á jarðhæð í 4ra íbúða Permaformhúsi, ásamt 27,7 m2 bílskúr. Sér inngangur í íbúðina og stór afgirt timburverönd. Sameiginlegur verðlaunagarður til fyrirmyndar. Þetta er falleg og hagstæð íbúð í country stíl. Skóli og leikskóli í næstu götu. Verð kr. 25,5 m. Álmholt – 236 m2 einbýli + aukaíb. Erum með 236,1 m2 einbýlishús með aukaíbúð í kjallar, þar af 48,2 m2 tvöfaldur bílskúr. Aðalhæðin er 140 m2 og skiptist í stofu, eldhús, þvottahús, 4 svefnherbergi og baðherbergi. Í kjallara er björt 2ja herbergja íbúð tilvalin til útleigu eða fyrir unglinginn. Húsið stendur innarlega í lóðinni og stórt og gott bílaplan og mikill suðurgarður. **Verð kr. 46,2 m.** EINAR PÁLL KJÆRNESTED Löggiltur fasteignasali *NÝTT Á SKRÁ* Vorum að fá að fá 285,5 m2 einbýlishús á sérlega fallegum útsýnisstað í hlíðum Helgafells í Mosfellsbæ Húsið er á tveimur hæðum og ber merki arkteksins, Vífils Magnússonar, augljós merki. Í húsinu er mjög stórt eldhús, stór stofa, sólskáli, 4 góð svefnherbergi, tvö baðherbergi og sjónvarpshol. Á jarðhæð er stór tvöfaldur bílskúr og 70 m2 íbúðarrými, sem vel gæti nýst sem aukaíbúð, skrifstofa eða unglingaherbergi. Verð kr. 54,0 m. Svöluhöfði – 191,8 m2 glæsil. parh. *NÝTT Á SKRÁ* Vorum að fá mjög glæsilegt parhús innst í botnlanga í nýju hverfi í Mosfellsbæ. Húsið er einangrað og klætt að utan með álklæðningu, sérsmíðaðar kirsuberja innréttingar og innihurði frá Trésm. Ölfu og parket og flísar á gólfum. 4 svefnherbergi, baðherbergi m/hornbaðkari og stórum sturtuklefa. Rúmgóður bílskúr og hellulagt bílaplan m/snjóbræðslu. Verð kr. 47,8 m. Klapparhlíð – 4ra herb. + bílskúr *NÝTT Á SKRÁ* 99,9 m2, 4ra herbergja íbúð á efstu hæð i 3ja hæða nýlegu og viðhaldslitlu fjölbýli, byggðu af ÍAV. Þrjú rúmgóð svefnherbergi, baðherbergi með baðkari, sér þvottahús, gott eldhús og björt stofa. Stórar suðvestur svalir með fínu útsýni. íbúðinni fylgir einnig fullbúinn 26,3 m2 bílskúr. Leikskóli og grunnskóli í augsýn. Verð kr. 26,5 m. Tilb úið til afhe ndin gar Mosfellingur kemur út að jafnaði á tveggja til þriggja vikna fresti allt árið um kring. ENGAN FJÖLPÓST MOSFELLINGUR UNDANTEKINN

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.