Mosfellingur - 07.04.2006, Blaðsíða 7

Mosfellingur - 07.04.2006, Blaðsíða 7
7Fréttir, bæjarmál og aðsendar greinar - Mosfellingur Yfi r 1000 börn og ungmenni æfa samtals níu íþróttagreinar hjá Aft ureldingu. Núverandi æfi nga- aðstaða samanstendur af þremur íþrótta sölum, karatesal, sundlaug, Varmár velli og litlum gervigrasvelli á veturna og auk knattspyrnuvalla á Tungubökkum á sumrin. Á aðalfundi Aftureldingar var samþykkt ályktun um skort á aðstöðu og nauðsyn stefnu- mótunar, þarfagreiningar og úrbóta í aðstöðumálum félagsins. Formaður ræddi á þeim tíma málið við bæj- arstjóra og kynnti helstu áhersluatr- iði. Í lok september 2005 fékk aðal- stjórn Aftureldingar ráðgjafa til liðs við sig við greiningu á núverandi aðstöðu félagsins og fyrirsjáanlega þörf á næstu árum. Unnið var að stefnumótun í mannvirkjamálum Aftureldingar í vinnuhóp sem saman- stóð af aðalstjórn og öllum formönn- um og framkvæmdastjórum deilda félagsins. Tekið var mið af þeim fjölda sem nú stundar íþróttir hjá félaginu og þeirri aukningu sem búast má við á næstu árum. Í greiningarvinnunni kom berlega í ljós að fl estar deildir félagsins eru nú þegar að sprengja utan af sér þá aðstöðu sem í boði er í dag. Hafa sumar deildir jafnvel þurft að leita út fyrir bæjarfélagið eftir full- nægjandi æfi ngaastöðu svo ekki sé minnst á að heimaleikir í knattspyrnu hafa ekki verið haldnir í Mosfellsbæ á vorin heldur hefur þurft að kaupa aðstöðu utanbæjar. Einróma niðurstaða greiningar- hópsins var að yfi rbyggður gervigras- völlur í fullri stærð með aðstöðu til frjálsíþróttaæfi nga myndi stórbæta aðstöðu allra deilda félagsins. Með því myndi losna um þá tíma sem í dag eru til æfi nga knattspyrnu- og frjáls íþróttadeilda í íþróttahúsinu og þannig gætu aðrar deildir tekið við fyrirsjáanlegri aukningu iðkenda. Einnig var lögð áhersla á að Varmár- svæði tengt Tungubökkum yrði skil- greint sem íþróttasvæði og þar með félags- og æfi ngasvæði Aftureldingar. Einnig að félags- og fundaaðstaða yrði bætt, en hún er mjög lítil í dag. Mörg önnur brýn mál koma fram í greiningar skýrslunni sem var í október afhent bæjaryfi rvöldum. Bæjaryfi rvöld tóku málinu vel og í nóvember boðaði bæjarstjóri aðal- stjórn Aftureldingar og formenn deilda til samráðsfundar þar sem tillögur félagsins voru ræddar og bæjarstjóri gerði grein fyrir hvaða framkvæmd- ir stæðu til á vegum bæjaryfi rvalda í íþróttamannvirkjamálum. Þar komu fram hugmyndir um gervigrasvöll og viðbyggingu við íþróttahús og var lögð áhersla á að mæta þörfum félagsins. Í framhaldi af þessum fundi hafa full- trúar Aftureldingar og bæjaryfi rvöld unnið sameiginlega að undirbúningi málsins og möguleikar á staðsetningu gervigrasvallar skoðaðir. Var tekið vel í þá hugmynd frá Aftureldingu að stefna að því að byggja yfi r gervigrasvöllinn og ákveðið að ganga út frá því við staðarval, hönnun og gerð vallarins. Í febrúar 2006 voru fulltrúar aðal- stjórnar og knattspyrnudeildar Af- tureldingar boðaðir á kynningarfund hjá bæjaryfi rvöldum þar sem verk- fræðileg úttekt á stærð og staðsetn- ingu vallarins var kynnt. Á þeim fundi kom fram almenn ánægja með bygg- ingu vallarins og staðsetningu hans á á Varmársvæðinu. Samhliða var sett af stað annað samvinnuverkefni Aftureldingar og bæjaryfi rvalda sem er þarfagreining og hönnun á tengibyggingu framan við íþróttahúsið við Varmá sem mun hýsa skrifstofur og félagsaðstöðu Aft- ureldingar auk búningsaðstöðu fyrir íþróttavelli á Varmársvæði. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir við hana hefjist á árinu 2007 og verði lokið á árinu 2008. Sú vinna er komin vel á veg. Gervigrasvöllur í fullri stærð mun stórbæta keppnisaðstöðu knatt spyrnu- deildar sem er að sjálfsögðu hið besta mál. En meginmálið er að slíkur völlur mun fyrst og fremst gegna hlutverki bættrar æfi ngaaðstöðu barna og ung linga í Mosfellsbæ. Þá staðreynd þarf að hafa í huga þegar rætt er um staðsetningu vallarins. Staðsetning gervigrasvallar tekur mið af því að hægt sé að nýta nýja búningsaðstöðu íþróttahússins og samræmist ályktun aðalfundar um að Varmársvæðið verði áfram þungamiðja íþrótta í Mosfellsbæ. Við í Aftureldingu mælumst til þess að bæjaryfi rvöld hefjist handa án tafar við byggingu gervigrasvallar við Varmá og stefni að yfi rbyggingu hans eins fl jótt og auðið er. Eins og áður segir mun sú framkvæmd ekki eingöngu koma sér vel fyrir knatt- spyrnu- og frjálsíþróttafólk heldur fyrir félagið í heild. Brýnt er að fara í þetta verkefni strax og dapurt ef settur er steinn í götu þess. Elísabet Guðmundsdóttir formaður aðalstjórnar Aftureldingar Erna Reynisdóttir framkvæmdastjóri aðalstjórnar Aftureldingar Gervigrasvöllur við Varmá – hvers vegna og fyrir hverja? Leiðbeinendur Vinnuskóla Mosfellsbæjar: Störf yfi rfl okksstjóra, fl okksstjóra og starfsmanns í umhverfi sfræðslu sem jafnframt er umsjónarmaður skólagarða. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af stjórnun og reynslu af almennum ræktunarstörfum. Lágmarksaldur er 20 ár. Nánari upplýsingar veitir Atli V. Bragason, tómstundafulltrúi í síma 566-6058 milli kl. 11-12. Störf í íþrótta- og tóm- stundaskóla Mosfellsbæjar (sumarnámskeið): Hópstjórar, stuðningsfulltrúar og almennir starfsmenn til að hafa umsjón með og leiðbeina börnum í skólanum. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af starfi með börnum. Nánari upplýsingar veitir Sigurður Guðmundsson, íþróttafulltrúi í síma 566-6754 milli kl. 11-12. Störf í þjónustumiðstöð og garðyrkjudeild: Störf verkamanna við garðyrkju og almenn verkamannastörf. Nánari upplýsingar veitir Þorsteinn Sigvaldason, deildarstjóri tæknideildar og Oddgeir Þór Árnason, garðyrkjustjóri í síma 566-8450 virka daga kl. 11–12. Starf í umhverfi sdeild: Starf við skönnun teikninga og innskráningu á gögn- um í landupplýsingakerfi . Nauðsynlegt er að umsækjen- dur hafi lokið stúdentsprófi frá raungreinadeild eða í tækniteiknun. Gæti hentað nemum sem lokið hafa fyrsta ári í verk- eða tæknifræði. Góð tölvukunnátta nauðsynleg. Nánari upplýsingar gefur Tryggvi Jónsson, bæjarverk- fræðingur og Ásbjörn Þorvað- arson byggingafulltrúi í síma 525-6700 virka daga milli 11-12. Bingoball - Miðvikudagskvöldið 12. apríl Til styrktar CP samtökum Íslands CP stendur fyrir heilalömun Bingóið hefst kl. 22 Dúettinn Hljómur heldur síðan uppi stuðinu langt fram eftir nóttu Munið pizza pizza tilboðið Boltinn í beinni Þráðlaust net frÍtt inn Spjaldið kostar 500 kr.Stórglæsilegir vinningar! Sumarstörf 2006 Mosfellsbær auglýsir eftirtalin sumarstörf laus til umsóknar: Umsóknareyðublöð fyrir ofangreind störf liggja frammi í þjónustuveri Mosfellsbæjar á jarðhæð, Þverholti 2. Umsóknum skal skilað á sama stað. Einnig er hægt að sækja um störfi n á heimasíðu Mosfellsbæjar www.mos.is. / umsóknareyðublöð. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags Mosfellsbæjar og Launanefndar sveitarfélaga. Umsækjendur skulu vera fæddir 1989 eða fyrr. Umsóknarfrestur er til og með 21. apríl nk.

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.