Mosfellingur - 07.04.2006, Blaðsíða 12

Mosfellingur - 07.04.2006, Blaðsíða 12
Veistu svarið? Hvað heitir kór eldri borgar í Mosfellsbæ? Hver nam land milli Leirvogsár og Korpu á landnámsárunum? Hvaða ár var Álafoss- ullarverksmiðjan reist? Svör: 1. Vorboðarnir 2. Þórður Skeggi, 3. 1896 Friðrik G. Olgeirsson rifjar upp gamla tíma úr sveitinniSögukornið Mosfellingur - Bæjarmál og aðsendar greinar12 Fax: 566-7241 namo@namo.is NAMO ehf. - Þverholti 2 - Kjarna S. 566-7310 og 896-0131 Afturelding leikur í íþróttafatnaði frá Jako Ef ég man rétt voru um það frétt- ir í blöðunum fyrir nokkrum vik- um að einhverjir menn ætluðu að fara grafa eftir gulli í Þormóðsdal. Þar sem nú er rétt öld síðan fyrst var byrjað að tala um gullvinnslu í Mosfellssveit er ekki úr vegi að rifja þá sögu upp í stuttu máli. Á ofanverðri 19. öld fór Íslend- ingur að nafni Steingrímur til Ást r- a líu að freista gæfunnar. Þá var þar mikið gullæði og fyrr en varði var Steingrímur búinn að fi nna gull og orðinn vel efnaður. Árið 1909 kom hann heim og dvaldist um tíma hjá frændfólki sínu í Miðdal í Mosfellssveit. Þá sýndu Guðmund- ur og Tryggvi Einarssynir honum steina sem þeir höfðu fundið hjá Seljadalsá. Ef þeim var nuddað sam an glampaði ljós frá þeim og því kölluðu strákarnir þá draug a- steina. Karlinn skoðaði steinana í tæki sem hann var með og sá að þetta var kvarz og meira að segja svokallað gullkvarz. Steingrími gamla fór senn að leiðast í Miðdal, fannst hann ekkert mega gera, ekki einu sinni drepa menn eins og gullleitarmenn máttu gjarnan gera í Ástralíu. Fór hann því aftur þangað á vit ævintýra. Innan tíðar bárust þau skilaboð frá honum að gullið í Miðdalskvarzinu nægði til vinnslu. Greinilega hefur Stein- grímur haldið þessu á lofti ytra því nokkru seinna komu Englend- ingar hingað upp og vildu fá að kanna landareign Einars H. Guð- mundssonar í Miðdal. Komu þeir með mannskap með sér og byrjuðu að grafa prufunámur og byggðu skúr fyrir hafurtask sitt. Voru þeir að verki í nokkur ár með hléum og sendu sýnishorn til útlanda. Þegar fyrri heimsstyrjöldin skall á var þessum athugunum hætt. Eftir stríðið keypti Einar Bene- diktsson skáld hálfa Miðdalsjörð- ina. Hafði hann þá heyrt gullsögur og vildi freista gæfunnar. Hóf hann þegar að reyna fyrir sér á Bretlands- eyjum og í Hamborg að fi nna peningamenn sem vildu leggja fé í rannsóknir og tilraunarekst- ur. Ein ari gekk best að eiga við fjármálamenn í Hamborg og árið 1923 var stofnað félag þar í borg til að rannsaka Miðdalsnámuna. Komu menn frá félaginu hingað sama ár með tæki og tól og hófu störf. Ann ar leiðangur kom árið 1924 og var prófessor Keilhack fyr- ir þeim hópi. Komst hann að þeirri niðurstöðu að í námunni væru 80–160 þúsund tonn af kvarzgrjóti og að gullið í hverju tonni væri það mikið að vinnsla borgaði sig. Sam- kvæmt frétt í blaðinu Hamburger Nachrickten átti að ganga endan- lega úr skugga um magnið á næsta ári en þá þegar höfðu Þjóðverjar kost að 250 þúsund gullmörkum til rannsókna sinna. Svo mikla trú hafði Einar Ben á gullvinnslunni að árið 1925 keypti hann helming Einars nafna síns Guðmundssonar og átti þá allan Miðdal. Hann framseldi jörðina þó fl jótlega námafélaginu Nord- iche Bergwerkkontor. Þegar mest var unnu 20–30 manns við náma- gröftinn á þriðja áratugnum og var dr. Marburg þá yfi rverkfræðingur á staðnum. Mörg tonn af grjóti voru send úr landi en verðlag og ýms- ir erfi ðleikar í Þýskalandi höfðu áhrif á gang mála. Með hléum var verið að rannsaka námuna fram að seinni heimsstyrjöld en þá var eðl- ilega hætt við allt saman. Eftir stríð fóru sumir Þjóðverj- anna enn af stað og vildu vinna gull í Miðdal en til að gera langa sögu stutta höfðu þeir aldrei erindi sem erfi ði. Fleiri aðilar hafa sýnt gullvinnslu þar og í Þormóðsdal áhuga en fram að þessu hefur eng- um tekist ætlunarverkið. Sjáum til hvað gerist – aldrei að vita nema gull eigi eftir að fi nnast í Mosó! Friðrik G. Olgeirsson sagnfræðingur Gullæðið í Mosfellssveit Þráðlaust net á Draumakaffi Nú er loksins hægt að fara á kaffi hús hér í bæ og vafrað á netinu yfi r kaffi bolla eða öðrum veitingum. Draumakaffi er fyrsti veitingastaðurinn í bænum sem býður kúnnum sínum upp á ókeypis nettengingu. Hægt er að mæta þangað með fartölvuna, ferðast út um allan heim og látið draumana rætast. Að sögn Guðmundar Ármannssonar og Ingunnar Bergþórsdóttur, eigenda Draumakaffi , hefur fólk tekið afar vel í nýbreytnina og markmiðið með þessu er að auka þjónustu fyrir bæjarbúa. Ævintýrakeppnin Hrollur 2006 var haldin nú á dög- unum. Keppnin er árlegur viðburður hjá skátafélag- inu Mosverjum og í henni taka þátt ungling ar á aldrinum 14-17 ára. Þetta var í þrettánda skiptið sem keppnin er haldin og hún skipulögð af eldri skátum. Farið var að Hafravatni og þar gist í tjöldum föstudags- kvöldið og keppnin hófst um laugardagsmorguninn. Keppendur fengu GPS hnit og þurftu að útbúa kort. Síðan þurftu lið að fara á milli staða sem merktir voru á kortið. Keppnin hófst kl. 8.00 og tók það um tíu klst. að fara á milli staða. Aukastig fengust fyrir að gista í tjaldi sem gat reynst erfi tt enda napurt á nóttunni um þessar mundir. Þá fengust einnig aukastig fyrir svo- kallaða sleikjukeppni. Þar reyna keppendur að sleikja upp skipuleggjendur keppnarinnar með ýmsum gjöfum. Sigurvegarar að þessu sinni voru þær Katrín Möller og Jóhanna Kristín Andrésdóttir. Í verðlaun voru gjafabréf frá Útilíf. Myndband frá þemadögum Vegna þemadaga, sem hald- nir voru 28. febrúar til 1. mars í Varmárskóla, bjuggu nem- endur í eldri deild skólans til vídeómyndband þar sem farið er yfi r helstu atburði þemadag- ana. Þemað var að þessu sinni söngleikir eins og áður hefur komið fram í Mosfellingi. Hægt er að horfa á myndbandið á vef skólans www.varmarskoli.is. Á aðalfundi Ungmennafélagsins Aftureldingar síðastliðinn fi mmtudag var ný heimasíða félagsins opnuð formlega. Í tilefni af því hittum við Ernu Reynisdóttur, framkvæmda- stjóra Aftureldingar. Erna, það var heldur betur kominn tími á nýja heimasíðu, er það ekki? Jú, það er alveg rétt, sú gamla var orðin úrelt og svo voru aðeins örfáir með aðgang til að breyta nokkru inni á henni. Ég hafði t.d. bara möguleika á að skrifa inn fréttir. Á hvaða hátt er nýja síðan frá- brugðin þeirri gömlu? Nýja síðan er unnin alveg frá grunni í allt öðru vefumsjónarkerfi en sú gamla. Kerfi ð heitir Idegaweb og er hluti af Felix, félagakerfi ÍSÍ og UMFÍ. Það er mjög einfalt og þægi- legt í notkun. Nú er síðan búin að vera frekar lengi í smíðum, hvers vegna? Við í Aftureldingu vorum svo heppin að fá að vera með þeim fyrstu til að taka þetta kerfi í notkun og laga það að okkar þörfum. Við erum með stærstu íþróttafélögum á landinu með viðamikla starfsemi í tíu deildum. Er það ein af ástæðunum fyrir því að við fengum þetta forskot. Kerfi ð stendur til boða án endurg- jalds í gegnum samstarf ÍSÍ, UMFÍ og íslenskra getrauna. Andri Stefánsson sviðsstjóri fræðslusviðs hjá ÍSÍ hefur unnið alla grunnvinnu við hönnun síðna og uppbyggingu vefsins í samvinnu við okkur Örnólf Örnólfs- son frá aðalstjórn. Það hefur verið óhemjutímafrekt að hanna vefi nn frá grunni, setja upp og safna saman upplýsingum frá tíu deildum. Allan tímann hef ég verið að læra á kerfi ð og uppsetningu þess en ég hef aldrei komið nálægt svona vinnu áður. Ég tek það samt fram að þetta er afskaplega skemmtileg vinna. Þessi reynsla gefur okkur líka tækifæri á að vinna sjálf við ýmsa þætti kerfi sins og ætti að tryggja að vefurinn verði öfl ugur í náinni framtíð. Síðan kemur mjög vel út og er stílh- rein og fín, hvernig virkar þetta svo, hver sér um viðhald síðunnar og uppfærslur á upplýsingum? Til að byrja með verð ég með aðalaðganginn en nú þegar hafa deildirnar fengið aðgang til að setja inn fréttir og myndir. Í framtíðinni munu þær fá víðtækari aðang svo ekki þurfi að stóla á eina mann- eskju með innsetningu allra nýrra upplýsinga. Ég vil einnig koma því á framfæri að allar hugmyndir eru vel þegnar, ekki síst ef fólki fi nnst einhverjar upplýsingar vanta. Annars erum við bara rétt að byrja, það er heilmikið sem við eigum eftir að bæta við. Okkur fannst það miklar up- plýsingar komnar inn á nýju síðuna að hún væri farin að nýtast þó svo að töluvert vanti í að hún verði fullgerð. Við óskum Aftureldingu til hamingju með nýju síðuna. Ný heimasíða Aftureldingar afturelding.is Hrollur hjá Mosverjum Hér er hluti hópsins (nokkrir enn að vinna) að halda af stað frá gatnamótum Reykjavegar og Hafravatnsvegar. Þaðan er gengið að tjaldstæðinu sem er suð-austan við Hafravatn. Miðdalur í Mosfellssveit árið 1910

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.