Mosfellingur - 07.04.2006, Blaðsíða 13

Mosfellingur - 07.04.2006, Blaðsíða 13
 Til reynslu hjá FC Köbenhavn Þeir Atli Heimisson og Helgi Þór Guðjónsson, knattspyrnu- menn meistarafl okks Aftureld- ingar, fóru á dögunum út til Danmerkur þar sem þeim hafði verið boðið að æfa með stór- liðinu FC Köbenhavn í eina viku og það gæti leitt af sér samnings- tilboð fyrir þá félagana. Þeir Atli og Helgi voru báðir að spila með 2. fl okki í sumar sem og meistarafl okki. Atli var einnig valinn knattspyrnumaður ársins 2005 fyrir glæsta frammistöðu sína síðasta sumar. Fax: 566-7241 namo@namo.is NAMO ehf. - Þverholti 2 - Kjarna S. 566-7310 og 896-0131 Afturelding leikur í íþróttafatnaði frá Jako 13Íþróttir - Mosfellingur Gullæðið í Mosfellssveit Mikilvægir leikir framundan Nú fer að styttast í lok tíma- bilsins í handbolta. Meistara- fl okkur Aftureldingar á eftir að spila þrjá leiki og er hver öðrum mikilvægari í baráttunni við að tryggja sér sæti í úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Að sögn fyrirliða Aftureldingar, Hilmars Stefánssonar, verður barist til síðasta blóðdropa og reynt að ná sæti í úrvalsdeildinni. Aftureld- ing tekur á móti KA að Varmá 8. apríl kl. 16.15, spilar við Hauka á Ásvöllum þann 22. apríl og lokaleikur tímabilsins verður á móti Stjörnunni 29. apríl að Varmá. Okkar menn þurfa á stuðningi að halda og hvetur Hilmar bæjarbúa til þess að mæta á völlinn og hjálpa þeim á endasprettinum. Æfi ngaferð ungra kylfi nga á Spáni Ungir kylfi ngar á vegum unglingaráðs golfklúbbsins Kjalar fóru í æfi ngarferð til Spánar. Farið var út þann 25. mars og heimferðin var þann 1. apríl. Alls fóru 17 börn og unglingar ásamt kylfi ngun- um Inga Rúnari Gíslasyni og Sigurpáli Geir Sveinssyni. Þá voru einnig sex foreldrar sem fóru með í ferðina. Haldið var til Matalascanas og þar var æft við frábærar aðstæður. Á aðalfundi Ungmennafélagsins Aftureldingar síðastliðinn fi mmtudag var ný heimasíða félagsins opnuð formlega. Í tilefni af því hittum við Ernu Reynisdóttur, framkvæmda- stjóra Aftureldingar. Erna, það var heldur betur kominn tími á nýja heimasíðu, er það ekki? Jú, það er alveg rétt, sú gamla var orðin úrelt og svo voru aðeins örfáir með aðgang til að breyta nokkru inni á henni. Ég hafði t.d. bara möguleika á að skrifa inn fréttir. Á hvaða hátt er nýja síðan frá- brugðin þeirri gömlu? Nýja síðan er unnin alveg frá grunni í allt öðru vefumsjónarkerfi en sú gamla. Kerfi ð heitir Idegaweb og er hluti af Felix, félagakerfi ÍSÍ og UMFÍ. Það er mjög einfalt og þægi- legt í notkun. Nú er síðan búin að vera frekar lengi í smíðum, hvers vegna? Við í Aftureldingu vorum svo heppin að fá að vera með þeim fyrstu til að taka þetta kerfi í notkun og laga það að okkar þörfum. Við erum með stærstu íþróttafélögum á landinu með viðamikla starfsemi í tíu deildum. Er það ein af ástæðunum fyrir því að við fengum þetta forskot. Kerfi ð stendur til boða án endurg- jalds í gegnum samstarf ÍSÍ, UMFÍ og íslenskra getrauna. Andri Stefánsson sviðsstjóri fræðslusviðs hjá ÍSÍ hefur unnið alla grunnvinnu við hönnun síðna og uppbyggingu vefsins í samvinnu við okkur Örnólf Örnólfs- son frá aðalstjórn. Það hefur verið óhemjutímafrekt að hanna vefi nn frá grunni, setja upp og safna saman upplýsingum frá tíu deildum. Allan tímann hef ég verið að læra á kerfi ð og uppsetningu þess en ég hef aldrei komið nálægt svona vinnu áður. Ég tek það samt fram að þetta er afskaplega skemmtileg vinna. Þessi reynsla gefur okkur líka tækifæri á að vinna sjálf við ýmsa þætti kerfi sins og ætti að tryggja að vefurinn verði öfl ugur í náinni framtíð. Síðan kemur mjög vel út og er stílh- rein og fín, hvernig virkar þetta svo, hver sér um viðhald síðunnar og uppfærslur á upplýsingum? Til að byrja með verð ég með aðalaðganginn en nú þegar hafa deildirnar fengið aðgang til að setja inn fréttir og myndir. Í framtíðinni munu þær fá víðtækari aðang svo ekki þurfi að stóla á eina mann- eskju með innsetningu allra nýrra upplýsinga. Ég vil einnig koma því á framfæri að allar hugmyndir eru vel þegnar, ekki síst ef fólki fi nnst einhverjar upplýsingar vanta. Annars erum við bara rétt að byrja, það er heilmikið sem við eigum eftir að bæta við. Okkur fannst það miklar up- plýsingar komnar inn á nýju síðuna að hún væri farin að nýtast þó svo að töluvert vanti í að hún verði fullgerð. Við óskum Aftureldingu til hamingju með nýju síðuna. Ný heimasíða Aftureldingar afturelding.is Á aðalfundi Aftureldingar, sem haldinn var nýlega, veitti Elísabet Guðmundsdóttir formaður Afturelding- ar Önnu Gísladóttur gullmerki félagsins fyrir óeigingjarnt og mikið starf hennar í þágu félagsins. Anna hefur verið afar afkastamikil fyrir knattspyrnudeildina til lengri tíma og sá meðal annars um reksturinn á deildinni um tíma. Það er von að fl eira fólk fylgi góðu fordæmi Önnu og hjálpi til við að byggja upp afreksfólk í bænum. Mosfellingur óskar Önnu til hamingju með viðurkenninguna. Gullmerki Aftureldingar Silfur á hópfi mleikamóti Stúlkurnar í M-10 úr Fimleikadeild Aftureldingar, urðu í 2. sæti á hópfi mleikamóti Gróttu á dögunum Þær eru á aldrinum 7-9 ára og voru að keppa í fl okki 11 ára og yngri. Frábær árangur hjá þessum ungu fi mleika- stelpum Þjálfari þeirra er Sara Heimisdóttir. Á myndinni má sjá, í efri röð : Kolbrún, Sigurbjörg, Anna, Brynja. Neðri röð: Sigríður Vala, Gréta, Klara, Harpa Hér er hluti hópsins (nokkrir enn að vinna) að halda af stað frá gatnamótum Reykjavegar og Hafravatnsvegar. Þaðan er gengið að tjaldstæðinu sem er suð-austan við Hafravatn. Erna framkvæmdastjóri Aftureldingar og nýja heimasíða félagsins.

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.