Mosfellingur - 07.04.2006, Blaðsíða 14

Mosfellingur - 07.04.2006, Blaðsíða 14
Mosfellingur - Bæjarmál og aðsendar greinar14 Páskaegg framleidd úr villibaunasúkkulaði frá Bólivíu Klúbbastarfsemi Kátakots Frístundaheimilið í Káta- koti á Kjalarnesi hefur sett af stað klúbbastarf fyrir börnin. Heimilið sér um vistun barna í 1.- 4. bekk á Kjalarnesi og til að byrja með verða þrír klúbbar starfræktir. Þeir eru matreiðslu- klúbbur, leiklistarklúbbur og sköpunarklúbbur. Það verður því nóg að gera fyrir börnin á næstunni í frístundaheimilinu. Heimsókn á Bessastaði Eldri borgarar í Mosfells- bæ fóru þann 14. mars síðastliðinn í heimsókn til Bessastaða. Þar hittu þau fyrir forseta Íslands, Ólaf Ragnar Grímsson og eiginkonu hans Dorrit Moussaieff . Forsetahjónin spjölluðu við fólkið og fóru með það í kynning ar ferð um Bessastaði. Um 60 manns fóru í heimsóknina sem þótti afar skemmtileg og fræðandi. þann 19. apríl kl. 20:30 Dýrindis uppskrift frá Lágafellsskóla Nú styttist í páskana og 4. bekkur í Lágafellsskóla hefur tekið forskot á hátíðirnar í heim- ilisfræði. Þau bjuggu til litlar páskagjafi r, sem eru litlar kökur sem líta út eins og hreiður með eggjum í. Kökurnar eru afar gómsætar og fyrir þá sem vilja gleðja aðra með gómsætisgjöf þá er uppskriftin eftirfarandi: Páskahreiður (20-30 stk) 60 gr smjörlíki 100 gr suðusúkkulaði 4 msk sýróp 100 gr kornfl eks 40 - 60 súkkulaðiegg eða M&M hnetur í skraut. 20-30 muffi nsform Börnin pökkuðu svo kökunum fallega inn í sellofan og skreyttu. Fyrirtækið Skólavefurinn.is er staðsett í Kjarnanum í Mosfellsbæ. Þetta fyrirtæki var stofnað árið 2000 af kennurum hér í bæ. Höfuðstöðvarnar voru um tíma í Reykjavík en nú er það komið heim aftur og hefur verið starf- rækt á gamla bókasafninu í tæpt ár. Skólavefurinn er alhliða námsvefur sem býður grunnskólum, leikskólum, framhaldsskólum og einstaklingum upp á námsefni og fræðsluefni í marg- vísilegum búningi. Hægt er að prenta út efni af vefnum, fá hljóðskrár og vídeó þar sem heilu bækurnar eru lesn ar inn og hægt að hlusta á þær. Nánast allir grunnskólar á landinu eru áskrifendur, á annað hundrað leik- skólar og langfl estir framhaldsskólar eru í áskrift. Þá eru á fi mmta þúsund heimili með áskrift. Vefurinn nýtist fólki vel í skóla og allar greinar sem kenndar eru í grunnskóla eru tekn- ar fyrir á vefnum og nú til dæmis styttist í samræmd próf og hægt er að nálgast þar, afar góð gögn til þess að hjálpa unglingunum til þess að undirbúa sig fyrir prófi n. Skólavefurinn er alltaf að stækka við sig og í sumar á eftir að koma ýmisskonar þrautahefti. Nú þegar hefur verið búin til Sudoku þrauta- bók og einnig hljóðdisk- ar. Á hljóðdiskunum eru valdar sögur á borð við Robinson Krúsó, ævintýraheimur H.C. Ander- son og sögur eftir stórskáldið Þorstein Erlingsson. Vefurinn er fyrir alla ald- urshópa þar sem mikið af eldra fólki sækir í útvarpssögur sem eru lesnar inn á vefi nn og nýr kafl i settur á vef- inn á hverjum degi. Þá verður gefi ð út lítið tímarit á hverjum miðvikudegi í sumar sem inniheldur sagnfræði, sögur og barnasögur og þrautahefti á hverjum föstudegi. Það eru átta starfsmenn sem eru í fullri vinnu hjá vefnum og koma úr öllum áttum. Þar má fi nna kennara, heimspekinga og tónlistarfólk. Þá eru margir sem eru í lausavinnu og koma þannig að ýmsum verkefnum eins og að lesa inn sögur og búa til efni fyrir vefi nn. Efnið á vefnum er komið mestmegnis frá kennurum út um allt land og borgar vefurinn þeim fyrir efni. Vefurinn er vinsæll og það eru um 4000 heimsóknir inn á vefi nn á hver- jum degi. Áskrift að honum kostar aðeins 1290 kr. á mánuði og þar er ótrúlegt úrval af góðu efni til fróðleiks, skemmtunar og náms. Það er um að gera að fara á netið og athuga þenn- an stórmerka vef á slóðina http:// skolavefurinn.is. Skólavefur fyrir unga sem aldna Ingólfur, Jökull og Birgir eru mennirnir á bakvið Skólavefi nn. Sudoku Stærsti náms - og fræðsluvefur landsins. skolavefurinn.is 64 ómótstæðilegar þrautir af ýmsum stærðum og gerðum. Hugarleikfimi fyrir alla! Leiðbeiningar og lausnir fylgja. skolavefurinn.is www.skolavefurinn.is/sudoku/ Stærsti náms- og fræðsluvefur landsins. ������� ������ ������������������ Brot af því úrvali sem Skólavef- urinn.is hefur uppá að bjóða Forsetinn tók vel á móti eldri borgurunum úr Mosfellsbæ eins og sjá má á myndunum

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.