Mosfellingur - 28.04.2006, Page 6

Mosfellingur - 28.04.2006, Page 6
Mosfellingur - Fréttir, bæjarmál og aðsendar greinar6 Draumakaffi styrkir CP samtök Þann 12. apríl hélt Drauma- kaffi veglegt páskabingó sem endaði með heljarinnar balli. Allur ágóði rann til CP sem eru samtök heilalamaðra einstakl- inga. Bingóið fór fram úr björtustu vonum og fullt var út úr dyrum. Vinningarnir voru hinir glæsilegustu og aðalvinn- inginn hlaut Bóel Hallgrímsdót- tir. Í honum var m.a. gisting á Hótel Selfossi, þriggja rétta máltíð, páskaegg og ýmislegt fleira. Frábært framtak hjá Draumakaffi og Ingibjörg frá CP samtökunum var í skýjunum þegar Guðmundur og Ingunn afhentu henni ávísun uppá 64.000 krónur. Þau vildu koma á framfæri bestu þökkum til allra þeirra sem gáfu vinninga í bingóið. Á neðri myndinni má sjá Bóel með aðalvinning kvöldsins. Samkvæmt svæðaskipulagi höf- uðborgarsvæðisins og aðalskipulagi Mosfellsbæjar mun eiga sér stað mikil fjölgun íbúa í sveitarfélaginu á næstu árum. Mosfellsbær er það sveitarfélag á landinu sem ætlað er að taka við hlutfallslega mestri fólks- fjölgun. Í þessu felast bæði tækifæri og áskoranir. Á kjörtímabilinu hefur verið unnið mikið starf við undirbún- ing þessa stóra verkefnis. Eins og flestum er kunnugt er málum þannig háttað hér í bæ að byggingarlönd eru nær eingöngu í eigu einkaaðla. Gömlu landbúnaðarjarðirnar og tilvonandi byggingarlönd, Blikastaðir, Lágafell, Teigur, Sólvellir, Akrar, Reykir, Helga- fell og Leirvogstunga, falla öll í þenn- an flokk. Ný hugmyndafræði Þegar skoðaðir eru þeir möguleikar sem sveitarfélagið hefur til að takast á við þessa miklu uppbyggingu koma einkum tvær leiðir til greina. Annars vegar að kaupa upp byggingarlöndin og úthluta lóðum og hins vegar að gera samninga við landeigendur varð- andi uppbyggingu á svæðunum. Við fyrstu sýn virðist fyrri leiðin aðgengi- legri og betri en við nánari skoðun kemur í ljós að henni fylgja verulegir annmarkar. Eins og öllum er kunn- ugt um hefur verð á byggingarlandi á höfuðborgarsvæðinu margfaldast á undanförnum árum. Sveitarfélagið þarf því að leggja í gífurlegar fjárfest- ingar vegna kaupa á byggingarlandi með tilheyrandi áhættu. Auk þess sem leggja þarf uppkaupsverð ofaná gatnagerðargjöld til að ná þeim fjár- munum til baka sem lagðir væru í kaupin, nema að lóðir væru niður- greiddar af skattfé sem án efa mundi ekki nást sátt um meðal bæjarbúa. Því var skoðuð sú leið að gera samninga við landeigendur um uppbyggingu á svæðunum og aðkomu þeirra að bygg- ingu þjónustumannvirkja. Nú hafa verið gerðir tveir slíkir samningar, þ.e. um uppbyggingu 400 sérbýlisíbúða í Leirvogstungu og byggingu 1000 íbúða í landi Helgafells. Þessi samn- ingar fela m.a. í sér að: • Landeigendur kosta allar fram- kvæmdir sem uppbygging á hverf- unum krefst hverju nafni sem þær nefnast, s.s. vegna gatnagerðar, undir- ganga, holræsalagna, stígagerðar, lýsingar, frágangs leikvalla og allra sameiginlegra svæða. • Landeigendur greiða allan skipu- lagskostnað svæðanna. • Landeigendur afhenda Mosfellsbæ landið til eignar samhliða uppbygg- ingu. • Landeigendur greiða Mosfellsbæ a.m.k. um 1.050 mkr. vegna beggja hverfanna, sem notaðar verða til uppbyggingar á skólamannvirkjum í hverfunum. Með þessu móti er tryggt að fjár- magn fylgir frá landeigendum til að standa undir uppbyggingu á nauðsynlegri þjónustu í hverfunum og sá kostnaður lendir ekki á íbúum sveitarfélagsins. Auk þess fríar bæjar- félagið sig þeirri miklu áhættu sem fylgir uppkaupum. Jafnframt er tryggt mikið framboð af fjölbreyttum lóðum í bæjarfélaginu sem stuðlar að því að jafnvægi myndast milli framboðs og eftirspurnar sem leiðir jafnframt til lægra lóðaverðs. Samningar sem eftir er tekið Sú leið sem hér hefur verið kynnt um uppbyggingu íbúðahverfa í Mos- fellsbæ hefur vakið mikla athygli. Ljóst er að hér er um nýja hugmynda- fræði að ræða sem önnur sveitarfélög munu vafalaust nota sér. Því vekur athygli afstaða frambjóðanda Sam- fylkingarinnar hér í bæ sem skrifaði nýlega í Mosfelling og gerði þessi mál að umtalsefni. Í skrifunum birtist af- staða Samfylkingarinnar sem gefur ekki mikið fyrir þessa nýju hugmynda- fræði og telur hana ekki vera íbúunum Mosfellsbæjar til framdráttar. Dæmi hver fyrir sig. Ég geri ráð fyrir að þessi afstaða sé byggð á vanþekkingu og hvet frambjóðandann til að setja sig betur inn í lóðamál og lóðaframboð í Mosfellsbæ. Uppbyggingin og lóðirnar – ný hugmyndafræði Haraldur Sverrisson Formaður skipulags- og byggingar- nefndar fiJÓ‹VAKI Mosfellingur 5 KFC MOSFELLSBÆ Senn líður að því að við Mosfelling- ar getum farið að nýta okkur þá nýju sundlaugarparadís sem er að rísa við Lágafellsskóla. Á sumardaginn fyrsta var bæjarbúum boðið að skoða og sjá hve glæsilegt mannvirkið verður. Uppbygging þess hefur verið hröð og má sjá mannvirkið taka á sig mynd frá degi til dags. Þykir mannvirkið hið glæsilegasta og mikill happafengur fyrir okkur hér í bæjarfélaginu. Hvað þýðir þetta fyrir okkur í Mos- fellsbæ? Jú, nú ættu t.d. allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi sem teng- ist á einhvern hátt sundi. Þarna verður innilaug með færanlegum botni, 25m útilaug sem uppfyllir alþjóðlega staðla sem keppnislaug, gufubað, eimbað, heitir pottar, vaðlaug og ekki má gleyma rennibrautum sem yngri kynslóðin á eftir að nýta sér til gamans. Veitingaaðstaða verður inn- andyra sem einnig verður hægt að nýta á góðviðrisdögum og bjóða upp á veitingar á sundlaugarbakkanum. Einnig er gert ráð fyrir aðstöðu fyrir ýmsa aðra tengda þjónustu. Lágafellsskóli fær á nýju skólaári 2006 íþróttahús og sundlaug til eig- in afnota á skólatíma og mun það efla allt innra starf skólans og jafna íþróttaaðstöðu grunnskólabarna í Mosfellsbæ. Skólaakstur nemenda af vestursvæði vegna sund- og íþrótta- kennslu verður aflagður og mun það hafa í för með sér aukin þægindi fyrir börnin og töluverða hagræðingu í skipulagi skólastarfs. Þó svo að við Mosfellingar séum að fá í bæjarfélagið nýja glæsilega sund- laugaraðstöðu fyrir almenning þá má ekki gleyma þeirri uppbyggingu sem einnig á sér stað á Varmársvæðinu. Þrír löglegir keppnisvellir innanhúss, fitnesbraut, frjálsíþróttaaðstaða, 7 manna gervigrasvöllur, sundlaug þar sem á að setja nýja flotbakka og lagfæra í nútíma mynd og nú í sumar verður tekinn í notkun gervigrasvöll- ur í fullri stærð. Einnig er í samvinnu við UMFA verið að hanna viðbyggingu við Íþróttamiðstöðina að Varmá sem kemur til með að bæta til muna alla þjónustu við bæjarbúar og ekki síður mun ný félagsaðstaða UMFA án efa verða lyftistöng fyrir félagið. Margoft höfum við státað okkur af því að vera íþrótta- og útivistarbærinn Mosfellsbær og má með sanni segja að miðað við þá uppbyggingu sem átt hefur sér stað undanfarið og á kom- andi mánuðum þá stöndum við svo sannarlega undir nafni. Sundlaugarparadís við Lágafellsskóla Bjarki Sigurðsson Formaður íþrótta og tómstunda- nefndar fiJÓ‹VAKI Efnahagshorfur ræddar hjá Glitni Um 80 manns mættu á morgunfund Glitnis sem haldinn var á miðvikudaginn sem leið á bókasafninu. Á fundinum va meðal annars rætt um efna- hagshorfurnar. Sérstakur gestur var Ingólfur Bender hagfræðingur sem hélt fyrirlest- ur um efnahagshorfur. Að sögn Sigríðar Jónsdóttur útibússtjóra var góð mæting og almenn ánægja með fyrirlesturinn SMÁAUGLÝSING Elsa tapaði iPod spilaranum sínum í eða við Lágafells- skóla eða íþróttamiðst. Varmá miðvikud. 12. apríl. Skilvís finnandi er beðinn um að hafa samband í síma 8681531 eða 8487720.

x

Mosfellingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.