Mosfellingur - 28.04.2006, Blaðsíða 8

Mosfellingur - 28.04.2006, Blaðsíða 8
Ég lifi og hrærist í íþróttum og við að fræða fólk um mikilvægi heilbrigðs lífernis daginn út og daginn inn bæði vegna starfs míns og áhugamála. Þess vegna fannst mér frábært þeg- ar ég fékk boð um að vera í Íþrótta - og tómstundanefnd Mosfellsbæjar. Ég hef fengið að koma að mörgum málum sem hafa hjálpað börnum, unglingum og fullorðnu fólki til að fá tækifæri til að hreyfa sig, auka heil- brigði sitt og hafa til þess aðstöðu hér í bæ. Með öðrum orðum efl a bæinn okkar. Fyrir það vil ég þakka. Ég hef verið í Íþrótta– og tómstundanefnd í tvö kjörtímabil undir forystu ólíkra afl a. Áður fyrr voru málin rædd til fullnustu í fagnefndinni á lýðræðisleg- an hátt áður en þau fóru til umræðu í bæjarstjórn. Var samstarf minni- og meirihluta til fyrirmyndar. Nú á seinna kjörtímabilinu gerist það allt of oft að fag nefndin er ekkert höfð með í ráðum sem ég túlka sem brot á reglum og markmiðum nefndar innar. Ég get ekki annað en upplýst bæjar búa um upplifun mína í Íþrótta- og tómstundanefnd núna á þessu kjörtíma bili þar sem sjálfstæðismenn eru við völd. Það er sem betur fer margt gott sem tekið er fyrir á þessum fundum og framkvæmt þó að alltof mörg stórmál, sem eru afdrifarík fyrir bæj- arfélagið okkar, koma ekki til umfjöll- unar í fagnefndinni. Ég hef gagnrýnt undarlegt og ólýðræðislegt vinnuferli hjá meirihlutanum í þó nokkrum málum og fi nnst mér eins og sjálf- stæðismenn hafi gleymt markmiði Íþrótta – og tómstundanefndar sem er fyrst og fremst að vera ráðgefandi fag- nefnd fyrir bæjarstjórn Mosfellsbæjar varðandi íþrótta- og tómstundamál. Annað hvort vita þeir þetta ekki eða virðast hafa gleymt því. Hægt er að lesa um samþykkt fyrir Íþrótta – og tómstundanefnd á mos.is. Þar stend- ur orðrétt í 3. grein: Hlutverk íþrótta- og tómstundanefndar er: • Að gera tillögur til bæjarstjórnar um stefnu í íþrótta – og tómstundamálum og hafa eftirlit með að stefna bæjar- yfi rvalsa á hverjum tíma sé haldin. • Að hafa eftirlit með stofnunum, sem vinna að íþrótta – og tómstunda- málum og fylgjast með að þær vinni að settum markmiðum, í samræmi við lög og veiti góða þjónustu. • Að vera bæjarstjórn að öðru leyti til ráðuneytis í íþrótta- og tómstunda- málum. Ég er ósátt við að vera sökuð um að fara með rangfærslur og að tor tryggja uppbyggingu íþróttamann virkja þeg ar ég vinn í nefndinni af heilum hug. Mitt markmið er að gæta þess, að málin fari í réttan farveg og fái eð- lilega umfjöllun í fagnefndinni og leit- að sé bestu leiða. Það eru lýðræðisleg vinnubrögð. Mín upplifun er sú að nefndin fái ekki að starfa sem fagnefnd en sé háð duttlungum „kóngs og drottningar” og er ég orðin dauðþreytt á að vera einhver „puntudúkka“ í Íþrótta- og tómstunda nefnd. Mosfellingur - Fréttir, bæjarmál og aðsendar greinar8 Rétt skal vera rétt Þann 22. mars var undirritaður styrkt ar samningur Glitnis í Mosfells- bæ við Hestamannafélagið Hörð. Með þessum samningi gerist bankinn aðalstyrktaraðili æskulýðsstarfs Hest a mannafélagsins Harðar árið 2006. Markmið Glitnis með samn- ingn um er að styðja félagið til þess að sinna uppeldishlutverki sínu í Mosfellsbæ á sviði hestaíþrótta. Upp- hæðin verður notuð til að styrkja upp- byggingu barna- og unglingastarfs drengja og stúlkna. Samningurinn leggur ákveðnar línur í samstarfi Glitnis og Harðar, en útilokar ekki að fl eiri hugmyndum verði hrint í framkvæmt, ef og þegar þær koma. Góði gamli Varmárskólinn er ekki beilínis bæjarprýði. Gestir annars staðar frá hafa haft orð á því hve hrörlegt ytra útlit skólans og sundlaugarinnar er. Börnin hafa vaðið drullu í mörg ár á leiðinni inn úr frímínútum. Skólinn er allur skítugur, útkrotaður og illa viðhaldinn. Aðstæður til að geyma reiðhjól barnanna eru mjög slæmar. Óviðeigandi bílaumferð sporlatra foreldra inn á skólalóðina þyrfti að stoppa af með viðeigandi slám. Girðingar sem eiga að hlífa gróðri fyrir átroðningu eru meira eða minna brotnar. Kennarar Varmárskóla sendu á síðasta ári bréf til bæjaryfi rvalda um þessi mál án þess einu sinni að fá svar. Hjá mér vaknar upp sú spurn- ing hvort umhverfi snefndin ætti auk þess að veita verðlaun fyrir fall- ega garða og götur, einnig að veita „skammarverðlaun” fyrir illa hirt svæði og mannvirki. Þar ætti Varm ár- skóli góðan möguleika á að lenda í fyrsta sæti. En án gríns, þá fi nnst mér að núverandi bæjarstjórn ætti að sjá sóma sinn í því að leggja aðeins meira fé í útisvæðið við Varmár- skóla. Úrsúla Jünemann Halla Karen Kristjánsdóttir Íþróttakennari og fulltrúi B-lista í Íþrótta- og tómstunda- nefnd Glitnir gerir styrktarsamning við Hestamannafélagið Hörð Skólamál Sigríður Jónsdóttir útibússtjóri ásamt félögum úr hestamannafélaginu Herði Myndlistarsýning í Kvosinni Helgina 22. og 23. apríl var haldin myndlistarsýning á verkum nemenda við Myndlist- arskóla Mosfellsbæjar. Sýningin var haldin í húsnæði skólans í Álafosskvos. Þetta voru verk fullorðinna nemenda skól- ans, bæði byrjenda og lengra komna, og máluð með olíu. Myndlistarkonurnar Soff ía Sæmundsdóttir og Þuríður Sigurðardóttir hafa í vetur kennt nemendum að vinna með olíuliti og árangurinn þótti afar góður. Það er því greinilegt að í bænum leynist margur lista- maðurinn. Þverholt 5 S. 566 8110

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.