Mosfellingur - 28.04.2006, Síða 11

Mosfellingur - 28.04.2006, Síða 11
Velferð fjölskyldunnar er eitt af forgangsmálum VG í Mosfellsbæ og þess vegna er brýnt að leikskólagjöld verði felld niður í áföngum á næsta kjörtímabili. Vinstri grænir eru í farar- broddi hvað þennan málaflokk varðar með því að vera fyrsta stjórnmálaflið sem vill að leikskólinn sé gjaldfrjáls. Skólayfirvöld og almenningur líta svo á að leikskólinn sé fyrsta skóla- stigið og það er tímaskekkja að sveit- arfélögin innheimti skólagjöld. Viðhorf til leikskólans endurspegl- ast í þeim mismun sem gerður er með því að innheimta gjald af foreldrum með börn á fyrsta skólastigi en ekki þeim sem eru með börn í grunnskóla og þessu vill VG breyta. Þess vegna mun VG í Mosfellsbæ beita sér fyrir því á næsta kjörtíma- bili að kennslu- og fæðisgjald í leik- skólum verði fellt niður í áföngum og jafnframt að gjald fyrir skólamáltíðir í grunnskólum verði nemendum að kostnaðarlausu. Þessi málaflokkur varðar kjör barnafjölskyldunnar þar sem um verulega kjarabót er að ræða. Þessar áætlanir eru hreint ekki svo fjarstæðukenndar og Vinstri grænir sjá ekki að 20% lækkun á leikskóla- gjöldum, sem tekur gildi 1. maí n.k. hér í Mosfellsbæ, jafni þann mismun sem gerður er á leik- og grunnskólum landsins. Fyrir börn, sem eru í sex tíma vistun í leikskólum Reykjavíkur, er greitt 17.630 á mánuði. Hins veg- ar borguðu foreldrar í Mosfellsbæ 21.450 á mánuði fyrir sama vistunar- tíma sinna barna áður en lækkun leikskólagjaldanna kom til sögunnar. Námsmenn eru einnig betur settir í Reykjavík, þar er veittur afsláttur ef annað foreldrið er í námi en í Mos- fellsbæ er einungis veittur afsláttur ef báðir foreldrarnir eru í fullu námi. Það má öllum vera ljóst að fjöl- skyldufólk, sem hyggst flytja í Mos- fellsbæ, horfir í þennan mismun á milli sveitarfélaganna. Neikvæður samanburður kemur ekki til með að vera hagstæður fyrir bæjarfélagið. Það er ekki nóg að kappkosta að bjóða upp á barnvænt og aðlaðandi umh- verfi fyrir fjölskylduna. Ungt fólk, sem er að fjárfesta í sínu fyrsta íbúðarhús- næði ásamt því að ala önn fyrir börn- um sínum, ber saman gjaldtökur bæjarins við nágrannasveitarfélögin. Það er því keppikefli okkar í VG að álögum bæjarins verði stillt í hóf. En hvað kemur niðurfelling leik- skólagjaldanna til með að kosta bæjarsjóð? Í dag eru um 120 börn í fimm ára árgangnum og miðað við þá tölu væri bæjarsjóður að verða af 28.314.000 á ári. Það er hægt að stilla dæminu upp á ýmsan hátt, lóðarverð í Mosfellsbæ hefur hækkað verulega hin síðari ár og nemur útgjaldaaukn- ingin um það bil söluverðmæti tveggja einbýlishúsalóða. Þetta er spurning um forgangsröðun og vilja bæjaryfir- valda til að rétta hlut leikskólanna og jafnframt stuðla að því að fjölskyldurn- ar nái betur endum saman. Bryndís Brynjarsdóttir 11Fréttir, bæjarmál og aðsendar greinar - Mosfellingur Í tilefni af mjög góðri rekstrarniður- stöðu bæjarsjóðs Mosfellsbæjar fyrir árið 2005 lagði meirihluti sjálfstæðis- manna í bæjarstjórn Mosfellsbæjar fram tillögu á bæjarstjórnarfundi 12. apríl um að endurgreiða bæjarbúum 15% af fasteignagjöldum ársins 2006. Einnig lagði meirihlutinn til á sama fundi að veita 20% afslátt af dagvistar- gjöldum frá 1. maí nk. sem og að hækka um sömu prósentutölu niður- greiðslur til foreldra sem eru með börn hjá dagforeldrum. Mosfelling- ar njóta nú þess góða árangurs sem náðst hefur í fjármálum bæjarins. Hvað þýðir þetta í raun og veru? • 30 þús. kr. lækkun á almennum leikskólagjöldum fyrir eitt barn í 8 tíma vistun • 20 þús. kr. hækkun á greiðslu til foreldra sem eru með barn í vistun hjá dagforeldri í 8 tíma • greiði þessi fjölskylda t.d. 100 þús. kr. í fasteignagjöld þá lækka þau um 15 þús. kr. • góð rekstrarniðurstaða bæjarsjóðs Mosfellsbæjar árið 2005 færir þessari fjölskyldu 65 þús. kr. sem verður að teljast góð búbót En hvers vegna er þetta gert nú? Það er vegna þess að bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins gefa ekki út inni- stæðulausa tékka, við biðum þess að sjá niðurstöður ársreiknings og þar sem ávinningur var meiri en áætlun- in gerði ráð fyrir þá var lagt til að þeir nytu sem ættu það skilið. Oddvitar B – og G lista keppast nú við að eigna sér þessar tillögur með einum eða öðrum hætti en staðreynd- in er einfaldlega sú að þeir komu á þessum sama bæjarstjórnarfundi ekki með eina einustu tillögu um að bæjarbúar nytu þess árangurs sem sýnilegur er í ársreikningi 2005. Af hverju ekki? Svari nú hver fyrir sig. Niðurstaða ársreiknings 2005 – breyttar áherslur Ársreikningur Mosfellsbæjar 2005 var samþykktur á bæjarstjórnarfundi 12. apríl sl. og sýna niðurstöður hans eina bestu rekstrarniðurstöðu í sögu Mosfellsbæjar. Rekstrarniðurstaða A- hluta bæjarsjóðs var jákvæð um 542 mkr. samanborið við 63 mkr. jákvæða áætlaða afkomu í fjárhagsáætlun. Byggingarréttur vegna Krikahverf- is er 392 mkr. þannig að án hans er rekstrarniðurstaða jákvæð um 151 mkr. sem er töluvert betri niðurstaða en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir. Veltufé var jákvætt um 348 mkr. eða 12,4 % af tekjum. Eiginfjárstaða batn- ar verulega og er eiginfjárhlutfall A- hluta nú um 29%. Ársreikningur 2005 er árangur þeirrar fjármálastefnu sem mörkuð var í upphafi þessa kjörtímabils. Fjármálastefna sem byggðist á metn- aði, samvinnu, trausti, aðhaldi og hag- ræðingu. Metnaðurinn hefur verið fólginn í því að leggja fram raunsæjar áætlanir og skapa skilyrði til þess að þeim yrði fylgt. Aðhald og hagræðing hafa verið fólgin í því m.a. að for- stöðumenn hafa haft fjárhagslegt sjálfstæði til að ákveða innan áætl- unar ráðstöfun fjár og hafa því getað tekið mið af markmiðum og þörfum sinnar stofnunar. Breyttar áherslur og vinnubrögð, sem felast í samvinnu og samábyrgð forstöðumanna sviða, stofnana og stjórnenda bæjarins ásamt aðhaldi í rekstri Mosfellsbæjar, skila bæjarbúum ávinningi og árangri, það sýnir ársreikningur 2005 sem og ársreikningur 2004. Þeir sem lögðu grunninn Ársreikningur Mosfellsbæjar ár- ið 2005 er glæsilegur og þar hafa margir lagt gjörva hönd á plóginn. Þáttur starfsmanna Mosfellsbæjar er ómetanlegur í þeim árangri sem náðst hefur en með samvinnu hefur tekist að skapa liðsheild sem hefur verið tilbúin að leggja sitt af mörkum til þess að bæta hag allra bæjarbúa. En ekki má gleyma þátttöku bæjarbúa sjálfra sem með sköttum og þjónustu- gjöldum hafa lagt grunn að þeirri velferð sem við búum nú við. Þeirra er ávinningurinn og því var lagt til að þeir nytu þess árangurs sem náðst hefur á þessu kjörtímabili og er sýni- legur í ársreikningi 2005. Til hamingju Mosfellingar og gleðilegt sumar. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins Ragnheiður Ríkharðsdóttir Haraldur Sverrisson Herdís Sigurjónsdóttir Hafsteinn Pálsson

x

Mosfellingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.