Mosfellingur - 28.04.2006, Qupperneq 12

Mosfellingur - 28.04.2006, Qupperneq 12
Veistu svarið? Hvað heitir hestamanna- félagið í Mosfellsbæ? Hver er formaður menningarmálanefndar? Hvað heitir Mosfellski söngvari Sigurrósar? Svör: 1. Hestamannafélagið Hörður, 2. Guðmundur Pétursson, 3. Jónsi Friðrik G. Olgeirsson rifjar upp gamla tíma úr sveitinniSögukornið Mosfellingur - Bæjarmál og aðsendar greinar12 Fax: 566-7241 namo@namo.is NAMO ehf. - Þverholti 2 - Kjarna S. 566-7310 og 896-0131 Afturelding leikur í íþróttafatnaði frá Jako Á 18. öld fylltust stjórnvöld áhuga á að reisa við hag Íslend- inga, efnahag og atvinnulíf, sem hafði óneitanlega beðið hnekki af ýmsum ástæðum öldina á undan. Margt var reynt að gera þjóðinni til framdráttar. Sumt heppnaðist þolanlega, annað mistókst. Á þeim tíma var landbúnaður sú atvinnu- grein sem fl estir eða allir unnu við og því einbeittu menn sér að því að efl a hann á allan máta. Eitt af því sem stjórnvöldum datt í hug að gera var að fl ytja inn hreindýr til landsins og komu fyrstu dýrin til Vestmannaeyja frá Sørø í Noregi árið 1771. Fljótlega kom í ljós að dýrin þrifust illa og því voru þau fl utt til meginlandsins. Þar fjölgaði þeim örlítið á næstu árum. Hreindýr voru aftur fl utt til landsins árið 1777 og þá var 23 dýra hjörð sleppt á Hvaleyri við Hafnarfjörð. Þaðan færðu dýrin sig í austurátt og leituðu sér þá fæðu á heiðalöndum Mosfellinga sem inn- an tíðar fóru að veiða sér til matar úr stofninum. Enn voru hreindýr fl utt til landsins árið 1784 og 1787 og sleppt í Þingeyjarsýslu og í sveitum Vopnafjarðar. Þar fjölg aði þeim ört og núverandi stofn hreindýra er af þeim kominn. Hreindýr lifðu á heiðum Mos fell inga fram til alda mótanna 1900 og voru talsvert veidd til matar um skeið. En á skömmum tíma hurfu þau fyrir fullt og allt og enginn vissi hvað af þeim varð. Þá var fyrir löngu búið að friða þau og dýrunum tekið að fjölga. Íbúar Mosfellssveitar fóru því eðlilega að bollaleggja hver ástæðan væri fyrir hvarfi þeirra. Þeir sem best þóttust vita töldu að þau hefðu tekið sig upp og farið austur á land. Um var kennt að þau hefðu styggst þegar hestvagn- arnir komu til sögunnar á vegum austur í sveitir. Fólk tók eftir því að á kyrr um kvöldum barst skröltið ótrú lega langt og heyrðist t.d. frá Svínahrauni og heim í Mosfells- sveit. Því var dregin sú ályktun að hreindýrin hefðu ekki þolað hávaðann sem raskaði venju- bundnu lífi þeirra. Örfá dýr urðu samt eftir í ná- grenni Mosfellssveitar en með tím- anum týndi sú litla hjörð tölunni. Dýrin héldu sig á völlunum fyrir norðan Kolviðarhól en leituðu norður á bóginn á haustin. Komu þau þá oft niður í Mosfellssveit og héldu sig hjá Selvatni. Á vet- urna sáust þau oft hjá eyðibýlinu Miðdalskoti. Þar er góður grashóll og þangað höfðu hreindýr fyrr á tímum komið þegar harðnaði í ári. Síðast voru aðeins tvö dýr eftir af litlu eftirleguhjörðinni og með árunum urðu þau gömul. Þá héldu þau sig mest við gömul beitarhús frá Miðdal. Þau urðu sjóndöpur og gat fólk þá næstum gengið að þeim. Loks sást aðeins annað dýrið en hitt var horfi ð. Það var árið 1926 og ári seinna hvarf síðasti tarfurinn. Nokkru síðar fannst hann dauður hjá Selvatni og seinna fannst hræið af dýrinu sem fyrr hafði horfi ð. Var það á svipuðum slóðum, fyrir sunn an og austan Selvatn. Tími villtra hreindýra í Mosfellssveit var liðinn. Friðrik G. Olgeirsson sagnfræðingur Hreindýr á heiðum Mosfellinga Gljúfrasteinn tilbúinn eftir breytingar Heimili skáldsins, Halldórs Laxness, var opnað aftur eftir breytingar nú í byrjun apríl. Húsið fékk væna andlitslyftingu og skartar nú sínu fegursta. Af stað hafa farið kynning ar á verkum Laxness þar sem eitt verk hans er tekið fyrir í hverjum mánuði. Fyrsta verkið, verk aprílmánaðar, er bókin Alþýðubókin. Að þessu tilefni munu þeir Andri Snær Magna- son rithöfundur og Þröstur Helgason ritstjóri lesblaðs Morgunblaðsins ræða um bók- ina, Draumalandið og hlutverk rithöfunda í samfélagsumræð- unni við gesti og gangandi. Spjallið fer fram í stofunni laugardaginn 29. apríl, hefst kl. 16.00 og opið öllum á meðan húsrúm leyfi r. Opið öll kvöld Um síðustu mánaðamót var deild úr höfuðstöðvum KB banka fl utt í Mosfells- bæ. Um er að ræða skiptiborð bankans sem nú svarar öllum símtölum frá 2. hæð útibúsins við Þverholt. Verður þetta að telj- ast ágæt innspýting í atvinnumál bæjarins enda ekki á hverjum degi sem slíkt hendir. Bankinn lætur ekki þar við sitja, því fyrirhugað er að stækka neðri hæðina allnokkuð til suðurs og mun þá starfsemi útibúsins öll færast á þá hæð. Þarna er um að ræða áfanga í gagngerum breytingum á útibúinu. Reikna má með að verkefnið taki nokkra mánuði og verður spennandi að fylgjast með hvernig til tekst. Á meðfylgjandi mynd má sjá hvernig umhorfs er á skiptiborðinu en ekki þurfti að leggja í miklar breytingar á húsnæðinu við þessa ráðstöfun utan þess að auðvitað þurfti að fjölga símtækjum og koma upp viðeigandi búnaði svo símtölin rati á rétt- an stað á landinu. Ný störf í boði KB-banka

x

Mosfellingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.