Mosfellingur - 28.04.2006, Blaðsíða 14

Mosfellingur - 28.04.2006, Blaðsíða 14
Í eldhúsinu Mosfellingur - Bæjarmál og aðsendar greinar14 Rækjusalat Ragnheiðar hjá Ragnheiði - 1 dós sýrður rjómi - 1 lítil dós majones - dós ananaskurl (ekki safi nn) - 1 rauð paprika í litlum bitum - 1 græn paprika í litlum bitum - 1 púrrulaukur í sneiðum - 2 ostar í litlum bitum (t.d. mexícó/pipar) - 2-300 gr. rækjur - rauð vínber skorin til helminga Rjóminn og majonesið hrært saman ásamtanansinum. Síðan er hvert hráefnið af öðru hrært samanvið: paprika, púrra, ostur, rækjur og vínber. Borið fram kalt með kexi eða brauði en einnig er hægt að setja salatið yfi r fi sk og baka í ofni Ragnheiður Valdimarsdóttir sendir okkur þessa frábæruuppskrift að rækjusalati. Hún segir salatið leyna á sér, það sé algjört sælgætiog bráðni í munni. Frá áramótum hefur verið unnið að viðamiklum breytingum á útibúi Landsbankans við Höfða og má segja að útibúið sé nánast nýtt. Útibúið er eitt af yngri útibúum Landsbankans en það var stofnað 1984. Aðstaða viðskiptavina og starfsfólks eru orðin miklu betri en áður var og viðskipta- vinir hafa lýst mikilli ánægju með breytingarnar. Á dögunum var haldið heljarinnar hóf til að fagna breyting- unum og margt var um manninn. Mosfellingar hafa í vaxandi mæli nýtt sér þjónustu Höfðabakkaúti- búsins, en Landsbankinn er nú bakhjarl bæði Aftureldingar og Golf- klúbbsins Kjalar. Að sögn Kristjáns Guðmundssonar útibús stjóra á Höfða hlakkar hann til áframhald- andi samstarfs við Mosfellinga. Gjörbreytt útibú við Höfða Taustur viðskiptavinur Anna Gísla og Guðrún létu sig ekki vantaGuitar Islancio sló á létta strengi Kristján Guðmundsson útibússtjóri, fyrir miðju, í góðra vina hópi Þann 22. apríl hélt Emil Hjartar- son upp á sjötugsafmæli sitt í Harðar- bóli í viðurvist ættingja og vina. Emil hefur verið kennari í 46 ár og kenndi m.a. á Flateyri og í Varmárskóla frá árinu 1989 og lætur af störfum nú í vor. Þegar Emil hóf kennslu við Varmárskóla tók hann við bekk sjö ára nemenda sem átti eftir að fylgja honum næstu sex árin, þ.e. frá 2.-7. bekk. Nú, 11 árum síðar, tóku nem- endur þessir sig saman og brugðu á það ráð að safna fyrir harmonikku og gefa honum í tilefni stórafmælis- ins. „Þegar Emil kenndi okkur var síðasti tíminn á föstudögum alltaf söngtími. Þá tók Emil fram nikkuna og við í bekknum sungum undir harmonikkuleik hans. Eins var þetta fastur liður á öllum bekkjarkvöldum og öðrum samkomum. Þegar ég frétti um daginn að harmonikkan góða væri ónýt ákvað ég að hóa í alla gömlu bekkjarfélagana og stakk uppá því að gefa honum nýja „með sál” í afmælisgjöf. Þau tóku öll rosalega vel í þessa hugmynd og fi nnst okkur nú alveg frábært að vita af því að hann getur byrjað að spila aftur og hugsað til okkar með bros á vör”, sagði Helena Gunnarsdóttir. Emil var að vonum hæstánægður og í senn stein- hissa með uppátæki gömlu nemenda sinna og sagði m.a. í þakkarræðu sinni að hópur þessi væri launin hans eftir 46 ár sem hann er búinn að vera kennari. Fékk harmonikku frá gömlum nemendum Auglýsing frá yfirkjörstjórn Mosfellsbæjar Bymos þriggja ára Um þessar mundir fagnar Byggingavöruverslun Mosfells- bæjar þriggja ára afmæli. Að sögn stofnanda og eiganda þess, Karls D. Björnssonar, hefur versl- uninni vegnað nokkuð vel þó svo uppá síðkastið hafi verulega dofnað yfi r viðskiptunum. Karl hvetur Mosfellinga og nærsveitarmenn að versla innan- bæjar sé þess kostur og segir að ef hægt eigi að vera að halda úti svona þjónustu við bæjarbúa, verði þeir að sjálfsögðu að not- færa sér hana. Að öðrum kosti lognast slík þjónusta útaf. Sá misskilningur hefur kom- ist á kreik í bænum að Bymos sé að hætta rekstri. Ekkert slíkt er fyrirhugað að sinni að sögn Karls, en mögulegur fl utning- ur á versluninni stendur fyrir dyrum. Byggingavöruverslun Mos fellsbæjar er staðsett að Urðarholti 4, við hliðina á Mos- fellsbakaríi. www.mosfellingur.isÞverholt 5 S. 566 8110

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.