Mosfellingur - 28.04.2006, Page 15

Mosfellingur - 28.04.2006, Page 15
hjá Ragnheiði 15Mosfellingur - 1 dós sýrður rjómi - 1 lítil dós majones - dós ananaskurl (ekki safi nn) - 1 rauð paprika í litlum bitum - 1 græn paprika í litlum bitum - 1 púrrulaukur í sneiðum - 2 ostar í litlum bitum (t.d. mexícó/pipar) - 2-300 gr. rækjur - rauð vínber skorin til helminga Rjóminn og majonesið hrært saman ásamtanansinum. Síðan er hvert hráefnið af öðru hrært samanvið: paprika, púrra, ostur, rækjur og vínber. Borið fram kalt með kexi eða brauði en einnig er hægt að setja salatið yfi r fi sk og baka í ofni Taustur viðskiptavinur Kristján Guðmundsson útibússtjóri, fyrir miðju, í góðra vina hópi Þann 22. apríl hélt Emil Hjartar- son upp á sjötugsafmæli sitt í Harðar- bóli í viðurvist ættingja og vina. Emil hefur verið kennari í 46 ár og kenndi m.a. á Flateyri og í Varmárskóla frá árinu 1989 og lætur af störfum nú í vor. Þegar Emil hóf kennslu við Varmárskóla tók hann við bekk sjö ára nemenda sem átti eftir að fylgja honum næstu sex árin, þ.e. frá 2.-7. bekk. Nú, 11 árum síðar, tóku nem- endur þessir sig saman og brugðu á það ráð að safna fyrir harmonikku og gefa honum í tilefni stórafmælis- ins. „Þegar Emil kenndi okkur var síðasti tíminn á föstudögum alltaf söngtími. Þá tók Emil fram nikkuna og við í bekknum sungum undir harmonikkuleik hans. Eins var þetta fastur liður á öllum bekkjarkvöldum og öðrum samkomum. Þegar ég frétti um daginn að harmonikkan góða væri ónýt ákvað ég að hóa í alla gömlu bekkjarfélagana og stakk uppá því að gefa honum nýja „með sál” í afmælisgjöf. Þau tóku öll rosalega vel í þessa hugmynd og fi nnst okkur nú alveg frábært að vita af því að hann getur byrjað að spila aftur og hugsað til okkar með bros á vör”, sagði Helena Gunnarsdóttir. Emil var að vonum hæstánægður og í senn stein- hissa með uppátæki gömlu nemenda sinna og sagði m.a. í þakkarræðu sinni að hópur þessi væri launin hans eftir 46 ár sem hann er búinn að vera kennari. Fékk harmonikku frá gömlum nemendum Stjórnandi er Helgi R. Einarsson Meðleikari Arnhildur Valgarðsdóttir Einsöngvarar Íris Hólm Jónsdóttir og Viktor A. Guðlaugsson VORTÓNLEIKAR ÁLAFOSSKÓRSINS Í Bókasafni Mosfellsbæjar fi mmtudaginn 4. maí kl. 20.30 og í Laugarneskirkju sunnudaginn 7. maí kl. 16.00. Frestur til að skila inn framboðum við bæjarstjórnarkosningarnar sem fram fara þann 27. maí 2006 er til 6. maí nk. Yfi rkjörstjórn Mosfellsbæjar mun veita framboðum viðtöku á skrifstofum Mosfellsbæjar í Kjarna, Þverholti 2, 4. hæð, laugardaginn 6. maí nk. milli kl. 09:00 og 12:00. Aðsetur yfi rkjörstjórnar á kjördag þann 27. maí 2006 verður í Lágafellsskóla við Lækjarhíð. Mosfellsbæ 27. apríl 2006 Yfi rkjörstjórn Mosfellsbæjar Þorbjörn Inga Jónsdóttir formaður Haraldur Sigurðsson Gunnar Benediktsson Auglýsing frá yfirkjörstjórn Mosfellsbæjar www.mosfellingur.is

x

Mosfellingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.