Mosfellingur - 28.04.2006, Blaðsíða 17

Mosfellingur - 28.04.2006, Blaðsíða 17
Unga fólkið - Mosfellingur 17 TV ÍF A R A R TV ÍFA R A R Jæja, elsku kútarnir mínir, hvað segið þið nú gott. Ég veit allavegana að ég segi allt ljómandi gott. Ég ætla rétt að vona að allir hafi haft það eins fínt og ég um páskana, því ef svo er þá ættu allir að vera mjög sáttir. Nú er maður búinn að vera nánast hinu- megin á hnettinum, nánar tiltekið í Kína, í tæpar þrjár vikur. Þetta er alveg ótrulegt, ég tók ekkert eftir því á meðan ég var úti en þegar ég kom heim sá ég hversu skáeygður og gulleitur ég var orðinn. Ekki nóg með það heldur er ég orðin tæpum tuttugu senti- metrum minni. Það er alveg rosalegt hvað þetta hunda-, rottu- og hrísgrjónaát getur haft í för með sér, þannig að nú er maður bara að rétta sig af með stífu pítsu- og börgeráti. Ég er nú samt orðinn svo fl inkur á prjónana að ég er farinn að geta gripið fl ugur á fl ugi með prjónunum einum. Tjong ar- ar eru yndislegt fólk. Þeir eru skugga- lega hressir, vinalegir og fl est allir mjög heiðarlegir. Hvar sem maður kem ur inn á skemmtistað eða eitt hvað þ e s s h á t t a r er manni b o ð i ð upp á d r y k k og ef ma ð u r er ekki með nein leið indi þá eru þeir bara topp náungar. Gull af mönnum. Þeir vinna 18 tíma á sólahring og sofa í fi mm. Svo þvertaka þeir fyrir það að maður borgi nokkuð aukalega fyrir hluti eins og leigara og þjórfé er ekki til í kínveskri orðabók. Það hættulegasta sem ég hef gert um ævina er líklega að setjast upp í kínverskan leigubíl. Í fyrsta lagi skilja þeir hvorki upp né niður hvert maður vill fara, jafnvel þó að maður sé bara að fara á Mc. Donalds (MG- BOnalds eins og þeir kalla það) og í öru lagi eru engar umferðar- eglur í Kína. Það eina sem gildir er að hik er sama og tap/dauði. Þeir standa bílana eins og druslan dregur, á móti umferð, yfi r á rauðu, þrír á tveimur akreinum og hvað eina. Engin belti og ekki neitt. Svona 80% bílanna þarna fengi ekki skoðun á Íslandi. Þessi ferð var dúndrandi tveggja vikna skrall með öllu sem því fylgir. Það var rallað svo rosalega að við komumst ekki einu sinni til þess að kíkja á Kínamúrinn. Við náðum þó að kaupa okkur jakkaföt sem var mjög gott. Við fórum sjö strákar og pöntuðum 15 jakkaföt, létum taka af okkur mál og svona, og viku seinna var skraddaraskíturinn búinn að sauma 15 jakkaföt úr fínustu efnum. Hversu hratt getur einn maður saum- að? Og þetta kostaði ekki nema átta þúsund ISK settið. Sem er ekki neitt. Sem er minna en alls ekki neitt. Ef ykkur fi nnst gaman að ferðast mæli ég eindregið með að þið skellið ykkur til Kína. Það er toppurinn. En þangað til næst ”Sjúsjú púng” eins og þeir segja í kína. Þrándur grjónapungur Allt í fína frá Kína Ef það er eitthvað sem er sann- leikurinn samankominn þá er það málshátturinn „Maður er manns gaman”. Hvað væru bestu og verstu stundir lífs manns ef að maður hefði engan til að deila þeim með? Þær væru ekki þær sömu það er alveg ljóst...! Ég meina hversu skemmtilegt hefði verið að fara einn til Spánar í útskriftarferð? Eða fara einn á Þjóðhátíð í Eyjum? Eða fara sóló í Kolaportið á sunnudögum til að fi nna skrýtnu lyktina og skoða stytt- una sem er alveg eins og Reynir Pétur og kostar 350.000 krónur? Ég meina þetta væri ekki neitt. Ég hef alltaf verið virkilega hepp- inn með vini. Ég er svo fáránlega lánsamur að það er bara rugl. Ég get ekki einu sinni talið hversu mikið að góðum vinum ég á. Og ekki bara það heldur marga mismunandi vini úr öllum áttum. Sem færir mig að svokölluðu fellum/bloggvinum mínum sem eru með mér í svokölluðum blogghóp. Þetta blogg er ekki neitt í rauninni. Bara síða þar sem við strákarnir látum vægast sagt bældan og oft á tíðum algjörlega óskiljanlegan einkahú- mor okkar njóta sín. Það er efl aust mannskemmandi fyrir marga að lesa þvaðrið sem þarna birtist en hverjum er ekki sama. Eins og ég sagði þá er þetta blogg bara auka atriði. En það býr til svona ramma í rauninni utan um nokkra félaga og heldur þeim þétt- ar saman. Til dæmis hittumst við oft í nafni hópsins og lát um illa saman og það er bara góður kostur. Það sem ég er kannski líka að reyna segja er að ekki gleyma félögunum... og vinkonunum. Það eru margir sem detta í þá gryfju að fara í samband og salta bara félagana eða vinkonurn- ar. Það er alveg off . Hvað gerist svo þegar sambandið er búið? Ég held að það sé öllum hollt að halda áfram að feta meðalveginn. Auðvitað verður maður að sinna þess ari ást, en ekki til að fórna fífl alátun um, hlátrinum og ruglinu sem þú getur bara lennt í með strákunum/stelpunum. Ásgeir „Slææ”Jónsson – Fínn gaur. Nú er að koma að þeim tíma punkti í lífi mínu sem kemur nákvæmlega einu sinni á ári. Jú, mikið rétt þann 30. maí næstkomandi á ég afmæli, ég verð einu ári eldri enn ég er í dag en samt bara deginum eldri en deginum áður en ég lagðist í beddann kvöldinu áður, þá árinu yngri. Hér áður fyrr var þessa dags beðið með mikilli til- hlökkun en nú í dag er þetta tilgangs- laus áminning um að ég sé að verða gamall. Stórir blómvendir og gamlar viskífl öskur eru afþakkaðar en ég minni á bankareikninginn minn... - þar sem yfi rdráttarheimildin er orðin ansi svæsin. Ég verð á þessu herrans ári 2006 26 ára gamall, ykkur þykir það efl aust engin tímamót en þau eru það svo sannarlega fyrir mér. Maður er ekki kominn á þrítugsaldur fyrr en maður er röngu megin við 25 ára. Því fylgir mikil ábyrgð að vera kominn á þennan aldur, maður þarf að fara að haga sér einsog maður, hætta allri vitleysu og reyna eftir besta megni að haga sér einsog meðlimur í vísitölufjölskyldu eins og maður les um í blöðunum. Hvernig veit ég að ég er að verða gamall??? Bumban er fyrir löngu orðin út- stæð, hárið farið að þynnast hrotta- lega mikið, svo mikið að ég varð að grípa til sköf- unnar góðu, maður er orðinn mýkri maður og háskælir yfi r Opruh-þáttunum á Stöð 2, ég skipti út vodkanu og landasull- inu fyrir kaldan mjöð eða rauðvínsglas, þegar maður sér krakka út í búð þá er maður nefndur í laumi „kallinn” eða „maðurinn”, maður má ekki taka kork inn úr rauðvínsfl ösk- unni því þá er maður þunnur í tvo til þrjá daga - sem sagt ekki 19 ára lengur (því að þá var þynnka bara trölla sögur og sögusagnir). Þegar ég var svona sex ára þá voru menn á þrítugsaldri bara gamlir kallar í mínum augum, bara komnir með aðra löppina í gröfi na. Þann 30. maí verð ég opinberlega kominn á þrítugsaldurinn samkvæmt mínum bókum og ef ég væri ekki búinn að missa mest allt hárið myndi það verða grásprengt þegar ég vakna þennan þriðjudagsmorgun. Já, ég verð breyttur maður, eldri og reyndari. Maður getur sagt við ung l- inga nútímans að maður hafi verið uppi á þeim tímum þegar Bubbi hafði hár, Michael Jackson var ekki bara barnaperri, Ísland komst á verðlauna- pall í handbolta og Davíð Oddsson var bara borgarstjóri en ekki þessi mafíufor- ingi sem hann er í dag. Boy Georg þótti mikill töff ari, Coventry voru að berjast um titilinn og Sil- vester Stall one fannst mönnum vera nokkuð góður leikari. Þetta voru gömlu góðu dagarnir. Dagarnir þegar mað- ur var ungur, óreynd- ur og vitlaus, nú er ég bara vitlaus. Ég tala bara eins og afi heitinn þegar hann talaði um seinni heim- styrjöldina og skömmtun arár- in. Já, ég er strax farinn að tala eins og ég sé orðinn gamall. En maður verður bara að sætta sig við það sem maður getur ekki breytt og taka þessu eins og maður. Því það eru bjartir tímar framundan jafnvel þótt hárið sé farið og vömbin sé enn útstæð. ...eldist eins og aðrir HÖGNI SNÆR Frábærir tónleikar í Hlégarði Á síðasta degi þessa vetrar, fóru fram stórtón- leikar á vegum handknattleiksdeildar Aft ur- eldingar. Tónleikarnir voru haldnir í Hlégarði og það var Tríó Reynis Sigurðssonar og systkinin Ragnheiður og Haukur Gröndal sem sáu um skemmtunina. Tríó Reynis byrjaði kvöldstundina með því að spila lög Halldórs Sigfússonar í falleg- um jassbúningi. Eftir það komu Ragnheiður og Haukur með undurfagra þjóðlaga stemmingu þar sem Ragnheiður söng og spilaði á píanó en Haukur spilaði á saxófón og klarinett meðal ann- ars. Það var svo ógleymanleg stund þegar Tríóið sameinaði krafta sína með Ragnheiði og Hauki undir lokin og fl uttu nokkur velvalin lög. Ágætis- mæting var á tónleikana og veturinn kvadd ur með tilþrifum í Hlégarði. Sandra og Ína úr IdolinuÞrándur Þjónustuver Mosfellsbæjar óskar að ráða tvo þjónustufulltrúa fullt starf vegna sumarafl eysinga sumarið 2006. Helstu verkefni verða símvarsla, þjónustu-og upplýsingagjöf, ýmis skráningarvinna, reikningagerð og gerð fundarboða ásamt almennum skifstofustörfum. Vinnutími er 8-16,15. Kunnátta á tölvur, reynsla af sambærilegum störfum, þjónustulund og færni í mannlegum samskiptum er æskileg. Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um. Laun skv kjarasamningi Starfsmannafélags Mosfellsbæjar. Æskilegt er að viðkomandi geti hafi ð störf 1. júní. Umsóknum skal skilað fyrir 12. maí í þjónustuver Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ eða á netfangið anna@mos.is. Sumarstörf í Þjónustuveri Mosfellsbæjar Nálgast má umsóknareyðublöð á heimasíðu Mosfellsbæjar, www.mos.is. Frekari upplýsingar um starfi ð gefur Anna Margrét Bjarnadóttir í síma 5256700 eða á netfangið anna@mos.is Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.