Mosfellingur - 19.05.2006, Blaðsíða 3

Mosfellingur - 19.05.2006, Blaðsíða 3
Í ÞÁ GÖMLU GÓÐU... ...þegar hraðbrautir, tengibrautir og mislæg gatnamót í Mosfells- sveit hljómaði eins og brandari úr öðru sólkerfi. Þá var eini almenni- legi akvegurinn ekta sveitavegur sem hefði varla verið lagður svo snemma ef ekki hefði verið fyrir herinn. Á myndinni, sem tekin er 1941-2, er umhverfi Varmár þéttsetið braggahverfum með þúsundum hermanna. Horft er upp með ánni, yfir Álafosshverfið í áttina að Reykjum sem er efst til vinstri á myndinni. Herbúð- irnar voru nefndar kampar og á myndinni má meðal annars sjá Camp Lumley lengst til hægri hjá Brúarlandi en einnig Camp Whitehorse norðan við Álafoss og loks Camp Lampton Park skammt frá Reykjum. Tvennt er það sem er á fjögurra ára fresti, það eru kosningar og heimsmeistarakeppnin í fótbolta. Viðburðir sem erfitt er að láta fram hjá sér fara. Þar eru meistarar krýndir til næstu fjögurra ára. Að miklu er að keppa og allt er lagt í sölurnar. Skelfilegt er að horfa uppá þegar menn meiðast rétt fyrir átökin og þurfa jafnvel að fylgjast með úr „stúkunni”. Á mínum knattspyrnu- ferli hef ég sjálfur lent í átökum og þurft að yfirgefa vígvöllinn á ögur- stundu. Erfitt getur verið að standa algjörlega gagnlaus á hliðarlínunni. Ég hvet því alla sem vettlingi geta valdið að hafa áhrif á úrslitin þann 27. maí því allir bæjarbúar eru hluti af leiknum. Ekki er um einstaklingsíþrótt að ræða, heldur samhentan hóp sem vinnur vel saman að takmarki sínu. Hópurinn er gjarnan hristur vel saman með æfingabúðum og öðru tilheyrandi. Andstæðingurinn er oftar en ekki kortlagður og þjálf- ararnir fara yfir styrk- og veikleika liðanna. Liðin geyma oft fram á síðustu stundu að tilkynna leikmenn og taktík sem leikin verður. Sumir leggja upp með harðar tæklingar og grófan leik meðan aðrir leika með hjartanu og spila samba-bolta. Til að mynda finnst mér unun að horfa á Brasilíumennina dansa á vellinum, skemmta sjálfum sér og öðrum og ávallt með leikgleðina í fyrirrúmi. Hvetjum okkar lið og höfum áhrif. Skiljum sátt að leik loknum og berum virðingu fyrir andstæðingnum. Í fótbolta er oftast um einn sigurveg- ara að ræða. En í kosningum er það svo skemmtilegt að sama hvernig kosningarnar fara, vilja oftast flestir telja sig sigurvegara. Fair play Allir á völlinn Hilmar Gunnarsson ritsjtóri Úrslitaleikurinn í Mosó 27. maí Ferming og kirkjureið Sími: 586 8080 www.fastmos.is Súluhöfði – 216,7 m2 einbýlishús Kjarna, Þverholti 2 Mosfellsbæ * NÝTT Á SKRÁ* Vorum að fá í sölu mjög fallegt og sjarmerandi 175,8 einbýlishús á einni hæð ásamt 40,9 m2 bílskúr rétt við golfvöll Mosfellsbæjar. Húsið er kandískt hús byggt árið 2000. Skipulag hússins er mjög gott, stórt eldhús með borðstofu, stofa með arni, 4 svefnherbergi, baðherbergi m/kari og sturtu, fataherbergi inn af hjónah., þvottahús og gestasalerni. Flísar og merbau parket á gólfum. Verð kr. 49,7 m. Einar Páll Löggiltur fasteignasali Hildur Lína Akurholt – 233 m2 einbýlishús 233,4 m2 einbýlishús á einni hæð, þar af 63,7 m2 bílskúr við Akurholt í Mosfellsbæ. Undir íbúðinni er útgrafinn kjallari, þar er möguleiki á ca. 80 m2 aukarými. Húsið skiptist í 4 svefnherbergi, stóra stofu m/arni, eldhús með fallegri innréttingu og baðherbergi m/hornbaðkari og sturtu. Alvöru bílskúr með gryfju og miklu geymsluplássi. Útgrafinn kjallari undir húsinu gefur ýmis tækifæri. **Verð kr. 39,9 m.** Fellsás – 267,7 m2 parhús m/aukaíbúð. *NÝTT Á SKRÁ* Vorum að fá 267,7 m2 parhús á 2 hæðum með aukaíbúð á jarðhæð, innst í botnlanga með miklu útsýni við Fellsás í Mosfellsbæ. Aðalhæðin skiptist í stofu, eldhús, 2 svefnherbergi, baðherbergi og vinnuaðstöðu, auk þess er bílskúr á þessari hæð. Á jarðhæð er búið að innrétta góða 103 m2 aukaíbúð, með eldhúsi, baðherbergi, stofu, svefnherbergi og holi. Undir bílskúrnum er 32 m2 rými sem mögulegt væri að nýta. Þetta er tilvalin eign fyrir tvær fjölskyldur eða til útleigu. Verð kr. 49,0 m. Skeljatangi – 4ra herb. * NÝTT Á SKRÁ* Vorum að fá fallega 94,2 m2, 4ra herbergja íbúð í litlu fjórbýlishúsi í einu vinsælasta hverfi Mosfellsbæjar. Þrjú góð svefnherbergi, lokað eldhús, góð stofa, baðherbergi og geymsla. Sameiginleg lóð til fyrirmyndar og gönguleið að húsi hellulögð með snjóbræðslu. Lágafellsskóli og leikskólinn Hulduberg er rétt hjá og því tilvalin eign fyrir barnafjölskyldu. Verð kr. 21,8 m. Álmholt – 236 m2 einbýli + aukaíb. * NÝTT Á SKRÁ* Vorum að fá í einkasölu 236,1 m2 einbýlishús með aukaíbúð í kjallar, þar af 48,2 m2 tvöfaldur bílskúr. Aðalhæðin er 140 m2 og skiptist í stofu, eldhús, þvottahús, 4 svefnherbergi og baðherbergi. Í kjallara eru björt 2ja herbergja íbúð tilvalin til útleigu eða fyrir unglinginn. Húsið stendur djúpt í lóðinni og stórt og gott bílaplan og mikill suðurgarður. Verð kr. 48,9 m. Þverholt – 114 m2 íbúð. * NÝTT Á SKRÁ* Vorum að fá þessa 114,1 m2, 3ja herbergja íbúð á 2. hæð við Þverholt í Mosfellsbæ. Eldhús með U-laga innréttingu, góðum borðkrók og búrherbergi, stór stofa, baðherbergi m/kari og sturtu, gott svefnherbergi og stórt hjónaherbergi + fataherbergi. Þetta er stór og rúmgóð íbúð með möguleika á 3ja svefnherberginu. Verð kr. 20,3 m. Miðholt – 3ja herb. * NÝTT Á SKRÁ* Vorum að fá 83,5 m2 3ja herbergja íbúð á efstu hæð í miðbæ Mosfellsbæjar. Mahony parket er á holi, stofu og tveimur svefnherbergjum, dúkur á baði og flísar á forstofu og þvottahúsi. Gott eldhús með borðkrók og flísaparketi á gólfi. Þetta er falleg og björt íbúð miðsvæðis í Mosfellsbæ. Gott útsýni til norðurs að Esjunni og svalir í suður. Verð kr. 17,4 m. Þrastarhöfði – 3ja herb + stæði * NÝTT Á SKRÁ* Vorum að fá nýja 91,5 m2, 3ja herbergja íbúð á efstu hæð í 3ja hæða fjölbýli ásamt stæði í bílageymslu, við Þrastarhöfða 4-6 í Mosfellsbæ. Íbúðin er stílhrein og falleg, hvítar innréttingar og innihurðar, hvíttað eikarplastparket á gólfum en svartar náttúruflísar á forstofu, þvottahúsi og baðherbergi. Íbúðin er til afhendingar strax. Mjög fallegt útsýni er úr íbúðinni til suðvesturs. Verð kr. 21,9 m. Skeljatangi – 3ja herb. * NÝTT Á SKRÁ* 84,9 m2, 3ja herbergja Permaform íbúð á 2. hæð í litlu fjölbýli á barnvænum stað við Skeljatanga í Mosfellsbæ. Tvö góð svefnherbergi, baðherbergi m/sturtu, sér geymsla og björt stofa og eldhús. Húsið stendur í þyrpingu svipaðra húsa, í miðju hennar er lítið barnaleiksvæði. Tilvalin eign fyrir barnafólk. Verð kr. 19,3 m. Furubyggð – 109,5 m2 raðhús * NÝTT Á SKRÁ* Vorum að fá í sölu 109,5 m2 raðhús á einni hæð við Furubyggð. Í húsinu eru þrjú svefnherbergi, stór stofa og eldhús, hol, baðherbergi og sér þvottahús. Gott bílastæði er fyrir framan húsið og sér afgirtur garður í suðurátt. Húsið er byggt árið 1990, en komið er að andlitslyftingu og því tilvalið tækifæri fyrir laghenta. Verð kr. 26,9 m. Krókabyggð – 108 m2 endaraðhús Erum með 96 m2 endaraðhús með 12 m2 millilofti við Krókabyggð. Í íbúðinni eru 3 góð svefnherbergi, baðherbergi með kari, eldhús og rúmgóð stofa. Þetta er tilvalin eign fyrir þá sem vilja skapa sinn eigin stíl á íbúðina. **Verð kr. 25,8 m.** Sími: 586 8080 www.fastmos.is Þrastarhöfði – 4ra herb Kjarna, Þverholti 2 Mosfellsbæ * NÝTT Á SKRÁ* Vorum að spánýja 4ra herbergja 107,8 m2 endaíbúð á efstu hæð í nýju 3ja hæða fjölbýli við Þrastarhöfða í Mosfellsbæ. Íbúðin er til afhendingar strax og afhendist fullbúin án gólfefna, en baðherbergi er flísalagt og flísar eru á þvottahúsi. Fallegar eikarinnréttingar eru í eldhúsi, svefnherbergjum og baði. Glæsilegt útsýni er til vesturs út á sundin. Frábær staðsetning í nýju hverfi, rétt hjá skóla og leikskóla. Verð kr. 23,9 milljónir Einar Páll Löggiltur fasteignasali Hildur Lína Merkjateigur – 186,6 m2 einbýli Fallegt einbýlishús á einni hæð með rúmgóðum 46 m2 bílskúr í grónu hverfi í Mosfellsbæ. Í húsinu eru 4 svefnherbergi, stofa, borðstofa, eldhús, stórt miðrými/fjölskyldurými, sér þvottahús og baðherbergi m/kari og sturtu. Húsið lítur vel út og fyrir framan húsið er fallegur suðurgarður. Bílaplan er hellulagt m/snjóbræðslu. Verð kr. 39,5 m. Reykjahvoll – 252, m2 fokhelt einbýli Fokhelt 252,1 m2 einbýlishús á einni hæð með tvöföldum bílskúr á einstökum útsýnisstað í Mosfellsbæ. Húsið er fokhelt í dag, ljós marmaramulningi á veggjum, aluzink bárujárn á þaki, mahony gluggar og inngangshurðar og tvær hvítar bílskúrshurðar. Húsið stendur hátt í byggðinni með einsakt útsýni yfir Mosfellsbæ og fellin. Frábær hönnun, 4 svefnherbergi, 2 baðherbergi, stór stofa, borðstofa og eldhús. Húsið er tilbúið til afhendingar. Verð kr. 39,9 m. Tröllateigur – 4ra herb. Erum með stóra og bjarta 4ra herbergja endaíbúð í nýju fjölbýli við miðbæ Mosfellsbæjar. Íbúðin er á 2. hæð, en gengið er inn í íbúðina frá götu, en úr stofu er gengið út svalir með fallegu útsýni að Esjunni. 3 rúmgóð svefnherbergi, sér þvottahús, baðherbergi með sturtu og baðkari. Hvíttað birki í öllum innréttingum, flísar á forstofu, baði og þvottahús, hnotu plastparket á öðrum gólfum. **Verð kr. 24,9 m.** Urðarholt – 150 m2 atvinnuhúsnæði * NÝTT Á SKRÁ* Vorum að fá í einkasölu 150 m2 atvinnuhúsnæði á jarðhæð í miðbæ Mosfellsbæjar. Gott verslunarpláss og inn af því hefur verið innréttuð íbúðaraðstaða. Gott gluggapláss er út á bílastæðið og gott aðgengi. Rýmið stendur við Mosfellsbakarís sem er eitt best bakarí á landinu. Verð kr. 22,5 m. Þverholt – 3ja herb. *NÝTT Á SKRÁ* Vorum að fá 114,3 m2, 3ja herbergja íbúð á 3ja hæð í góðu fjölbýli í Mosfellsbæ. Þetta er stór og björt íbúð, 2 góð svefnherbergi, fataherbergi inn af hjónah., baðherbergi með kari og sturtuklefa, sér þvottahúsi, rúmgóð stofa og eldhús með góðum borðkrók. Mögulegt væri að stúka af 3ja svefnherbergið. Suðursvalir og stutt í alla þjónustu. Íbúðin getur verið laust strax. Verð kr. 21,3 m Tröllateigur 141-150 m2 íbúðir Eigum aðeins eftir tvær 141-150 m2 íbúðir í nýju fjórbýlishúsi í byggingu við Tröllateig 43 í Mosfellsbæ. Húsið er eitt síðustu húsa í nýju hverfi sem er að rísa við miðbæð Mosfellsbæjar. Stutt er í alla þjónustu, skóla og íþróttasvæði. Íbúðirnar eru 3ja – 5 herbergja og afhendast fullbúnar með innréttingum, en án gólfefna, en þó verður baðherbergi og þvottahús flísalagt. Íbúðirnar verða afhentar í maí og júní 2006. Verð frá kr. 27,9 m. Einbýlishúsalóð í Þrastarhöfða Erum með í einkasölu 760,3 m2 byggingarlóð undir einbýlishús Í Þrastarhöfðanum í Mosfellsbæ. Heimilt er að byggja allt að 270 m2 hús, hámark 240 m2 á jarðhæð og hámark 60 m2 efri hæð. Aðaluppdráttur af 240 m2 húsi fylgir með. Lóðin er í nýju hverfi rétt við golfvöll Mosfellsbæjar, nýr leikskóli og grunnskóli eru í örskots fjarlægð og sundlaug í byggingu. Ásland – 203,8 m2 parhús Erum með mjög glæsilegt parhús, innst í botnlanga með glæsilegu útsýni. Húsið er á tveimur hæðum, á jarðhæð er bílskúr, forstofa og 2ja herbergja íbúð, en á efri hæðinni er stór stofa, eldhús, baðherbergi og 2-3 svefnherbergi. Stórt hellulagt bílaplan og timburverönd aðlöguð að náttúrugrjóti. Húsið stendur hátt í lóðinni og því einstakt útsýni frá því. Verð kr. 49,7 m. NÝTT Á SKRÁ* Vorum að fá fallega 94,2 m2, 4ra herbergja íbúð í litlu fjórbýlishúsi á fallegum stað í Skeljatanga. Þrjú góð svefnherbergi, eldhús, stofa, flísalagt baðherbergi og þvottahús. Sameiginleg lóð til fyrirmyndar og lítið barnaleiksvæði í augsýn. Lágafellsskóli og leikskólinn Hulduberg er rétt hjá og því tilvalin eign fyrir barnafjölskyldu. Verð kr. 22,3 m. Skeljatangi – 4ra herb. Einbýlishúsalóð í Mosfellsdal *NÝTT Á SKRÁ* Vorum að fá í sölu 1,2 ha lóð undir einbýlishús og frístundarbúskap fremst í Mosfellsdalnum. Fallegur staður, milli Þingvallarvegar og Suðurár. Allar nánari upplýsingar gefur Einar Páll Arnarhöfði – 189,7 m2 endaraðhús *NÝTT Á SKRÁ* 189,7 m2 endaraðhús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr við Arnarhöfða í Mosfellsbæ. Á jarðhæð er stór stofa, eldhús með fall- egri viðarinnréttingu, borðstofa, svefnherbergi, forstofa og gestasalerni. Á 2. hæðinni eru tvö stór svefnherbergi og möguleiki á 2 öðrum svefnherbergju, þvottahús og baðherber i. Stór suðvesturgarður og svalir í suðvestur með miklu útsýni. Þetta raðhús er á flottum stað í Höfðahverfinu, stutt er á olfvöl- lin og leikskóli, grunnskóli og sundlaug (í byggingu) eru í göngufjarlægð. Verð kr. 41,9 m. Furubyggð – 166,3 m2 endaraðhús *NÝTT Á SKRÁ* Vorum að fá stórt og rúmgott endaraðhús á tveimur hæðum auk risherbergis og bílskúrs. Stofa, borðstofa, ldhús, þvotta ús og gestasalerni á jarðhæð, 3 svefnherbergi, baðherbergi og TV-hol á 2. hæð og stórt risherbergi. Stórar svalir í suðaustur, afgirt timburverönd út frá stofu og stórt hellulagt bílaplan. Þetta er falleg eign í grónu og frið ælu hverfi í Mosfellsbæ. Verð kr. 39,3 m. Lágholt – 165,8 m2 einbýlishús eð bílskúr Erum með 128,6 m2 einbýlishús á einni hæð ásamt 37,2 m2 bílskúr á góðum stað í hjarta Mosfellsbæjar. 4 svefnherbergi, stofa, borðstofa, eldhús, baðher- bergi og stórt þvottahús. Húsið er byggt 1968 og þarfnast endurbóta. Skóli, íþróttaaðstað og stundlaug rétt hjá sem og miðbær Mosfellsbæjar. Verð kr. 33,9 m. Bjargartangi – sérhæð. Björt og vel skipulögð 152,2 m2 neðri sérhæð með möguleika á 50 m2 bílskúr, með sér aðkomu á góðum stað í Mosfellsbæ. 3 svefnherbergi, baðherbergi m/kari, sér þvottahús, stór geymsla, lokað eldhús m/bor krók, sjónvarpshol, borðstofa og stofa með arni. Sér garður út frá stofu og stór sameiginleg lóð. Bílastæði hellulagt og aðkoma frá Álfatanga. Verð kr. 34,9 m. Bjargslundur – NÝTT 207 m2 einbýlishús Erum með mjög fallegt einbýlishús í byggingu í útjaðri byggðar í Mos- fellsbæ. Húsið er einnar hæðar timburhús með innbyggðum bílskúr og afhendist TILBÚIÐ TIL INNRÉTTINGA í júlí nk. Þetta er vel skipulagt og sjarmerandi hús sem stendur á 882,2 m2 eignalóð á fallegum stað, rétt við Varmá og Reyki. Verð kr. 45,9 m. Tröllateigur – 167,1 m2 endaraðhús 167,1 m2 endaraðhús á tveimur hæðum í nýbyggðu hverfi við miðbæ Mos- fellsbæjar. Á jarðhæð eru stofa, borðstofa, eldhús, gestasalerni og bílskúr, en á 2. hæð eru 3 góð svefnherbergi, vinnuherbergi, þvottahús og stórt baðher- bergi. Flísar og bambusparket á gólfi og fallegar innréttingar í eldhúsi og baði. Áhvílandi kr. 27,0 milljónir með 4,15-4,2% vöxtum Verð kr. 41,5 m www.fastmos.is

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.