Mosfellingur - 19.05.2006, Blaðsíða 4

Mosfellingur - 19.05.2006, Blaðsíða 4
Mosfellingur - Fréttir, bæjarmál og aðsendar greinar4 Í síðasta tölublaði Mos- fellsfrétta er í nafnlausri grein veist að æru okkar hús- eiganda og leigusamnings- hafa á jörðunum kringum Hulduhóla – Hamrafelli og Láguhlíð og látið að því liggja að við séum þiggjendur póli- tískrar fyrirgreiðslu og íviln- unar af hálfu bæjarstjórnar Sjálfstæðisflokksins í Mos- fellsbæ í sambandi við skipulagningu lóða á svæðinu. Ástæðan er sjálfsagt sú að reyna að koma höggi á formann bæjarráðs - Harald Sverrisson, son minn, sem býr á svæðinu og gera störf hans fyrir bæjarfélagið tortryggileg svona rétt fyrir kosningar. Þar sem ýmislegt er missagt í grein þessari verð ég að gera við hana nokkrar athugasemdir: Jarðir þessar voru allar bújarðir með ábúðarréttindum fram að ní- unda áratug síðustu aldar og náðu all- ar niður í fjöru. Hulduhólana keypti ég ásamt manni mínum árið 1969 og náði landið yfir það svæði þar sem nú er Hulduhlíð, Lágafellsskóli, Höfða- hverfið og niður í fjöru fyrir neðan golfskálann, og ræktaði ég á fyrstu búskaparárum mínum í Mosfells- sveitinni kartöflur á melnum þar sem golfskálinn stendur núna. Á níunda áratugnum voru fyrir- hugaðar byggingaframkvæmdir á jörðum okkar og bæjarfélagið gerði við okkur nýjan samning þar sem við afsölum okkur stærstum hluta jarðanna en höldum hvert fyrir sig 3 – 4 hektörum í kringum hús okkar á lóðarleigusamningum til 75 ára. Í milligreiðslu feng- um við byggingarrétt á einu húsi á svæðinu og tvær skipulagðar lóðir sem við gátum selt – en á þeim árum fékkst ekkert sambærilegt verð fyrir lóðir á þessu svæði og nú fæst, svo að ætla mætti að bæjarfélagið hafi gert mjög hag- stæðan samning við okkur fyrir sína hönd. (Í áðurnefndri grein er einmitt hnýtt í bæjarstjórn Sjálfstæðisflokks- ins fyrir lélegan samning.) Samningar við aðra landeigendur á svæðinu voru á svipuðum nótum. Síðan stendur orðrétt í áðurnefndri nafnlausri grein: Núverandi meirihluti sjálfstæðis- manna í Mosfellsbæ samdi síðan við leiguhafa í vetur um að þeir mættu skipuleggja lóðir á landinu og selja. Sannleikurinn er sá að ákvörðunin um þéttingu byggðar á fyrrnefndum jörðum var tekin í tíð vinstri stjórnar í Mosfellsbæ þar sem framsóknar- menn voru í forystu byggingarnefndar. Endanlegt deiliskipulag var síðar unnið á vegum Mosfellsbæjar og skipting lóða á svæðið og staðsetning gerð með sam- komulagi lóðarleiguhafa og bæjarins. Sjálfsagt má velta fyrir sé þeirri spurningu hvort eignarréttur eða annar réttur til lands sé siðlegur en í reglum þjóðfélags okkar er hann virt- ur eins og við vitum. Réttur okkar leigusamningshafa til lands okkar er ekki ósvipaður rétti eiganda eignarlóða til landsins og er því út í hött hjá Mosfellsfréttum að hneykslast á því þótt sum okkar hafi selt lóða- og byggingarréttinn til aðila sem vilja borga fyrir hann. Ef Mosfellsbær hefði viljað leysa þessar jarðir til sín með eignarnámi er óvíst að það hefði orðið fjárhags- lega hagstæðara fyrir bæinn en það er með þessu fyrirkomulagi. Svo vil ég minna aðstandendur Mosfellsfrétta á það að þótt það finn- ist einn yfirlýstur sjálfstæðismaður á svæðinu Lágahlíð – Hulduhólar - Hamrafell, og bæjarstjórinn búi í landi Leirvogstungu, eru stærðarinnar svæði í uppbyggingu í Mosfellsbæ og jarðir hafa verið seldar dýrum dóm- um þar sem meðal eigenda finnst varla nokkur sjálfstæðismaður en því fleiri framsóknarmenn hafa verið þar á rölti gegnum tíðina. En slíkt er víst ekki hneykslunarefni Mosfellsfrétta. Skítapólitík er ekki fallegt orð en svona ærumeiðandi grein eins og þessari nafnlausu í Mosfellsfréttum get ég ekki gefið annað nafn – Pólitík sem kemur óorði á stjórnmálin. Að lokum ætla ég að leyfa mér að vona að það séu eingöngu framsóknar- menn sem muni sjá ofsjónum yfir því að ég verði ekki bónbjargarmanneskja í ellinni og geti stundað mína myndlist meðan heilsan leyfir án þess að vera eingöngu háð sölu verka. Hulduhólum 5. maí 2006 Steinunn Marteinsdóttir Skítapólitík í Mosfellsfréttum Í dag eru tveir grunnskólar í Mos- fellsbæ og augljóst er að þörf er á fleir- um enda er fyrirsjáanleg mikil fjölgun íbúa hér í bænum á næstu árum. Í landi Helgafells mun rísa heilstæður grunnskóli sem auk barna úr væntan- legri byggð í Helgafellslandi á að geta tekið við börnum úr Ása- og Landa- hverfinu. Í landi Leirvogstungu er áætlað að byggja skóladeild einungis fyrir börn í 1-4. bekk, og skv. tillögu Sjálfstæðismanna á einnig að byggja álíka deild í hinu nýja Krikahverfi. Áform eru síðan um skóla í landi Blika- staða og á aðalskipulagi bæjarins er gert ráð fyrir skóla í landi Sólvalla. B-listinn í Mosfellsbæ telur æski- legt að börn gangi í sama hverfisskóla alla sína grunnskólatíð. Mikilvægi þessa má ekki síst sjá í ljósi þeirra þjóðfélagsaðstæðna sem við búum við í dag en þær einkennast m.a. af mikl- um hraða, áreyti og breytingum. Sjálfstæðismenn telja að heppilegt sé að hefja byggingu á skóla fyrir börn í 1-4. bekk í Krikahverfinu og mun sá skóli þjóna því hverfi, sem og að vera valkostur fyrir börn úr öðrum hverf- um. Að 4. bekk loknum eiga börnin að færast úr skólanum í Krikahverfinu yfir í yngri deild Varmárskóla, sem yrði þá skóli barnanna næstu 2 árin. Ekki nóg með það, að þessum tveimur árum loknum eiga þau enn og aftur að færast úr einum skólanum í annan en þá fara þau í eldri deild Varmár- skóla sem er í húsnæði aðskyldu frá Varmárskóla yngri deild. Börnin hafa því á grunnskólagöngu sinni verið 4 ár í Krikaskólanum, 2 ár í yngri deild Varmárskóla og loks 4 ár í eldri deild Varmárskóla, hafa semsagt skipt um skólaumhverfi þrisvar sinum með öllu því umróti sem því fylgir fyrir börnin sjálf og foreldra þeirra. Þetta telur B- listinn ekki heppilegt né heldur það að foreldrar barna er búa t.d í Byggð- unum þurfi að keyra framhjá skólan- um í Krikahverfinu í annan skóla þ.e. Varmárskóla. Þessi ráðstöfun eykur einungis á óþarfa umferð foreldra með börn í skóla, svo ekki sé minnst á umrótið fyrir börnin sjálf. Stefna B-listans í þessa ákveðna máli er skýr. Við teljum að í stað þess að byggja skóladeildir 1-4. bekkjar í Krika- hverfi, eigi að hefjast nú þegar handa við uppbyggingu skóla í áföngum í landi Sólvalla eða Teiga. Skóli þessi yrði heilstæður skóli sem taka myndi við öllum börnum er búa í Krikahverfi, Teigahverfi, auk íbúðasvæðinu austan Reykjalundar og sunnan Varmár sem og framtíðarbyggð í landi Sólvalla. Með þessu móti væri verið að byggja heil- stæðann hverfaskóla. Börninn þyrftu þannig ekki að fara yfir Vesturlands- veginn, þau myndu flest öll geta gengið eða hjólað í þennan nýja skóla. Það húsnæði sem mun losna í Varmárskóla við þessa ráðstöfum væri t.d. hægt að nýta sem skólasel, fyrir betra eldhús og sem stofur fyrir tónlistarkennslu svo ekki sé minnst á að einnig væri hægt að fá enn betri aðstöðu fyrir 5 ára deildina í Varmárskóla. Grunnskólar bæjarins - framtíðaráform Helga Jóhannesdóttir Skipar 2. sæti B- listans í komandi sveitarstjórnar- kosningum Varmárskóli hlýtur viðurkenningu Jafnréttisviðurkenning Mosfellsbæjar 2005 var veitt í fyrsta skiptið og kom það í hlut Varmárskóla að hljóta þessa viðurkenningu. Hana hlýtur skólinn fyrir metnaðarfulla jafnréttisáætlun og framgang hennar í skólastarfinu. Gjöfugt og gott starf er unnið innan veggja skólans og er hann fullkomlega verðugur þessarar viðurkenningar. Latibær heimsóttur Nemendur í 9. bekk í Lágafellsskóla fóru í heimsókn í upptökuver Latabæjar nú á dögunum. Upptökuverið þótti afar spennandi og vel var tekið á móti börnunum. Ferðin þótti takast vel og voru börnin hug- fangin af þessum áhugaverða heimi Latabæjar. Aðstandendur Latabæjar voru mjög hrifnir af nemendunum sem eiga hrós skilið fyrir góða framkomu. Sumarhátíð kirkjunnar Sunnudaginn 7. maí var haldin sumarhátíð barna- og æskulýðsstarfs krikjunnar. Farið var í leiki og pylsur voru grillaðar við Lágafellskirkju. Eftir leiki og grill var stutt söng- og bænastund. Öflugt starf kirkjunnar hefur verið í vetur og þar á meðal er sunnu- dagaskólinn sem hefur verið í Lágafellskirkju í vetur. Hátíðin markaði lok vetrar og hefst starf- semin aftur í vetur. FULLTRÚAR ALLRA FLOKKA SEM BJÓÐA FRAM TIL BÆJARSTJÓRNAR SITJA FYRIR SVÖRUM. Sameiginlegur framboðsfundur í Hlégarði Miðvikudaginn 24. maí kl. 20.00 Mosfellingar hvattir til að mæta!

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.