Mosfellingur - 19.05.2006, Blaðsíða 6

Mosfellingur - 19.05.2006, Blaðsíða 6
Mosfellingur - Fréttir, bæjarmál og aðsendar greinar6 Nýlega birtist í Varmánni, blaði sjálfstæðismanna, myndir af bæjar- stjóranum afhenda oddvitum Fram- sóknar, Samfylkingar og Vinstri grænna blómvönd í tilefni 1. maí og opnunar kosningaskrifstofu þessara framboða. Í textanum sem fylgdi myndunum stóð „þeim voru færðir blómvendir með óskum um mál- efnalega og heiðarlega kosninga- baráttu”. Myndbirtingin gefur ekki alveg rétta mynd af því sem fram fór, því það var oddviti Framsóknarmanna sem átti upphafið að þessu. Hann mætti þegar Sjálfstæðismenn opn- uðu sína kosningaskrifstofu 28. apríl og færði þeim gjafakörfu, sem virtist koma þeim á óvart! Það var í framhaldi af því sem bæj- arstjórinn færði öðrum framboðum blómvendi. Auðvitað hljóta allir að vilja að kosningabaráttan verði málefnaleg og heiðarleg, en það er algjör óþarfi hjá bæjarstjóranum að slá sig til ridd- ara með þessari sýndarmennsku, því þegar Vinstri grænir opnuðu kosn- ingaskrifstofu sína á sumardaginn fyrsta kom bæjarstjórinn á staðinn, en lét sér nægja að keyra fram hjá og horfa á fólkið, en hafði ekki fyrir því að stoppa og sýna þá kurteisi að óska þeim til hamingju. Bæjarstjórinn, oddviti sjálfstæðismanna, minntist ekkert á óskir um málefnalega og heiðarlega kosningabaráttu þegar blómvendirnir voru afhentir, enda var myndbirtingin til þess gerð að fegra ímynd bæjarstjórans, sem veitir kannski ekki af. Sýndarmennska núverandi bæjarstjóra Guðbjörn Sigvaldason ...er í kosninga- stjórn Samfylk- ingarinnar Það er kunnara en frá þurfi að segja að ófremdarástand ríkir í mál- efnum aldraðra Íslendinga. Fólk- sins sem byggði upp það velferðar- samfélag sem við búum við í dag. Velferðarsamfélagið sem á nú í vök að verjast vegna síendurtekinna árása ríkisstjórnarflokkanna á grunnstoðir þess. Gott dæmi um ógöngur þær sem ríkisstjórnin er búin að koma okkur í er svokallaður „fráflæðis- vandi” frá Landspítala. Þar liggja inni aldraðir Íslendingar sem eru í brýnni þörf fyrir hjúkrunarrými en komast hvergi því ríkisstjórnin stendur ekki sína pligt í málefnum aldraðra. Við erum þeirrar gæfu aðnjótandi að meðalaldur þjóðarinnar er meðal þess hæsta sem þekkist í heiminum. Þannig mun öldruðum fjölga tals- vert í framtíðinni og það mun þýða að enn meiri áherslu þarf að leggja á uppbyggingu þjónustu fyrir þann hóp, bæði heimaþjónustu og hjúkrun- arheimilisþjónustu. Hjúkrunarheimili í Mosfellsbæ Þörfin fyrir hjúkrunarheimili í Mosfellsbæ er orðin brýn. Það eru einfaldlega grunnmannréttindi þeg- ar þörfin knýr dyra að fá að dvelja á hjúkrunarheimili í heimabyggð. Í heimabyggð þar sem þú þekkir fólkið, fjöllin og fellin. Og það eru mannrétt- indi aðstandenda aldraðra að þeir séu ekki látnir dvelja svo fjarri heima- byggð að heimsóknir séu nánast ómögulegar. Það hefur löngum verið haft á orði að það sé kostur fyrir einstök kjördæmi að eiga ráðherra úr eigin röðum. Nú ber svo við að ráðherra heilbrigðismála er þingmaður í Suðvesturkjördæmi. En ekkert ger- ist. Heilbrigðisráðherra hefur ekki einu sinni svarað fyrirspurn þing- manns kjördæmisins, Valdimars L. Friðrikssonar, frá 14. mars síðastliðnum um hvað líði umfjöllun í ráðuneytinu varðandi uppbyggingu hjúkrunarheimilis í bænum. Sjálfstæðismenn hreykja sér mjög af væntanlegum öryggisíbúðum í bænum. Þær íbúðir munu koma sér mjög vel en öryggisíbúðir koma ekki í stað hjúkrunarheimilis. Heimaþjónusta Samfylkingin leggur áherslu á að þjónustan við aldraða samborg- ara sé veitt á þeirra forsendum, á jafnræðisgrundvelli og að allir fái þá þjónustu sem þeir þurfa. Til að yfirsýn sé yfir þarfir einstaklinganna og tryggt sé að þeir fái alla þá þjón- ustu sem þeir þurfa er affarasælast að þjónustan sé á einni hendi, þ.e. á hendi sveitarfélagsins. Samfylkingin í Mosfellsbæ hefur á stefnuskrá sinni að heimaþjónustan verði gjaldfrjáls enda er það vitað að sé fólki gert kleift að búa á eigin heimili sem lengst þá sparast opinber útgjöld jafnframt því sem einstaklingarnir geta lengur hagað lífi sínu samkvæmt eigin forsendum og öðlast þannig meiri lífsgæði. Það er jafnaðarstefna. Aldraðir í Mosfellsbæ Anna Sigríður Guðnadóttir Skipar 3. sæti á lista Samfylk- ingarinnar Nú hafa allir framboðslistar lagt fram stefnuskrár sínar fyrir komandi kosningar. Margt er þar á sömu bók- ina lært, til dæmis eru velferðarmál og skólamál ofarlega á baugi hjá öll- um flokkunum. Um þau þarf ekki að deila, sumt er beinlínis bundið í lög, til dæmis skólahald. Vinstri græn hafa þó sérstöðu að mörgu leyti og hjá þeim eru stefnu- mál sem fyrirfinnast ekki hjá hinum framboðunum. Hér skulu nefnd örfá dæmi: • Fólkvangur á Mosfellsheiði. • Sögusafn og upplýsingamiðstöð ferðamála í Brúarlandi. • Fríar skólamáltíðir. • Skíða- og snjóbrettaaðstaða. • Miðbæjartorg með grænum svæðum og útilistaverkum. • Friðlýsing fossa og annarra náttúruverðmæta. • Fiskirækt og stangveiði í stöðuvötnum sveitarinnar. • Fastur starfskraftur verði ráðinn til að sinna Héraðsskjalasafni Mosfellsbæjar. Efsta sæti V-listans skipar Karl Tómasson sem er löngu kunnur hér í sveitarfélaginu fyrir hugmynda- auðgi, skipulagshæfileika og dugnað. Stjórnmál snúast um hugmyndir og kraftinn til að fylgja þeim eftir. Vinstri græn hafa hvorttveggja. X-V í vor Kraftur og hugmyndir Bjarki Bjarnason Formaður Vinstri-grænna og skipar 5. sæti listans Litir: Grænn: pantone 356cvu Rau•ur: pantone 485cvu Fartölvuver í Varmárskóla Nýtt fartölvuver hefur verið tekið í notkun hjá eldri deild Varmárskóla. Þar eru tólf tölvur sem eru bæði tengdar innra og ytra neti skólans. Kennarar panta aðgang að verinu og geta farið með það í kennslutíma í stofum sínum. Þessi viðbót á eftir að nýtast afar vel þar sem tölvuverið sem fyrir var, er ávallt fullbókað. Bæjarpólitíkin rædd í sjónvarpinu Mosfellsbær hefur fengið athygli sjónvarpsstöðvanna uppá síðkastið. Umræðuþáttur um bæjarmálin og komandi kosningar var haldinn á frétta- stöðinni NFS þann 10. maí. Leiðtogar flokkanna mættu í upptökuver NFS og ræddu um stöðuna í bænum og komu sínum stefnumálum á fram- færi. Hægt er að sjá þáttinn á vefnum á slóðinni veftivi.visir.is. Umfjöllun um bæinn var einnig í Kastljósinu þann 11. maí, hægt er að sjá það á ruv.is. Börn í Lágafells- skóla fá glaðning Börn í 1. bekk í Lágafellsskóla fengu óvæntan glaðning frá Kiwanismönnum í Mosfellsbæ 5. maí síðastliðinn. Kiwanis- menn færðu öllum börnum í 1. bekk reiðhjólahjálma að gjöf. Við sama tækifæri fræddi hjúkr- unarfræðingur skólans, Vigdís Steinþórsdóttir, börnin um nauðsyn þess að nota hjálminn rétt og hversu mikilvægur hann er fyrir öryggi barnanna.

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.