Mosfellingur - 19.05.2006, Blaðsíða 9

Mosfellingur - 19.05.2006, Blaðsíða 9
9Fréttir, bæjarmál og aðsendar greinar - Mosfellingur Þar sem að börnin mín eru komin á legg, tvö þeirra flutt að heiman og það þriðja á leið í framhaldsskóla, hef ég ákveðið að kjósa með hagsmuni hundsins míns að leiðarljósi í kom- andi sveitarstjórnarkosningum. Ég hef verið hundeigandi í bráðum þrjú ár og það hefur verið gefandi tími. Ég greiði gjöld fyrir að halda hundinn minn og legg mig fram um að hundahald mitt verði ekki öðrum til ama. Því miður er ekki hægt að segja að Mosfellsbær sé hundavænt bæjarfélag, þótt það ætti að hafa alla burði til þess. Það hefur a.m.k. alveg farið framhjá mér hafi bæjaryfir- völd gert eitthvað til þess að koma til móts við þarfir hundanna og eigenda þeirra. Svo virðist sem að aurarnir, sem hundagjöldin skila bæjarfélag- inu, hafi aðallega verið notaðir til að kaupa bannskilti sem dritað hefur verið út um allar koppagrundir. Þótt það sé út af fyrir sig ekki gaman að láta fara með sig eins og annars eða þriðja flokks borgara, þá hefur mér verið nokkuð sama um skilnings- og afskiptaleysi bæjaryfir- valda. Ég hef getað viðrað hundinn minn í Lágafelli ofan hins væntanlega Krikahverfis. Þar hefur maður lengst af aðeins mætt öðrum hundaeigend- um. Nú er það að breytast. Búið er að siga vinnuvélum á hlíðina og trjáplönturnar. Ljóst er að hundaeig- endur í Mosfellsbæ verða að finna sér annan stað í framtíðinni. Í ljósi þessa vil ég spyrja oddvita flokkanna, sem kosið verður um í kosningunum, hvaða stefnu þeir og flokkar þeirra hafa í hundamálunum, þ.e.a.s. ef þeir hafa á annað borð einhverja stefnu í þessum málum. Hvar eiga vondir að vera? Kemur til greina að leyfa hunda- hald með skilyrðum í stað þess að banna það og veita undanþágur líkt og nú er gert? Virðingarfyllst Eiríkur St. Eiríksson stangaveidi@stangaveidi.is Lýst eftir stefnu í hundamálum Umhverfismálin í Mosfellsbæ virðast vera hulin dulúð í höndum Sjálfstæðisflokksins. Að lesa fundar- gerðir umhverfisnefndar er rétt eins og lesa slitur úr gömlum þjóðsögum. Fundargerðirnar eiga sameiginlegt með sögunum að ekki er of mikið sagt, rétt tæpt á mikilvægustu málunum og í besta falli sagt frá hvað hefur verið tekið fyrir. Símskeytastíllinn er hafinn í efstu hæðir rétt eins og kosti offjár að segja bæjarbúum of mikið. Lítum á síðustu fundargerð sem var 78. fundur umhverfisnefndar fimmtu- daginn 27. apríl 2006. Var dagskránni hespað af á rúmum klukkutíma. Fundinn sat öll umhverfisnefndin eins og hún lagði sig auk bæjarverk- fræðings og garðyrkjustjóra. Á dag- skrá voru þrjú mál: Framkvæmdir við Stekkjarflöt þar sem Áslaug Trausta- dóttir landslagsarkitekt kynnti hug- myndir um framkvæmdir á þessu ári. Fróðlegt hefði nú verið fyrir bæjarbúa að lesa hvað hugmyndir arkitektsins ganga út á. Þá var á dagskrá umhverfisáætlun fyrir 2006-2010. Einnig væri fróðlegt fyrir bæjarbúa að vita e-ð um þessi mál enda eru umhverfismálin ásamt félags- og menntamálunum ein mikilvægustu verkefni hverrar sveitar- stjórnar. Við eigum rétt á því að um- hverfi okkar sé sýnd eins mikil virðing og mögulegt er. Í fundargerð er ein- ungis: Nefndin leggur til við bæjar- stjórn að fyrirliggjandi drög verði send til allra nefnda Mosfellsbæjar til umsagnar og umsagnir síðan í fram- haldi sendar umhverfisnefnd. Með öðrum orðum: umhverfis- nefnd á ekki aðeins að vera undirtylla bæjarstjórnar heldur einnig allra ann- arra nefnda á vegum bæjarins. Síðasta mál þessa fundar nefnist: Framkvæmdir í umhverfismálum 2006. Garðyrkjustjóri kynnti fyrir- hugaðar framkvæmdir ársins. Kynnt verður á næsta fundi hvernig staðið verður að uppbyggingu leikvalla og staðsetningu á bekkjum. Já helstu framkvæmdir á vegum bæjarins er að koma upp leikvöllum og bekkjum á árinu, ágætt mál út af fyrir sig svo langt sem það nær en skyldi hvergi í öllu sveitarfélaginu vera nein önn- ur verkefni sem jafnvel eru brýnni? Hvernig skyldi vera staðið að þeim gríðarmiklu framkvæmdum sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur kallað yfir okkur? Þar er víða slysahætta og margt sem betur mætti fara. Hvað varð af Staðardagskrá 21, verkefninu sem Mosfellsbær fékk viðurkenningu fyrir áður en Sjálf- stæðisflokkurinn sópaði því merka verkefni niður í skúffu? Svo er niðurlagið: Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:40. Þetta er eins og ekkert merkilegt sé að gerast á þess- um nefndarfundum, allir að flýta sér heim í steikina eða soðninguna, kannski leggja sig eftir svona erfiði og puð að sitja einn fund umhverfis- nefndar. Ekkert frumkvæði virðist vera hvorki hjá formanni né neinum nefndarmanna af fundargerðunum að dæma á liðnum árum. Sennilega kostar bæjarfélagið um 50.000 krónur að kalla saman nefnd jafn fjölmenna og umhverfisnefndin er, ásamt embættismönnum bæj- arins. Við bæjarbúar í Mosfellsbæ eigum rétt á því, að umhverfisnefnd starfi betur í þágu okkar allra. Við þurfum að taka upp nauðsyn- lega umhverfisvöktun í Mosfellsbæ. Hvaða breytingar hafa orðið í um- hverfinu vegna aukinnar byggðar í Mosfellsbæ? Hver eru áhrif umferð- ar á umhverfi Vesturlandsvegarins? Hver eru loftgæði þar? Hávaði? Hvaða áhrif hefur aukin og þyngri umferð haft á fuglalíf? Gróðurfar? Hvað með námuna og stuðlabergið í Seljadal? Hvað með aðrar malarnámur í Mos- fellsbæ og handan Leirvogsár? Er þar e-ð sem þarf greinilega að ráða bót á ekki seinna en strax? Hafa borist kvartanir tengdar umhverfi á liðnum árum til yfirvalda í Mosfellsbæ og hvað hefur verið gert til úrbóta? Svona mætti lengi telja. Mér finnst Sjálfstæðisflokkurinn hafa fengið of frjálsar hendur að grafa nánast öll mál tengdum umhverfi okkar niður í einhverjar skúffur án þess nokkuð sé hugað að nánasta umhverfi okkar í Mosfellsbæ. Við þurfum að tryggja að ekki aðeins okkar nánasta umhverfi sé í sem besta lagi, fuglar og gróður dafni og þroskist, að loftið sem við öndum að okkur og vatnið sem við drekkum svo dæmi sé nefnt sé heilsu okkar ekki til tjóns. Við viljum að markmið Staðardagskrár 21 verði endurvakin og hafin til vegs að nýju eftir 4 ára gleymsku Sjálfstæðisflokksins í Mos- fellsbæ. Hver er staða umhverfismála í Mosfellsbæ? Guðjón Jensson Skipar 11. sæti á lista Vinstri- grænna Litir: Grænn: pantone 356cvu Rau•ur: pantone 485cvu Leifur Kr. Jóhannesson, sem skip- ar 10. sæti á framboðslista B-listans ritar grein í 2. tbl. Mosfellsfrétta í maí 2006, með yfirskriftinni „Áhyggju- laust ævikvöld?” Við lestur á grein Leifs og með hliðsjón af stefnuskrá B-listans er mér ljósara en nokkru sinni fyrr orða- tiltækið „að skjóta sig í fótinn”. Í inngangi greinar sinnar getur Leifur þess að mikil umræða hafi ver- ið undanfarið um málefni aldraðra og að nú virðist sem svo að margir frambjóðendur til sveitarstjórna hafi skyndilega fengið áhuga á að ræða þau mál. Leifur telur það „dálítið grunsamlegt” að þetta skuli gerast í aðdraganda kosninga en ekki fyrr. Framsóknarmenn hafa nú ekki haft miklar áhyggjur af málefnum aldraðra á því kjörtímabili sem nú er að ljúka né heldur á þeim átta árum sem þeir voru við stjórnvölinn og því vil ég spyrja: Er Leifur með þessu að segja, að það sé „dálítið grunsamlegt”, svo notað sé hans eigið orðalag, að framsóknarmenn skuli nú allt í einu, „í aðdraganda kosninga”, fá skyndi- legan áhuga á málefnum aldraðra? Og Leifur heldur áfram í grein sinni og segir: „Það vekur tortryggni hjá mörgum , en gott og vel ef þessum óvænta áhuga fylgir einhver alvara er það af hinu góða. Eftir því verður tekið hvort hugur fylgir máli”. Ég er Leifi hjartanlega sammála. Það vekur vissulega tortryggni að framsóknarmenn skuli nú allt í einu vakna til lífsins um málefni eldri borg- ara og eftir því verður að sjálfsögðu tekið hvort hugur fylgir máli hjá þeim í þessu efni. Skoðum nú stefnuskrá B-listans, þar segir: „B-listinn mun berjast fyrir því að í Mosfellsbæ rísi hjúkrunar- heimili þannig að bæjarbúar þurfi ekki að dvelja utan bæjarmarkanna á hjúkrunarheimilum, eins og raunin er í dag.” Þetta er ákaflega fallega orðað, en því miður er það svo að til þess að framkvæmdir geti hafist þarf sam- þykki heilbrigðisráðherra og þrátt fyrir harða baráttu meirihlutans í bæj- arstjórn Mosfellsbæjar hafa hvorki fyrrverandi né heldur núverandi heilbrigðisráðherra veitt heimild til þess að hefja framkvæmdir. Veistu það Leifur, að bæði fyrrverandi og núverandi heilbrigðiráðherrar eru framsóknarmenn? Kolröng dreif- býlishugsjón framsóknarráðherr- anna hefur haft það í för með sér að það vantar sárlega hjúkrunarheimili á suðvestur horni landsins, en úti á landi eru ónotuð 126 hjúkrunarrými. Þetta er ástæða þess að bæjarbúar hafa þurft að „dvelja utan bæjarmark- anna á hjúkrunarheimilum, eins og raunin er í dag” svo vitnað sé í stefnu- skrá framsóknarmanna. Leifur segir í grein sinni: „Ríkis- stjórnin skipaði starfshóp til þess að fjalla um málefni aldraðra. Það vekur nokkra undrun að það starf eigi að taka marga mánuði eða hátt í ár að skila frá sér áliti.” En Leifur, hver er Akkilesarhællinn í þessu ferli? Á s.l. ári var, að tilhlutan Landssambands eldri borgara (hér eftir LEB) skipuð nefnd undir forsæti Elínar Líndal til þess að fara yfir mál- efni eldri borgara og gera tillögur til úrbóta. Þegar til kastanna kom varð ljóst að það umboð sem Elín hafði frá heilbrigðis- og tryggingarráðherra fólst eingöngu í að gera úttekt á því hvernig staðið hefði verið við sam- komulag LEB og stjórnvalda frá því 2002. Þessu undu fulltrúar LEB ekki og mótmæltu þessari málsmeðferð. Forsætisráðherra upplýsti svo á fundi með fulltrúum LEB í ráðherra- bústaðnum þann 21. desember s.l., að þessi nefnd sem Elín veitt forystu hefði verið lögð niður! Á þessum fundi voru ráðherr- arnir, sem fundinn sátu, sammála um að taka þyrfti á tekjutengingu launa og skattamálum. Á þessu hefur núverandi heilbrigðis- og trygginga- ráðherra (er víst framsóknarkona) allt aðra skoðun og hefur lýst því yfir í útvarpsviðtali að ekki komi til greina að hrófla við skerðingarákvæðum laganna. Og forsætisráðherra hefur látið frá sér fara að skattamál séu ekki til umræðu í þessu efni, þrátt fyrir að í bókun af hans hálfu frá fundinum í ráðherrabústaðnum þann 21. des. 2005 segi, að skattamál skuli tekin til umræðu. Niðurstaða fundarins í ráðherra- bústaðnum varð sú, að skipuð var ný nefnd til að fjalla um málefni aldraðra undir forsæti Ásmundar Stefánssonar, ríkissáttasemjara. Skyldi nefndin taka til starfa í byrjun janúar 2006. Nefnd- inni vær ætlað að ljúka störfum á næstu mánuðum. Nokkrir fundir hafa verið haldnir, en nú hafa stjórnvöld ákveðið að nefndin komi ekki aftur saman til funda fyrr en í september eða október á þessu ári. Miklir eruð þér framsóknarmenn. Áhyggjulaust ævikvöld? Gréta Snær HjartarsonSkipar 13. sæti á lista Sjálfstæðis- flokksins fiJÓ‹VAKI Á framboðsfundi með grunn- skólakennurum á mánudaginn var spurði íþróttakennari bæjarstjórann hvers vegna hafi verið tekin ákvörðun um að byggja minna íþróttahús við Lágafellsskóla en til stóð. Jafnframt benti fyrirspyrjandi á þá skoðun sína, sem fagmaður, að þessi stærð væri afar óhentug fyrir íþróttakennslu. Bæjarstjórinn svaraði því til að hún teldi húsið í réttri stærð. Punktur. Síðar á fundinum bar undirritaður upp spurningu um hvað lægi að baki þeirri fullyrðingu bæjarstjórans að húsið væri í hentugri stærð og við hverja hefði verið haft samráð. Svarið kom loks eftir að ég hafði margítrekað spurninguna. En þá var það líka skýrt: „Þetta var eingöngu pólitísk ákvörðun”. Punktur. Sem sagt, ein- hliða ákvörðun bæjarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins. Ekkert samráð var haft við íþrótta- og tómstundanefnd, íþróttakennarana eða aðra notendur hússins. Engir fagaðilar kallaðir til. Þetta er ekki íbúalýðræði. Það er al- gjört lágmark að ræða við sína eigin fulltrúa í íþrótta- og tómstundanefnd, en hún á samkvæmt samþykkt bæj- arstjórnar um hana að vera ráðgefan- di í slíkum málum. Þetta er ekki eina tilfellið, ágætu bæjarbúar. Lýðurinn er ekki spurður og stjórnunarstíllinn er harður og fráhrindandi. Eitt skýrasta dæmið um vanvirð- ingu við íbúana og skoðanir þeirra var þegar tæplega 2.000 Mosfellingar sendu bæjarstjórn áskorun varð- andi byggingu sundlaugar. Þeim undirskriftum var stungið undir stól. Hvað með íbúasamtökin til verndar Varmár-svæðinu? Verður hlustað á þau eða verður Mosa kennt um allt. Grátmúrinn Í Varmá, blaði sjálfstæðismanna, reistu frambjóðendur grátmúr í tilefni af gagnrýni framsóknarmanna á þeir- ra störf. Þau taka gagnrýni illa og síðan þegar einhver þorir loksins að gagn- rýna, þá verður áfall. Þó svo að margir hafi ekki þorað að gagnrýna hvernig Sjálfstæðisflokkurinn hefur stjórnað bæjarfélaginu þá þarf það ekki að þýða að flokkurinn hafi staðið sig vel. Skattpíning og aðgerðarleysi kemur mönnum í koll. Líka þeim sem dreifa ávísunum, korteri fyrir kosningar. Mosfellsbær er ekki eins og hann var. Sjálfstæðisflokkurinn í Mosfellsbæ er ekki eins og hann var. Það hefur verið þaggað niður í grasrótinni –alls staðar, innan flokksins sem utan. Stjórn SVFR lýsir yfir þungum áhyggjum vegna þess hvernig staðið hefur verið að gerð reiðvegar með- fram Leirvogsá – einnar albestu laxveiðiáar landsins. Það að leggja veg svona þétt við ána og veiðistaði og að ætla að fara með hann undir brúna á þjóðveginum rétt hjá einum af allra bestu veiðistöðum landsins er algjörlega ótækt, þar sem slíkar breyt- ingar munu hafa ákaflega alvarlegar afleiðingar í för með sér hvað varðar veiðina í ánni. Stjórn SVFR skorar á Mosfellsbæ og aðra eigendur árinnar að hlutast til um að horfið verði frá þeim áformum að leggja reiðveginn undir brúna og að vegurinn liggi hvergi annars staðar svo nærri ánni að umferð hesta- manna geti truflað veiðimenn. Minnt er á að undirgöng eru undir brúna á þjóðveginum við Köldukvísl, aðeins nokkur hundruð metra frá Leirvogsá, beint ofan við hesthúsabyggðina, og ættu þau að duga hestamönnum til þess að komast undir Vesturlands- veginn. Páll Þór Ármann Framkvæmdastjóri SVFR S. 8980995 Valdimar Leó Friðriksson Skipar 8. sæti á lista Samfylk- ingarinnar Er íbúalýðræði í Mosfellsbæ? Yfirlýsing frá stjórn Stangaveiðifélags Reykjavíkur vegna reiðvegagerðar við Leirvogsá

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.