Mosfellingur - 19.05.2006, Blaðsíða 10

Mosfellingur - 19.05.2006, Blaðsíða 10
Nánari upplýsingar um kosningarnar er að finna á www.mos.is Töluvert hefur borið á því í mál- flutningi vinstri manna og framsóknar í kosningabaráttunni að í stjórnartíð okkar sjálfstæðismanna hafi lýðræði minnkað og við dregið úr samvinnu við íbúa og félög við ákvarðanatöku í hinum ýmsum málum. Ætla ég í fáum orðum að fjalla um nokkur mál sem unnin hafa verið í samráði við íbúa. • Haldnir hafa verið fjölmargir fundir með íbúum til að kynna fyrirhug- aðar breytingar á skipulagi í næsta nágrenni við þá áður en skipulagið var auglýst og hefur það í sumum til- fellum leitt til þess að hætt hefur verið við fyrirhugaðar breytingar. • Markvisst hefur verið unnnið að því að gera alla stjórnsýslu opnari og skil- virkari en áður og er í gangi vinna við opna rafrænan aðgang íbúa að öllum gögnum er tengjast þeim. • Haldnir voru hverfafundir undir yfirskriftinni “Hvað finnst þér”. • Haldið var íbúaþing á síðasta ári þar sem fjölmargir íbúar mættu og létu sig mál Mosfellsbæjar varða. • Við tókum upp reglulegan auglýstan viðtalstíma við bæjarfulltrúa (minni- hlutann líka) til að gefa bæjarbúum kost á að hitta kjörna fulltrúa • Við mótun fjölskyldustefnu hafa ver- ið teknar ábendingar frá íbúaþinginu og myndaðir sérstakir rýnihópar til að fá sjónarmið sem flestra. Mun stefnan verða send til allra nefnda og starfs- manna til skoðunar. Einnig verður stefnan sett á netsíðu Mosfellsbæj- ar og óskað eftir athugasemdum og hugmyndum áður en stefnan verður samþykkt. • Vegna áskorunar foreldra á borgarafundi um sundlaug á vestur- svæði hófum við könnun á hag- kvæmni þess að byggja sundlaug á vestursvæði og er að rísa glæsileg íþróttamiðstöð á vestursvæði. • Við mótuðum reglur varðandi út- hlutanir lóða. Það er meira en hægt er að segja fyrri meirihluta sem mótaði úthlutunarreglur eftir að fólk hafði sótt um lóðirnar í Höfðahverfinu. Til hvers að móta stefnu? Mótaðar voru ýmsar stefnur í tíð fyrri meirihluta, rétt eins og við höf- um verið að gera á því kjörtímabili sem er að ljúka. Mótuð var heildstæð skólastefna, atvinnu- og ferðamála- stefna, markmið Mosfellsbæjar varð- andi sjálfbæra þróun og hvert við viljum stefna á 21. öldinni í þeim málum og er það vel. • Við erum að vinna við gerð fjöl- skyldustefnu Mosfellsbæjar sem er nokkurs konar regnhlífarstefna þar sem fram koma áhersluatriði allra þeirra stefnumála sem í gildi eru og verður þeirri vinnu lokið fljótlega. • Við höfum endurskoðað jafnrétt- isstefnuna í tvígang • Við erum að vinna eftir aðgerða- áætlun varðandi úrbætur í aðgengis- málum í bæjarfélaginu • Við samþykktum öryggisstefnu um hámarkshraða útbætur varðndi hraðakstur svo eitthvað sé nefnt. Eru stefnur eign meirihlut- ans á hverjum tíma? Það er nauðsynlegt að móta stefnu um ýmis málefni til að hægt sé að vinna skipulega að settum mark- miðum, en bíðið við “er stefna stefna meirihlutans eða samfélagsins alls? Ég spurði mig þess eftir að hafa lesið grein fulltrúa Samfylkingarinnar. Það er erfitt að átta sig á því hvað sá full- trúi var að fara. Er verið að meina að þau markmið sem við unnum saman að t.d. varðandi sjálfbæra þróun á 21. öldinni í Mosfellsbæ, gildi ekki fyrir sjálfstæðismenn þar sem þetta var unnið í stjórnartíð núverandi minni- hluta? Þetta er furðuleg pólitík, enda get ég fullyrt að ötullega hefur verið unnið í anda St-21 í þeirri nefnd sem ég veiti formennsku eða fjölskyldu- nefnd. Hvað mig varðar þá á ég mikinn hluta í stefnunni sem við mótuðum varðandi St -21 og tók þátt í þeirrri vinnu af heilindum. Ég ýtti á í um- hverfisnefndinni að við byrjuðum stefnumótunarvinnuna og var full- trúi sjálfstæðismanna í stýrihópi sem stýrði vinnunni. Ég lagði til að við færum út í að hvetja skóla okkar varð- andi grænfána verkefnið og tók þátt í Vistvernd í verki, og allt þetta vann ég á meðan ég var í minnihluta, enda kjörin til að gæta hagsmuna allra Mosfellinga. Mig langar að benda fulltrúunum minnihlutans á að stefnumótun sem unnin er í sátt og samlyndi getur auðveldlega endurspeglað sjónarmið meirihlutans hver sem hann er á hverjum tíma. En þegar búið er að samþykkja mál með sjö atkvæðum, eða öllum greiddum atkvæðum í bæj- arstjórn þá eru bæjarfulltrúar búnir að taka ákvörðun um mál sem þeir telja að komi sér vel fyrir samfélagið allt í Mosfellsbæ en ekki bara meiri- hlutann. Ég treysti kjósendum til að kynna sér málin og meta sjálfir störf núverandi meirihluta á þessu kjör- tímabili og veita sjálfstæðismönnnum brautargengi í komandi kosningum. XD fyrir árangur – ábyrgð – lífsgæði Hvað er lýðræði? Við eigum frábæra skóla í Mos- fellsbæ með metnaðarfullu og hæfu starfsfólki. Það sinnir ekki aðeins hefðbundnu skólastarfi heldur vinnur einnig að árangursríku og krefjandi þróunarstarfi. Sjálfstæði skólanna Frumforsenda frekari árangurs er að efla faglegt og fjárhagslegt sjálf- stæði skólanna, því stjórnendur og samstarfsfólk þeirra þekkja best inn- viðina og þarfirnar. Þeir eiga að hafa umboð til athafna. Góð starfsskilyrði eru jafnframt forsenda þess að hægt sé að tryggja að við skólana starfi ætíð hið hæfasta fólk í öllum störfum. Þannig tryggjum við vöxt og viðgang skólastarfs í Mosfellsbæ. Skólarnir eiga að vera faglega sjálfstæðir og ákvarðanir um fyrirkomulag kennsl- unnar svo sem bekkja- og hópa- stærðir eru best komnar hjá þeim. Slíkar ákvarðanir eiga ekki að takast miðlægt hjá bæjaryfirvöldum. Samfélag án aðgreiningar Skóli án aðgreiningar er eðlileg hugsun eins og krafan er um þjóðfélag án aðgreiningar. Kostirnir eru að sjálfsögðu þeir að öllum nemendum er veittur aðgangur að skólastarfi án hindrana og jöfn tækifæri allra tryggð. Ennfremur fá allir nemendur innsýn inn í aðstæður ólíkra einstaklinga og kynnast betur margbreytileika sam- félagsins. Erfitt er að tala um galla í þessu sambandi en þessi nálgun kallar á mjög mikla sérhæfingu starfs- manna. Auknar kröfur eru gerðar til þeirra sem þarf að mæta með aukinni þjálfun. Það er ljóst að samfara þessu mun kostnaður aukast í skólastarfi en ógerningur er að nefna tölur í þessu sambandi. Þróun starfsskilyrða Það er ljóst að miklar kröfur eru gerðar til kennara á öllum skóla- stigum og þær kröfur munu aukast í framtíðinni. Því er nauðsynlegt að skapa þjóðarsátt um vinnutíma og kjör kennara til samræmis við aðra háskólamenntaða starfsmenn. Við erum tilbúin í þá vinnu og sú vinna þarf að hefjast strax svo unnt verði að taka mið af þeirri vinnu við endur- skoðun og gerð næstu kjarasamn- inga. Sú þróun sem verið hefur á íslenskum vinnumarkaði undanfarin 10 ár að draga úr miðstýringu kjara- mála er eðlileg og æskileg. Kjarasamn- ingar hafa verið að þróast í þá veru að leggja meiri áherslu á einstaklinginn, frumkvæði, hæfni, þekkingu, ábyrgð og reynslu starfsmanna. Með því að leggja áherslu á persónubundna þætti skapast möguleiki á að umbuna starfsmönnum í samræmi við frammi- stöðu og árangur. Þau tækifæri sem felast í nýjum kjarasamningi gera það að verkum að hægt er að fara nýjar leiðir og erum við tilbúin að reyna þær í samvinnu við hlutaðeigandi. Lærdómurinn sem má draga af síð- ustu kjarasamningum segir okkur að nýja aðferðafræði þurfi við gerð kjara- samninga. Það er von D-listans að það sé sameiginlegt markmið allra Mosfell- inga að efla enn frekar okkar frábæru skóla. Í Mosfellsbæ þar sem allir skipta máli! Herdís Sigurjónsdóttir Forseti bæjar- stjórnar og skipar 3. sæti á lista Sjálfstæðis- flokksins fiJÓ‹VAKI Skólarnir okkar- nokkrir punktar Hafsteinn Pálsson Bæjarfulltrúi og í 4. sæti á framboðslista Sjálfstæðis- manna fiJÓ‹VAKI Mosfellingur - Fréttir, bæjarmál og aðsendar greinar10 ALLAR TJÓNAVIÐGERÐIR FLUGUMÝRI 16A - S. 566 7778

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.