Mosfellingur - 19.05.2006, Blaðsíða 16

Mosfellingur - 19.05.2006, Blaðsíða 16
Mosfellingur - Íþróttir16 Fax: 566-7241 namo@namo.is NAMO ehf. - Þverholti 2 - Kjarna S. 566-7310 og 896-0131 Afturelding leikur í íþróttafatnaði frá Jako Knattspyrnufélögin í bænum tóku bæði þátt Visa-bikarnum nú á dögunum. Meistaraflokkur Aftureld- ingar tóku á móti Ungmennafélagi Laugdæla á Tungubökkum og sigraði leikinn 4-2. Atli Heimisson skoraði þrjú mörk og Albert Ásvaldsson skoraði eitt. Hvíti Riddarinn sótti Víði í Garði heim og unnu leikinn sem var afar spennandi og endaði 3-4 eftir framlengingu. Markaskorarar Riddarans voru þeir Ásbjörn Jónsson og Guðjón Frímann Þórunnarson en Guðjón skoraði þrjú mörk í leiknum. Afturelding lék einnig sinn fyrsta leik á Íslandsmeistaramótinu í sumar þar sem þeir töpuðu fyrir Reyni í Sandgerði, 3-0 á útivelli. Fyrsti leikur Hvíta Riddarans á mótinu verður útileikur gegn Létti þann 23. maí. Frá og með 16. maí 2006 hefur verið ákveðið að sameina starfsemi 2. flokks karla og meistaraflokks karla hjá Knattspyrnudeild Aftureldingar. Þessi breyting er gerð til að renna styrkari stoðum undir framtíðarsýn núver- andi stjórna Barna- og unglingaráðs karla og m.fl. karla, jafnframt því að gera starfsemina strax markvissari og öflugri. Vegna þessara breytinga hefur Jón A. Kristjánsson, þjálfari 2. flokks og 3. flokks karla tekið við sem aðstoðarþjálfari m.fl. karla. Jón mun halda áfram starfi sínu sem aðalþjálf- ari 2. flokks karla en láta af störfum sem þjálfari 3. flokks karla. Við þjálfun 3. flokks karla tekur Bjarki Már Sverrisson sem þjálfar nokkra yngri flokka kvenna hjá félaginu. Honum til aðstoðar verður Haukur Hilmarsson, aðalþjálfari 4. flokks karla. Þeir taka við þjálfun 3. flokks þegar í stað. Þessar breytingar voru kynntar á fjölmennum fundi þeirra er málið varðaði. Um leið voru undirritaðir nýjir þjálf- arasamningar við þá félaga og var meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri. F.v. Bjarki Már Sverrisson, Haukur Hilmarsson, Jón Kristjánsson og Pétur Magnússon formaður Barna- og unglingaráðs Knattspyrnudeildar. Eru Jóni þökkuð góð störf í þágu 3. flokks og þeim félögum óskað góðs gengis í nýjum þjálfarastörfum hjá Aftureldingu. Mosfellsbær gerði samstarfs- samninga við tómstunda- og íþróttafélög í bænum til þess að efla barna- og unglingastarf félaganna í bænum. Þá var einnig skrifað undir samninga á milli bæjarins og félaganna að aðild þeirra að styrktar og afrekssjóði Mosfellsbæjar. Á sama tíma var vígð ný félags- og búningaaðstaða á Tungubökkum. Nýja húsið er veglegt og kemur til með að nýtast vel fyrir knattspyrnuiðkenndur. Ragnheiður Rikharðsdóttir, bæjarstjóri, afhenti lyklana og Sr. Jón Þorsteinsson blessaði húsnæðið og leiddi viðstadda í bæn. Afturelding kemur til með að halda utan um umsjón og rekstur svæðisins næstu tvö árin. Samstarfssamningar og vígsla nýrrar búningaaðstöðu Upplýsingar gefa þjálfarar í síma 869-5683 Einar Óli Þorvarðarson eða 868-6306 Sigfús Heimisson. Námskeið 1: 12. júní – 23. júní. Námskeið 2: 26. júní – 7. júlí. Námskeið 3: 10. júlí – 21. júlí. -Aukanámskeið- HM-Námskeið: 24. júlí – 2. ágúst. Tækninámsk.: 14. ágúst – 18 ágúst. Hver iðkandi fær bæði bolta og bol þegar hann kemur á námskeiðið. Hvert námskeið er síðan gert upp með pizza- veislu frá Pizzabæ. “Frábært námskeið fyrir hressa krakka“ Verð Eitt námskeið 5.000 kr Tvö námskeið 8.000 kr Þrjú námskeið 11.000 kr HM-Námskeið: 4000 kr. Tækninámskeið: 4000 kr Knattspyrnuskóli Aftureldingar og Jako Breytingar á skipulags- og þjálfaramálum í Knattspyrnudeild Afturelding og Hvíti Riddarinn áfram í Visa-bikarnum

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.