Mosfellingur - 19.05.2006, Blaðsíða 18

Mosfellingur - 19.05.2006, Blaðsíða 18
Mosfellingur - Bæjarmál og aðsendar greinar18 Varmársamtökin, samtök íbúa ofanVesturlandsvegar, voru stofnuð á fjölmennum fundi í Þrúðvangi í Álafosskvos 8. maí. Samtökin hafa að markmiði að efl a íbúalýðræði og stuðla að samvinnu umframtíðarmót- un Varmársvæðisins. Á fundinum fl utti Ásta Þorleifs- dóttir jarðfræðingur erindi um íbúalýðræði og Tryggvi Þórðarson vatnavistfræðingur ræddi um Varmá og álag á fallvötn í þéttbýli. Einnig voru kynntar hugmyndir um breyt- ingar á aðalskipulagi í tengslum við tengibrautir á svæðinu. Innan skamms hefjast fram- kvæmdir við ræturHelgafells þar sem gert er ráð fyrir 3000 manna byggð. Samkvæmt núgildandi aðalskipu- lagi Mosfellsbæjar, - sem að hluta til byggir á yfi r tuttugu ára gömlum skipulagsviðhorfum, - verður lögð tengibraut úr Helgafellslandi með- fram Varm ánni ofan í Álafosskvos að Vesturlandsvegi og þaðan undir þjóðveginn inn í miðbæ Mosfells- bæjar. Ennfremur er gert ráð fyrir að umkringja byggðina meðfram fellun- um norðanmegin Varmár með um- ferðarmannvirkjum. Þessar framkvæmdir munu hafa mikil áhrif á umhverfi og líf íbúanna í hverfunum í kringum Varmá og aðgengi bæjarbúa að ánniog hinum eftirsóttu útivistarsvæðum í og við Skammadal, Reykjafell og Helgafell. Upphafsmenn samtakanna vilja stuðla að því að nútímaleg viðhorf í umhverfi s- og skipulagsmálum verði látin ráða ferðinni í ört vaxandi bæj arfélagi og hvetjum við íbúa ein- dregið til að kynna sér aðalskipulag svæðisins og koma skoðunum sínum á framfæri innan samtakanna. Nánari upplýsingar: berglindb@yahoo.com Skokk-og gönguhópur - verið með í sumar :)) mánudaga og miðvikudaga kl. 17:30 -18:30 Upphitun, skokk/ganga, styrktaræfi ngar og teygjur. Mánaðargjald 1.000 kr Elías, Halla Karen og Sesselja Hefst mánudaginn 22. maí Skráning í síma 566 7888 eða í afgreiðslu Toppforms Varmársamtökin stofnuð Motomos er nýtt íþróttafélag í Mosfellsbæ. Félagið er stofnað af áhuga mönnum um motocross íþrótt- ina og er með það fyrir sjónir að berjast fyrir hagsmunum þeirra sem þessa íþrótt stunda. Mikil gróska er í motorcrossíþróttinni um þessar mundir og eru Mosfellingar engir eftirbátar þar. Í Mosfellsbæ er eign á torfærumótorhjólum gríðaleg og er líklega með því mesta sem gerist í bæjarfélögum, enda er þetta mjög fjölskylduvænt og skemmtilegt sport og einnig með því ódýrasta í röðum mótorsporta. Íþróttin sem slík hef ur mikið forvarnargildi fyrir krakka sem hana stunda því hún er á skrá yfi r erf- iðustu íþróttagreinar í heimi og þeir sem hana stunda vita að það þýðir ekkert annað en að vera í góðu formi ætli menn að ná árangri, einnig læra krakkar að sjá um hjólin sín t.d. að smyrja, skipta um loftsíu og viðhalda hjólinu sem veitir ábyrgðartilfi nningu fyrir þá minnstu. Einnig ætlar félagið að standa fyrir námskeiðum og er einn af okkar bestu ökumönnum, Valdimar Þórðarson #270, búinn að ákveða að halda byrjendanámskeið fyrir unga sem aldna og alla þar á milli seinna í sumar og verður það auglýst á internet.is/motomos. Í Mosfellsbæ er mikil vöntun á svæði fyrir braut sem iðkendur geta notað. Motomos er það mikilvægast að fá svæði til uppbyggingar á motocross- braut og þyrfti það svæði að vera þannig að jarðvegurinn hleypi vatni í gegnum sig svo nota megi það mest allt árið. Ekki þarf það þó að vera svo stórt eða sem nemur ca. tveimur fótboltavöllum. Félagið vill vinna að því í samstarfi við lögreglu og stjórn bæjar ins að koma akstri motocross hjóla af götum og þeim svæðum sem engin leyfi hafa fengist fyrir og inn á svæði þar sem íþróttina má stunda og koma upp framtíðar ökumönnum og topp íþróttafólki. Nú er hægt að skrá sig í félagið inn á heimasíðu okkar: www.internet.is/ motomos og hvetjum við alla áhuga- sama mótorhjólamenn og konur að kynna sér málið. Kveðja, Fyrir hönd MotoMos, Þórir Guðmundsson Nýlega var samþykkt af bæjarstjóra að fi nna æfi ngasvæði fyrir MotoMos. Í Toppformi í allt sumar ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐINNI AÐ VARMÁ S: 566-7888 TOPPFORM@MMEDIA.IS WWW.ITOPPFORMI.IS SUMARTILBOÐ ÞRÍR MÁNUÐIR Á 9.900 KR. Motomos - nýtt íþróttafélag Nýverið var Ungmennafélaginu Aftureldingu færð vegleg gjöf. Um er að ræða minningarsjóð Guð- fi nnu Júlíusdóttur og móður hennar, Ágústínu Jónsdóttur,eins stofnanda Aftureldingar. Ágústína var gerð að heiðursfélaga á 45 ára afmæli félagsins þann 11. apríl 1954. Guðfi nna, dóttir henn ar, hafði sérstakt dálæti á börn- um enda hændust þau að henni. Ekki eignaðist hún þó börn sjálf. Guð- fi nna lést síðastliðið sumar en það var hennar vilji að eigur hennar yrðu að gagni fyrir ungu kynslóðina til að styrkja þau til íþróttaiðkunar. Þar sem móðir hennar var einn af stofnendum Aftureldingar fannst henni tilvalið að láta félagið njóta þess. Minning- arsjóðurinn er rúmlega10 milljónir króna en samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins eru tekjur sjóðsins vextir af stofnfénu og skal þeim m.a. varið til að styrkja efnaminni iðkendur til þátttöku í íþróttum. Höfðuðstóllinn mun standa óhreyfður. Það voru bróðursynir Guðfi nnu, þeir Sigurður Svavarsson, Sigurður Guðjónsson og Bjarni B. Bjarnason sem, fyrir hönd fjölskyldu Guðfi nnu, afhentu þessa veglegu gjöf í kaffi sam- sæti sem aðalstjórn Afturelding ar hélt af þessu tilefni. Elísabet Guð- mundsdóttir, formaður Aftureldingar tók við gjöfi nni fyrir hönd félagsins og færði hún fjölskyldunni bestu þakkir frá félaginu fyrir þessa rausnarlegu gjöf.

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.