Mosfellingur - 19.05.2006, Blaðsíða 19

Mosfellingur - 19.05.2006, Blaðsíða 19
19Mosfellingur Varmársamtökin, samtök íbúa ofanVesturlandsvegar, voru stofnuð á fjölmennum fundi í Þrúðvangi í Álafosskvos 8. maí. Samtökin hafa að markmiði að efl a íbúalýðræði og stuðla að samvinnu umframtíðarmót- un Varmársvæðisins. Á fundinum fl utti Ásta Þorleifs- dóttir jarðfræðingur erindi um íbúalýðræði og Tryggvi Þórðarson vatnavistfræðingur ræddi um Varmá og álag á fallvötn í þéttbýli. Einnig voru kynntar hugmyndir um breyt- ingar á aðalskipulagi í tengslum við tengibrautir á svæðinu. Innan skamms hefjast fram- kvæmdir við ræturHelgafells þar sem gert er ráð fyrir 3000 manna byggð. Samkvæmt núgildandi aðalskipu- lagi Mosfellsbæjar, - sem að hluta til byggir á yfi r tuttugu ára gömlum skipulagsviðhorfum, - verður lögð tengibraut úr Helgafellslandi með- fram Varm ánni ofan í Álafosskvos að Vesturlandsvegi og þaðan undir þjóðveginn inn í miðbæ Mosfells- bæjar. Ennfremur er gert ráð fyrir að umkringja byggðina meðfram fellun- um norðanmegin Varmár með um- ferðarmannvirkjum. Þessar framkvæmdir munu hafa mikil áhrif á umhverfi og líf íbúanna í hverfunum í kringum Varmá og aðgengi bæjarbúa að ánniog hinum eftirsóttu útivistarsvæðum í og við Skammadal, Reykjafell og Helgafell. Upphafsmenn samtakanna vilja stuðla að því að nútímaleg viðhorf í umhverfi s- og skipulagsmálum verði látin ráða ferðinni í ört vaxandi bæj arfélagi og hvetjum við íbúa ein- dregið til að kynna sér aðalskipulag svæðisins og koma skoðunum sínum á framfæri innan samtakanna. Nánari upplýsingar: berglindb@yahoo.com Nýlega var samþykkt af bæjarstjóra að fi nna æfi ngasvæði fyrir MotoMos. Fló og fjör í risatjaldi að Varmá 27. maí 2006 Dagskrá Kl 10:00-12:00 Tekið á móti varningi frá bæjarbúum Kl 10:00-13:00 Æfingabúðir 5. flokks á Varmárvelli Kl 13:00 Skólakórar Varmár opnar hátíðina Kl 13:00 Flóamarkaður hefst hér er klinkið í fullu gildi Kl 14:00 Fitness fjör hefst. skráning á staðnum Kl 14:30 Hundasýning. Útskriftarhópur frá Gallerý Voff Kl 15:00 Keppni í þrautum. Skráning á staðnum Kl 16:00 Prúttverslun í hámarki Kl 17:00 Markaði lýkur Kl 19:00-21:00 Unglingadansleikur fyrir 5. flokk og eldri, f. 1995 og fyrr Kl 23:30-03:00 Stórdansleikur: Miðinn gildir sem happadrættismiði. Dúettinn hljómur og hljómsveitin 66 sameina krafta sína Dúet tinn H ljómu r Hljómsveitin 66 Að auki verður á staðnum: Kaffihús verður opið í tjaldinu Ásgarður verður með vörur til sýnis og sölu Ratleikur fyrir yngri börnin Kettlingar gefins Hestar verða á staðnum, börnum boðið á bak. Bretta krakkar hvattir til að koma og sýna snilli sína á brettapallinum Á ballinu verður heildar lopapeysu stemming, kjötsúpa á boðstólum og allt eins og best verður á kosið Kynningu á hátíðinni annast: Baldur stuðningsmaður og Lalli ljóshraði Fjöldi góðra gesta sækir hátíðina heims eins og endra nær Sendibíll mun sækja flóa markaðs muni í he imahús og skutla á markaðin n Landsliðs treyja árituð af Eiði Smára verðurí happadrættis-vinning á ballinu SUMARTILBOÐ ÞRÍR MÁNUÐIR Á 9.900 KR. Skólagarðar Mosfellsbæjar Skólagarðar Mosfellsbæjar eru fyrir alla krakka á aldrinum 7-12 ára. Innritun verður til 31 maí í þjónustuveri Mosfellsbæjar. Þátttökugjald er 2500 kr fyrir garðinn sem greiðist við skráningu og er mikilvægt að allir sem ætla að vera með skrái sig sem fyrst. Börnin fá útsæði, fræ, plöntur og leiðsögn. Eftir að börnin hafa sett niður plönturnar verður ýmislegt á dagskrá, t.d farið í sund, leiki, grillað og fl eira. Mæting í skólagarðanna er mánudaginn 12. júní kl. 8:00, þá verður görðum úthlutað. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 566-6058 eða hægt að senda fyrirspurn á netfangið bolid@mos.is Motomos - nýtt íþróttafélag Nýverið var Ungmennafélaginu Aftureldingu færð vegleg gjöf. Um er að ræða minningarsjóð Guð- fi nnu Júlíusdóttur og móður hennar, Ágústínu Jónsdóttur,eins stofnanda Aftureldingar. Ágústína var gerð að heiðursfélaga á 45 ára afmæli félagsins þann 11. apríl 1954. Guðfi nna, dóttir henn ar, hafði sérstakt dálæti á börn- um enda hændust þau að henni. Ekki eignaðist hún þó börn sjálf. Guð- fi nna lést síðastliðið sumar en það var hennar vilji að eigur hennar yrðu að gagni fyrir ungu kynslóðina til að styrkja þau til íþróttaiðkunar. Þar sem móðir hennar var einn af stofnendum Aftureldingar fannst henni tilvalið að láta félagið njóta þess. Minning- arsjóðurinn er rúmlega10 milljónir króna en samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins eru tekjur sjóðsins vextir af stofnfénu og skal þeim m.a. varið til að styrkja efnaminni iðkendur til þátttöku í íþróttum. Höfðuðstóllinn mun standa óhreyfður. Það voru bróðursynir Guðfi nnu, þeir Sigurður Svavarsson, Sigurður Guðjónsson og Bjarni B. Bjarnason sem, fyrir hönd fjölskyldu Guðfi nnu, afhentu þessa veglegu gjöf í kaffi sam- sæti sem aðalstjórn Afturelding ar hélt af þessu tilefni. Elísabet Guð- mundsdóttir, formaður Aftureldingar tók við gjöfi nni fyrir hönd félagsins og færði hún fjölskyldunni bestu þakkir frá félaginu fyrir þessa rausnarlegu gjöf. Aftureldingu gefinn 10 milljóna minningarsjóður

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.