Mosfellingur - 16.06.2006, Blaðsíða 7

Mosfellingur - 16.06.2006, Blaðsíða 7
7Fréttir, bæjarmál og aðsendar greinar - Mosfellingur Leikfélag Mosfellssveitar er nú byrj að á fullu að undibúa afmælis- veislu sem haldin verður á næsta leikári, en félagið verður 30 ára þann 8. nóvember næstkomandi. Félagar hafa að því tilefni ákveðið að gera leikhúsið áberandi í bænum með ýmiskonar leiklistaratburðum. Félag- ar vona að bæjarbúar taki því vel og fjölmenni í leikhúsið og að þegar hátíð- inni lýkur heyrist ekki lengur spurning- ar eins og „Er leikhús í bæn um?”. Eitt af því sem félagið vill gera í byrjun næsta leikárs er að bjóða bæjar búum til stuttverkahátíðar. Fyrsta skrefi ð til undirbúnings henn- ar er að leita eftir því hvort ekki leyn ast hér í bæ leikskáld sem vilja leggja félaginu lið með því að skrifa leikþætti. Reynd ar er nú þegar vitað af einstaklingum sem hafa í gegnum tíðina skrifað handrit að leikþáttum og leikritum sem sýnd hafa verið við hin ýmsu tækifæri. Nú er tilefni fyrir þá að taka sér penna í hönd og von- andi bætast fl eiri í hópinn. Lengd leikþáttanna skal vera 10- 30 mínútur. Efniviður er alveg frjáls en gaman væri ef það tengdist á ein- hvern hátt Mosfellssveit eða Mos- fellsbæ. Ef margir taka sér penna í hönd í þessu tilefni þarf að velja úr verkunum og eru höfundar því beðnir að skrifa undir dulnefni en láta fylgja með fullt nafn ásamt heimilisfangi og símanúmeri í lokuðu umslagi. Vinsamlegast sendið á Leikfélag Mos fellssveitar, pósthólf 35, fyrir 30. ágúst. Með von um góðar undirtektir, Leikfélag Mosfellssveitar Vinstrihreyfi ngin grænt fram- boð náði sögulegum og mikilvægum áfanga, sem ungt stjórnmálaafl í upp- byggingu, með sigri sínum í sveitar- stjórnarkosningunum laugardaginn 27. maí sl. Við fengum vel á þriðja tug sveitarstjórnarmanna kjörna á þeim stöðum þar sem listakosning fór fram, þar af 14 í 11 sveitarfélögum þar sem boðnir voru fram V-listar. Við þetta bætast allmargir félagar okkar hér og þar í minni sveitarfélögum þar sem fram fór óhlutbundin kosn- ing. Við Vinstri græn höfum þannig eignast myndarlegan hóp sveitar- stjórnarmanna og stimplað okkur inn sem þriðji stærsti fl okkur landsins á sveitarstjórnarstiginu. Einn af þeim stöðum þar sem við þreyttum okkar frumraun og buðum fram í fyrsta sinn var Mosfellsbær. Skemmst er frá því að segja að árangurinn var glæsilegur. Frumleg og kjarkmikil kosningabarátta með ungt og glaðbeitt fólk í forystu skil- aði manni inn í bæjarstjórn. Og það sem meira er aðild að meirihluta í samstarfi við Sjálfstæðisfl okkinn upp úr því að Framsóknarfl okkurinn sleit viðræðum sínum, Samfylkingar og Vinstri grænna. Ég óska Vinstri grænum í Mos- fellsbæ til hamingju með góðan kosn ingasigur og allra heilla í meiri- hlutasamstarfi nu sem er að hefjast. Ég treysti Karli Tómassyni og félögum vel til að halda af myndugleik á okkar málstað þannig að félagslegar og græn ar áherslur geri gott samfélag í fallegu umhverfi enn betra. Steingrímur J. Sigfússon Formaður Vinstrihreyf- ingarinnar græns framboðs Litir: Grænn: pantone 356cvu Rau•ur: pantone 485cvu Þann 23. maí fékk ég tölvupóst frá foreldrafélagi Varmárskóla. Hjálp ósk- ast – útskriftarveisla þann 8. juní fyrir 10. bekkinga og þeirra fólk. Í bréfi nu kemur fram að það sé orðin löng hefð fyrir því í Varmárslóla að skólinn bjóði 10. bekkingum, for eldrum þeirra og forráðamönnum til útskriftarveislu í skólanum. Hefðin hefur verið sú að foreldrar barna í 9. bekk aðstoða skólann við þessa veislu á þann hátt að sjá um kaffi ð, hella uppá, leggja á borð og annað sem tilfellur og að sjálfsögðu vaska upp og ganga frá eftir veisluna. Í bréfi nu er sem sagt leitað til okkar foreldra og forráðamanna sem sjálfboðaliða til aðstoðar og tekið er fram að það þurfi allavega 8 – 10 sjálfboðaliða. Við erum beðin um að svara á ákveðið póstfang hvort við get- um komið og hvaða tími henti okkur best. Einnig erum við minnt á að á næsta ári munu okkar börn útskrif ast úr 10. bekk og þá verða það for eldrar þáverandi 9. bekkinga sem verða að- stoðarmenn og við sitjum við veislu- borðið. Að lokum eru orðin: Sýnum samstöðu og hjálpum hvert öðru. Ég sem foreldri las póstinn, hugs- aði með mér þetta er skemmtileg hefð, gaman að hjálpa til og sjá um leið hvernig þetta gengur fyrir sig. Svaraði um hæl að ég gæti verið búin í vinnu kl. 16 og það mætti setja mig á þann tíma sem hentaði best. Ég kem svo á umræddum tíma. Það mættu þrír foreldrar. Í 9. bekk Varm árskóla eru 74 nemendur og má gera ráð fyrir að alla vega helming ur þeirra búi með báðum foreldrum sínum. Svo hér erum við að tala um yfi r 100 foreldra. Ég get bara ekki orða bundist, hvað er að? Er þetta eingöngu hugsunarleysi, eða algjört skeytingarleysi. Er okkur alveg sama? Að lokum, hafa þessir sömu foreldrar hugsað sér að mæta í útskriftarveislu að ári ??? Berglind Steinþórsdóttir foreldri mosfellingur@mosfellingur.is Hátíðarguðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 11:00 Ræðumaður. Ásgeir Eiríksson, fv. formaður sóknarnefndar Lágafellssóknar Einsöngur: Margrét Árnadóttir Organisti: Jónas Þórir – kór: Kirkjukór Lágafellssóknar Prestur: Sr Ragnheiður Jónsdóttir þjónar fyrir altari Skátar standa heiðursvörð við kirkjudyr Dagskrá í Bæjarleikhúsi Kl. 13:00 - Setning hátíðar  Ávarp fjallkonu  Vorboðar, kór eldri borgara  Hátíðarræða  Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2006 heiðraður. Kl. 14:00 Skrúðganga frá Bæjarleikhúsi að Hlégarðssvæði. Skátar leiða gönguna Skólahljómsveit Mosfellsbæjar tekur á móti bæjarbúum. Dagskrá á Hlégarðssvæði kl 14:30-16:00  Leikskólabörn frá Reykjakoti skemmta fólki  Bjarni Töframaður  Uppákoma frá Leikfélagi Mosfellssveitar  Fimleikadeild UMFA  Íris Hólm Idolstjarna tekur nokkur lög  Ronja Ræningjadóttir Kl. 16:00 Sterkasti maður Íslands 8 sterkustu menn landsins keppa um titilinn sterkasti maður Íslands Kökuhlaðborð í Hlégarði Sölutjöld Andlitsmálun Tívolí, leikir, glens og gaman með félögum úr Mosverjum Tónleikar á Hlégarðstúninu 20:00-22:00 Bob Gillian og strandverðirnir Bríet Sunna idolstjarna Svitabandið Tónleikar fyrir alla, unga sem aldna! Klæðum okkur eftir veðri

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.