Mosfellingur - 16.06.2006, Blaðsíða 9

Mosfellingur - 16.06.2006, Blaðsíða 9
ALLAR TJÓNAVIÐGERÐIR FLUGUMÝRI 16A - S. 566 7778 Laugardaginn 3. júní sl. rituðu oddvitar Sjálfstæðisflokksins og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs hér í bæ undir sam- komulag um meirihlutasamstarf í bæjarstjórn næstu fjögur ár. Í kvöldfréttum Sjónvarpsins, RÚV, þann sama dag var viðtal við Jónas Sigurðsson, oddvita Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ. Í viðtalinu kvaðst Jónas undrandi á því hversu fljótur oddviti Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, Karl Tómasson, var að hefja viðræður við Sjálfstæðismenn, eftir að snurða hljóp á þráðinn í viðræðum Samfylk- ingar, Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs og Framsóknarmanna um myndun meirihluta í bæjarstjórn Mosfellsbæjar. Undrandi varð ég á viðbrögðum Jónasar, eins reyndur og hann er, en Jónas er einn allra farsælasti bæj- arstjórnarmaður Mosfellinga. Jónas átti fyrst og fremst að undrast fram- komu Framsóknarmanna. Oddviti Framsóknar ofmat stöðu sína stórlega, ekki síst í ljósi kosningaúrslita, ekki oddviti Vinstri hreyfing- arinnar græns framboðs, Karl Tómasson. Hvort sem mönnum líkar það nú betur eða verr þá var Karl og Vinstri hreyfingin grænt fram- boð sigurvegari kosninganna hér í bæ á dögunum. Vinstri grænir fengu skýrt umboð kjósenda til að hafa áhrif á stjórn bæjarfélagsins okkar. Framsóknarmenn töpuðu þriðjungi atkvæða sinna, í prósentustigum talið, frá kosningunum 2002, fóru úr um 24% fylgi niður í 16%. Í ljósi þeirr- ar staðreyndar þá beið Framsóknar- flokkurinn skipbrot í bæjarstjórnar- kosningunum eftir fjögurra ára stjórnarandstöðu. Málflutningur flokksins og stjórnarandstaða hreif ekki kjósendur með sér. Sjálfstæðismenn töpuðu u.þ.b. tíunda hverju atkvæði frá kosningun- um 2002 en Framsókn þriðja hverju af sínum. Það var ekki Framsóknar- manna að setja sig á háan hest í þessu þótt sumir þeirra séu alvanir hest- um. Þeirra framganga í viðræðum flokkanna þriggja sætti undrun, ekki framganga Karls og Vinstri grænna. Skiljanlegt var að Karl stæði upp, tæki hatt sinn og staf og færi burt úr þvargi við þann sem tapaði kosning- unum en taldi sig á sama tíma geta sett fram verulega skilyrði, síðan slitið formlegum viðræðum flokkan- na þriggja og farið fram á óformleg- ar viðræður í kjölfarið. Sjálfsagt var, úr því málum var þannig komið, að Karl léti reyna á hvað hann fengi út úr viðræðum við Sjálfstæðismenn. Karl og hans fólk felldi meirihluta Sjálfstæðismanna, ekki Jónas og Sam- fylkingin, sem lítillega skreið upp á við í fylgi, þaðan af síður Framsóknar- menn. Karl og hans fólk felldi meiri- hlutann til þess að komast til áhrifa hér í bæ, ekki til þess að sitja áhrifa- lausir í viðjum kalda stríðsins næstu fjögur árin eða í herkví tapliðsins. Karl var og er reiðubúinn að vinna með Sjálfstæðismönnum hér í bæ; málefnagrundvöllur er fyrir hendi. Sú staðreynd á ekki að vera undr- unarefni hér í bæ, né annarsstaðar, að Sjálfstæðismenn og Vinstri grænir vinni saman að hagsmunum síns bæj- arfélags í meirihlutasamstarfi. Það eru mikið frekar hrein firn að á 21. öld skuli enn vera til bæjarstjórnarmenn í Mosfellsbæ sem sitja fastir í viðjum kalda stríðsins og telja það undrun sæta að vinstri menn skuli geta hugs- að sér að vinna með hægri mönnum við að gera góðan bæ betri í stað þess að sitja í þvargi um keisarans skegg með tapliðinu. Ívar Benediktsson Höfundur hefur alla sína hundstíð og kattarævi búið í Mosfellssveit og síðar bæ. Hann kaus ekki Vinstri hreyfing- una grænt framboð bæjarstjórnar- kosningunum 27. maí sl. Undrun, kalda stríðið og tapliðið Dagskrá hátíðarinnar fer fram á eftirtöldum stöðum: Íþróttamiðstöðinni að Varmá, Álafosskvosinni, Stekkjarflöt, Hlégarði, Listasal og Bókasafni í Kjarna, Bæjarleikhúsinu, Varmárbökkum á íþróttasvæði hestamanna og á Hlíðarvelli - golfvelli bæjarins. Íþróttahúsinu að Varmá verður breytt í „Hátíðarhöll” þar sem fyrirtækjum, stofnunum, félagasamtökum og einstaklingum gefst kostur á að kynna starfsemi sína. Settir verða upp sýningarbásar og svið þar sem fram fara ýmis dagskráratriði fyrir gesti hátíðarinnar. Kjúklinga- veisla verður við Hlégarð. Leiktæki og skemmti- atriði verða fyrir börnin. Dansleikur í Hlégarði með Stuðmönnum. Eftir kosningar er gott að líta til baka og skoða ýmsa atburði kosninga- baráttunnar. Eins og það sem gerðist eftir að Framsókn, Samfylkingin og Vinstri grænir höfnuðu því að taka þátt í sam- eiginlegum framboðsfundi í Hlégarði þar sem sjálfstæðimenn voru með ólýðræðislegar hugmyndir varðandi fyrirkomulag fundarins. Ekki var áhugi af hálfu flokkanna þriggja að endurtaka leiksýninguna úr Hlégarði frá því fyrir fjórum árum síðan þar sem sjálfstæðismenn mættu á fund- inn með fyrirfram tilbúnar spurning- ar á blaði. Þegar ljóst var orðið að enginn sameiginlegur fundur yrði, þá sendu sjálfstæðismenn út dreifibréfið „Sannleikann takk!” en innihald þess eru hrein ósannindi. Í umræddu dreifibréfi segir „Eina skilyrðið sem við sjálfstæðismenn sett- um fram var að bæjarbúar fengju að spyrja frambjóðendur. Það gátu odd- vitar hinna framboðanna ekki sætt sig við.” Í framhaldinu birtist á vef D-listans varma.is tölvupóstar sem höfðu farið á milli flokkanna við und- irbúning framboðsfundarins og þar var m.a. tölvupóstur frá oddvita Sam- fylkingarinnar til Sjálfstæðisflokksins og þar stendur orðrétt: „Sæl Ásta. Eftirfarandi eru mínar hugmyndir um fundinn: 1. Hef ekki athugasemdir um fundar- tímann. 2. Upphafsávörp. Ákveðinn tími í heildina úthlutaður hverju framboði sem getur síðan skipt honum að vild. 3. Allar spurningar sem bornar eru fram hafi öll framboðin rétt til að tjá sig um ef þau vilja þó fyrirspyrjandi beini spurningunni sérstaklega að einu framboði. 4. Í panel verði einungis oddvitar framboðanna. Með þeim hætti verður fundurinn líflegri. 5. Sammála um 3ja mínútna lokaorð. 6. Hef efasemdir um það form að fundarmenn þurfi að afhenda fundarstjóra spurningarnar skriflega fyrirfram. 7. Hef efasemdir um að einstaklingur sem situr á lista megi ekki koma fram með spurningar. Þetta er það sem ég hef athugasemd- ir við en að sjálfsögðu verðum við að vera sammála um val á fundar- stjórum og tímavörðum. Kveðja, Jónas.” Þarna sést svo ekki verður um villst að sjálfstæðismenn sögðu vís- vitandi ósatt, enda hefur texti þessa tölvupósts nú verið fjarlægður af vef Sjálfstæðisflokksins. Þarna kemur greinilega fram að Samfylkingin vildi hafa spurningar úr sal, en D-listinn vildi einoka fundinn eins og fyrir fjórum árum. Enda ætluðust þeir ekki til að fundurinn væri fyrir hinn al- menna bæjarbúa heldur leiksýning sem þeir stýrðu. Meirihluti sjálfstæðismanna féll, en í framhaldinu mistókst því miður að mynda meirihluta B-, S- og V-lista vegna óraunhæfra krafna oddvita Framsóknarflokksins sem m.a. vildi ekki taka tillit til atkvæðamagns hvers framboðs fyrir sig og gerði tillögu um sjálfan sig sem bæjarstjóra. Í fram- haldinu mynduðu D- og V-listi meiri- hluta á mettíma. Það skyldi þó ekki vera þannig að oddvitar þeirra hafi verið búnir að undirbúa jarðveginn? Eða fóru Vinstri-grænir á taugum? En mikið hljóta kjósendur Hægri- grænna, afsakið Vinstri-grænna, að telja sig svikna, því langflestir þeirra hafa ekki kosið listann til að fram- lengja valdatíma Sjálfstæðisflokksins. Kannski eru Vinstri-grænir í Mos- fellsbæ að verða eins og Framsókn á landsvísu, þ.e. hækja fyrir Sjálfstæðis- flokkinn til að halda völdum. Það er ljóst að þennan meirihluta kusu bæjarbúar ekki yfir sig. Mosfellsbær óskar að ráða þjónustufulltrúa í fullt starf í Þjónustuver Mosfellsbæjar. Viðkomandi verður jafnframt ritari bæjarstjóra. Helstu verkefni verða símvarsla, þjónustu- og upplýsingagjöf, ýmis skráningarvinna, reikninga- gerð, bókanir á fundarherbergjum og viðtölum, umsjón með skrifstofutækjum og ritfangalager, gerð fundaboða ásamt almennum skifstofustörfum. Vinnutími er 8-16:15. Kunnátta á tölvur, reynsla af sambærilegum störfum, þjónustulund og færni í mannlegum samskiptum er æskileg. Konur jafnt sem karlar eru hvött til þess að sækja um. Laun eru skv. kjarasamningi Starfsmannafélags Mos- fellsbæjar. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknum skal skilað fyrir 26. júní í Þjón- ustuver Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ eða á netfangið anna@mos.is. Nálgast má umsóknareyðublöð á heimasíðu Mos- fellsbæjar, www.mos.is. Frekari upplýsingar um starfið gefur Anna Margrét Bjarnadóttir í síma 5256700 eða á netfangið anna@mos.is. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Eitthvað gerðust kaupin á pólitísku eyrinni skringileg í augum kjósenda eftir bæjarstjórnarkosningarnar. Í hugum kjósenda Vinstri-grænna, Framsóknar og Samfylkingarinnar á kjördag var enginn vafi á að þeir voru að kjósa gegn áframhaldandi setu sjálfstæðismanna í meirihluta og með endurnýjun í stóli bæjarstjóra. Gegn yfirgangi og gerræðislegum stjórnarháttum og með lýðræðisleg- um stjórnarháttum og samráði við íbúana. Á kosninganótt ríkti mikill fögnuður á kosningavökum þessara flokka, þó hann væri tregablandinn hjá Framsókn, enda ekkert nema tækifæri framundan í samstarfi þess- ara flokka. En hvað gerðist síðan og hvers vegna? Í þessum stutta pistli verður at- burðarásinni ekki lýst nákvæmlega en einni leiðréttingu þarf að koma á framfæri. Oddviti Framsóknar- flokksins segir á vefsíðu framsóknar- manna, mosfellsfrettir.is, að hann hafi slitið formlegum viðræðum vegna ósanngjarnra krafna Samfylkingar- innar. Þar á hann væntanlega við að fulltrúar Samfylkingar aftóku að fall- ast á þá kröfu hans að formennsku í nefndum og ráðum skyldi skipt jafnt milli flokkanna þriggja ef ráðinn yrði ópólitískur bæjarstjóri. Íbúar Mosfellsbæjar mættu á kjörstað og merktu við þann framboðslista sem þeir best treystu til að koma að stjórn bæjarins. Þar náðu flokkarnir misjöfn- um árangri. Ef ekki á að taka mark á þeim skilaboðum sem koma upp úr kjörkössunum þá er bara hreinlegra að spara kjósendum umstangið og hafa tilhleypingar á fjögurra ára fresti þar sem stjórnmálamenn reyna sig við hrossakaup og óprúttnustu aðil- arnir fara með sigur af hólmi. Að taka ekkert mark á úrslitum kosninga og í raun að hundsa þau er skrumskæling á lýðræðinu. Það er að vísu þekkt bæði úr landsmálunum og nú nýlega í höfuðborginni hjá helmingaskipta- flokkunum en almenningur hefur fengið sig fullsaddan á þess konar vinnubrögðum. Til að koma í veg fyrir meiri mis- skilning skal það upplýst hér að fyrsta tilboð Samfylkingar í meiri- hlutaviðræðum við Framsókn og VG hljóðaði upp á að oddviti Samfylk- ingar yrði bæjarstjóri, oddviti Fram- sóknar yrði formaður bæjarráðs og oddviti Vinstri-grænna yrði forseti bæjarstjórnar. Þessi tillaga var sett fram vegna víðtæks stuðnings og áskorana frá fjölda bæjarbúa og náði sá stuðningur langt út fyrir raðir Sam- fylkingarinnar og inn í raðir Framsók- nar og VG. Vegna forgjafar sem bæjar- stjórastaðan veitir bauð Samfylking að Framsókn og VG fengju fleiri for- menn nefnda en Samfylking og allir flokkar ættu einn fulltrúa í hverri nefnd. Ennfremur var ráð fyrir því gert að embætti formanns bæjarráðs og forseta bæjarstjórnar yrðu gerð sýni- legri í bæjarlífinu til að jafna sem best aðstöðu oddvitanna. Móttilboð odd- vita Framsóknar var að hann sjálfur yrði bæjarstjóri og Framsókn myndi afsala sér allri formennsku í nefndum og ráðum. Þetta tilboð var bara ekki hægt að taka alvarlega enda efast ég um að framsóknarmenn almennt hefðu sætt sig við þá niðurstöðu. Bæjarbúar vita síðan að atburða- rás þessari lauk með því að Vinstri- grænir réðu sig í vist hjá Sjálfstæðis- flokknum. Hvernig ætli staðföstum, innvígðum og innmúruðum Vinstri- grænum líki vistaböndin? Guðbjörn Sigvaldason Formaður kosningastjórnar Samfylk- ingarinnar Anna Sigríður Guðnadóttir Varabæjarfulltrúi Samfylking- arinnar Rétt skal vera rétt Í túninu heima! Bæjarhátíð í Mosfellsbæ 25. – 27. ágúst 2006 Fjölbreytt og krefjandi starf í Þjónustuveri Mosfellsbæjar Frjálst og óháð bæjarblað mosfellingur@mosfellingur.is 9Fréttir, bæjarmál og aðsendar greinar

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.