Mosfellingur - 16.06.2006, Blaðsíða 10

Mosfellingur - 16.06.2006, Blaðsíða 10
Mosfellingur - Íþróttir10 Halldór og Brynja sigursæl í frjálsum Þann 4. júní var haldið meistaramót Íslands í frjáls- um íþróttum í Kópavogi. Þau Halldór Lárusson og Brynja Finnsdóttir, íþróttafólk Mos- fellsbæjar 2005, stóðu sig mjög vel og Halldór varð Íslandsmeis- tari í fjölþraut. Með þessum sigri náði Halldór lágmörkum til Evrópubikarkeppni og verður því meðal keppenda á því móti sem haldið verður á Spáni í sumar. Brynja náði í silfursæti í kvennafl okki í fjölþraut og náði lágmörkum fyrir Norðurlanda- meistaramótið sem verður í Noregi innan skamms. Sun. 21. maí kl. 14:00 Afturelding - Huginn 1-1 Mán. 5. júní kl. 16:00 Afturelding - KS/Leiftur 1-4 Fös. 23. júní kl. 20:00 Afturelding - Njarðvík Þri. 11. júlí kl. 20:00 Afturelding - Sindri Mán. 17. júlí kl. 20:00 Afturelding - Reynir S. Fim. 27. júlí kl. 20:00 Afturelding - ÍR Fim. 10. ágúst kl. 19:00 Afturelding - Selfoss Lau. 26. ágúst kl. 14:00 Afturelding - Fjarðarbyggð Sun. 3. sept. kl. 14:00 Afturelding - Völsungur Góð helgi hjá ung- mennum Kjalar Unglingar í golfklúbbi Kjalar tóku þátt í fyrsta stigamóti unglinga á KB-mótaröðinni um síðastliðna helgi. Mótið var haldið á Þorláksvelli á Þorláks- höfn. Hæst bar sigur Guðjóns Hennings Hilmarssonar en hann sigraði í fl okki 16-18 ára. Páll Th eódórsson varð í þriðja sæti í fl okki 14-15 ára og þá náði Geir Jóhann Geirsson þriðja sæti í fl okki 13 ára og yngri. Alls tóku þrettán Kjalarmenn þátt í mótinu og er framtíðin björt hjá yngri kynslóðum Kjalar í golfi . Markmenn: Beitir Ólafsson Ómar Örn Ólafsson Varnarmenn: Anton Ástvaldsson Arnar Gauti Óskarsson Birgir Þór Birgisson Helgi Þór Guðjónsson Hörður Ingþór Harðarson Hörður Jens Guðmundsson Jón Fannar Magnússon Matthías Svavar Alfreðsson Miðjumenn: Albert Ásvaldsson Arnar Steinn Einarsson Gunnar Rafn Borgþórsson Gunnlaugur Garðarsson Jakob Örn Guðlaugsson Jóhann Björn Valsson Snorri Helgason Svanur Freyr Árnason Sævar Freyr Alexandersson Þórarinn Máni Borgþórsson Wentzel Steinarr R Kamban Sóknarmenn: Arnór Þrastarson Atli Heimisson Einar Óli Þorvarðarson Kristófer Róbertsson Fótboltasumarið á Varmárvelli Hvernig leggst tímabilið í þig? Tímabilið leggst vel í mig, við höfum ekki náð að byrja nógu vel og tímabilið verður erfi tt því liðið er ungt en afar efnilegt. Hver er ásættanlegur árangur liðsins í sumar? Vera fyrir ofan miðju. Það er stefnan. Liðið er ungt og ekki hægt að sækjast eftir miklu meiru en því. Hvernig er stemmningin í hópnum? Hún er fín, það er aðalmálið að hugsa bara um einn leik í einu og einbeita sér að því. Falla nýju mennirnir vel inn í hópinn? Þeir falla vel inn og meðalaldurinn er um 20 ára. Strákarnir eru því allir á svipuðum aldri og stemmningin eftir því. Ungt en afar efnilegt lið á ferðinni Blakarar á stór- móti í Finnlandi Um síðastliðna helgi fór 25 manna hópur úr blakdeild Aftureldingar til Finnlands. Þar var haldið eitt stærsta blakmót heims og um 10.000 börn tóku þátt í því á aldrinum 6-19 ára. Mótið er sérstakt fyrir það að börnin sem taka þátt sjá einnig um dómgæslu. Komnir: Anton Ástvaldsson frá Hetti, Arnar Steinn Einarsson frá Hauk- um, Beitir Ólafsson í láni frá HK, Einar Óli Þorvarðarson frá Val, Gunnar Steinn Ásgeirsson í láni frá Víkingi, Hörður Ingþór Harðarson frá ÍH, Hörður Jens Guðmundsson frá Stjörnunni, Ómar Örn Ólafsson frá Þrótti, Svanur Freyr Árnason frá Leikni F., Þórarinn Máni Borgþórsson frá Hetti og Torfi Geir Hilmarsson frá Val. Farnir: Albert Högnason í Hauka, Björn Sigurbjörnsson í Leikni, Hannes Þór Halldórsson í Stjörnuna, Þorvaldur Árnason í Stjörnuna, Jón Orri Ólafsson í Fram, Jónas Guðmannsson hættur, Andri Már Óttarsson hættur. Þjálfari: Ólafur Ólafsson, Fyrirliði: Gunnar Borgþórsson Liðsstjóri: Anna H. Gísladóttir Heimasíða: www.afturelding.is Afturelding STOFNAÐ 11. APRÍL 1909 Ungmennafélagið Afturelding var stofnað 11. apríl 1909 og styttist því óðum í 100 ára stórafmæli. Í sumar leikur félagið í 2. deild á Íslandsmeistara- mótinu. Undanfarin ár hefur Afturelding verið í 2. deild en eitt besta tímabil félagsins var árið 2002 þegar það var aðeins hársbreidd frá því að komast upp í úrvalsdeildina. Það árið endaði liðið í 4. sæti í 1. deild. Ári eftir féll liðið aftur niður í 2. deild. Í fyrrasumar endaði Afturelding í neðri hluta 2. deildar en bjargaði sér frá falli á lokasprettinum.

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.