Mosfellingur - 16.06.2006, Blaðsíða 12

Mosfellingur - 16.06.2006, Blaðsíða 12
Mosfellingur - Bæjarmál og aðsendar greinar12 Um hvítasunnuhelgina fór Lands- bankamótið 2006 fram á Tungubökk- um. Mótið er samvinnuverkefni Lands banka Íslands og Knattspyrnu- deildar Aftureldingar en í ár var mótið í fyrsta skipti ætlað bæði drengjum og stúlkum. Um er að ræða eitt glæsileg- asta knattspyrnumót sem fram hef- ur farið í Mosfellsbæ en hátt í 1.000 kepp endur af báðum kynjum, allt frá 12 ára aldri og niður, öttu þar kappi. Ætla má að aðrir gestir mótsins hafi rúmlega tvöfaldað þennan fjölda. Þó keppnisskapið sé aldrei langt und- an á knattspyrnumótum af þessu tagi, voru þó einkunnarorð mótsins „Gaman saman” höfð að leiðarljósi. Allir keppendur voru því lýstir sigurvegarar og hlutu að launum verðlaun frá Landsbankanum. KSÍ og Mastercard gáfu einnig sérstök háttvísiverðlaun til þeirra félaga sem sköruðu framúr í prúðmennsku og háttvísi. Auk knattspyrnuiðkunarinn- ar gátu keppendur fylgst með land- skunnum skemmtikröftum, eins og Birgittu Haukdal og Snorra Idol- stjörnu, stíga á stokk og skemmta gest- um. Fjöldi sjálfboðaliða úr hópi for- eldra knattspyrnukrakka í bænum sá um að mótið gekk vel og snurðulaust fyrir sig. Stjórn knattspyrnudeildar vill koma á framfæri bestu þökkum til þátttakenda og til allra þeirra for- eldra sem lögðu sitt að mörkum svo hægt væri að halda mótið. Meðfylgj- andi eru nokkrar myndir frá Lands- bankamótinu 2006. Sesselja H. Guðjónsdóttir kennari í Varmárskóla til 28 ára hættir kennslu nú í vor. Þann 9. júní útskrifaði Sess- elja síðasta umsjónarbekkinn sinn og lét sjálf af störfum þann 13. júní. Hún hóf störf sem kennari 13. sept- ember 1967 í Árbæjarskóla. „Það er stundum sagt að talan 13 sé óhappa- tala en fyrsti starfsdagur minn var 13. september í stofu 13 og var ég með 13 nemendur og ég lýk starfsferlinum þann 13. júní í stofu 13“ segir Sess- elja. Sesselja hóf störf sem handavinnu- kennari í Gagnfræðaskólanum og sem umsjónarkennari sex ára bekkjar í Varmárskóla árið 1978. „Þá var þetta sitthvor skólinn og fyrir misgáning mætti ég alls ekkert fyrsta daginn minn í nýju starfi . Ég hafði fengið upplýsingar um skólasetningu Gagn- fræðaskólans en ekki Varmárskóla sem hóf störf daginn áður. Ég hélt nú samt starfi nu.“ Sesselja vann við báða skólana í sjö ár en fór þáalfarið að kenna sem umsjónarkennari í Varmárskóla. „Ég var meira eða minna alltaf með sama bekkinn í mörg ár, tók stundum við af öðrum en reyndi helst að taka við þeim sex eða sjö ára og fylgja þeim upp í gegnum barnaskólann. Ég hef alla tíð verið heppin með börn og foreldra og samstarf á milli okkar ver- ið til sóma. Ég hef ekki náð að fylgjast nógu vel með nemendunum eins og ég vildi en frétti þó reglulega af sum- um þeirra og hvernig þeim reiðir af.“ Sesselja segir mikið hafa breyst í kennsluaðferðum frá því hún byrjaði að kenna „Þá var öldin önnur og það mátti helst ekki brosa fyrir jól. Í dag hafa kennsluaðferðirnar breyst til batnaðar og vitað er að hrós er aðal agastjórnunin. Það er mjög jákvætt hvað foreldrar eru í góðum tengsl um við skóla og kennara í dag og almennt fi nnst mér foreldrar reyna eftir fremsta megni að standa sig vel í upp eldinu.“ Eiginmaður Sesselju er Björgvin B. Svavarsson gull- og silfursmiður og handmenntakennari við Digra- nesskóla. Hann lætur einnig af störf- um nú í vor. Sesselja er ekki nema sextug að aldri en getur leyft sér að hætta svona snemma vegna þess að hún er búin að kenna svo lengi. „Það er yndislegt að geta hætt á meðan heilsan er góð og þrekið óskert. Þó að kennslan sé skemmtileg er hún mjög lýjandi og krefjandi og ég er einfald- lega orðin mjög þreytt. Ég er rosalega sátt við að hætta og það er líka svo gaman að hætta núna þar sem allt hef ur gegnið svo vel með síðasta bekkinn minn sem var hreint og beint yndis legur. Nú ætla ég að sinna barnabörn unum mínum meira, ríða út, hjálpa vinum og njóta lífsins. Draumurinn er að halda áfram að ferðast innanlands með hestana, þar er enn af nógu að taka. Svo langar mig til Ástralíu ef ég fæ Björgvin til þess að samþykkja það! En fyrst fer ég til Finnlands með kenn urum Varm- árskóla og til Noregs og Svíþjóðar að heimsækja ættingja. Ég er samt svo tengd Íslandi að ég gæti ekki farið lengi að heiman og búið erlendis, þar fyrir utan gæti ég ekki skilið við hes- tana lengi í einu“ segir Sesselja að lok- um glöð með lífi ð og tilveruna. Þverholt 5 - s. 566 8110 NÝJAR PERUR Landsbankamótið á Tungubökkum Hættir kennslu eftir 28 ár Nú á vordögum færði síðasti bekkur Sesselju henni fallega gjöf. Bekkurinn, ásamt foreldrum, fór heim til hennar og færði henni fallega skál gerða af Ingu Elínu listakonu. Í skálinni er fugl sem táknar Sesselju og á skálinni utan- verðri eru 27 hjörtu ásamt nöfnum barnanna í bekknum. Myndirnar eru teknar við það tækifæri. Að alast upp í leik og starfi með íþróttafélagi efl ir mann sem mann- eskju, á því leikur ekki nokkur vafi . Enda hef ég stutt öll mín börn í því að stunda íþróttir. Ég er svo viss um að sú reynsla á eftir að nýtast þeim vel allt lífi ð. Sjálf ólst ég upp við að stunda íþróttir og starfa með íþróttafélaginu mínu. Það þurfti að sinna fjáröfl un- arverkefnum og sjálfboðaliða starfi meðfram æfi ngunum, það gerði all- ur hópurinn og þótti bara sjálfsagt. Það var líka rosalega gaman. Þeir sem sinntu æfi ngunum best, sinntu yfi rleitt félagsstarfi nu best, svona lag- að helst yfi rleitt í hendur. Að stunda íþróttir krefst aga og ábyrgðar. Það er gott veganesti útí lífi ð að hafa alist upp við það. Það er svo gaman að fylgjast með því þegar fólki gengur vel. Þegar ég fl utti í nágrenni við Mos- fellsbæ og börnin mín hófu að æfa með Aftureldingu hóf ég að sinna sjálfboðaliðastarfi í kringum íþrótt- irnar þeirra og leggja mitt að mörkum til að efl a starfi ð. Íþróttaiðkun barna kallar á sjálfboðastarf okkar foreld- ranna. En ég er ekki búin að gleyma gamla íþróttafélaginu mínu ég „lagði bara gamla félagið mitt á hilluna”. Ég held bara með Aftureldingu og ég held með börnunum mínum og félögum þeirra. það er svo stórt verkefni að það dugir mér alveg. Ég held með Aftureldingu !! þegar ég les íþróttasíðurnar í dagblöðunum og sé krakka úr Aftureldingu standa sig vel í einhverri íþróttagrein þá stækka ég pínu lítið, ég verð svo stolt að tilheyra félaginu. Það er hluti af því að leyfa sér að tilheyra algjörlega félaginu, vera ekki með hluta af taugunum allt annars staðar. Mér fi nnst að íþróttafélag barn anna minna eiga það skilið að þar liggi taugarnar, hvort sem þær hafa verið annarsstaðar áður. Ef ég ætti fyrra hjónaband að baki, þá þætti manninum mínum í dag ekkert spennandi ef ég bæri það mikl- ar taugar til þess fyrrverandi að ég tæki hann að mörgu leiti framyfi r. Eða hvað??? Það geta alveg verið ástæður fyrir því að foreldrarnir haldi einhverri tryggð við sitt gamla félag. En hvernig tekst okkur að hlúa að hjartanu í Aft- ureldingu, ef fl estir foreldrar sem á annað borð fara með íþrótta krökkun- um sínum á völlinn, fara á völlinn hjá “gamla” félaginu sínu, en hafa ekki hugmynd um hvenær Afturelding er að spila? Til að Afturelding nái stöðugri fótfestu sem alvöru íþróttafélag, þá þarf stuðningurinn einhversstaðar að byrja, því ekki að taka saman hönd- um á því ágæta ári 2006 og styðja við bakið að félaginu okkar og mæta á völlinn sem allra oftast? Sjáumst í stúkunni að Varmá Áfram Afturelding Hanna Símonardóttir Ég held með Aftureldingu ! MOSFELLINGUR

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.