Mosfellingur - 16.06.2006, Blaðsíða 15

Mosfellingur - 16.06.2006, Blaðsíða 15
Í eldhúsinu Kjötsúpa frá tengdó hjá Láru Ómars Lára Ómarsdóttir, fréttamaður á NFS, sendir okkur æðislega upp- skrift að kjötsúpu sem hún fékk upphafl egahjá tengdamóður sinni. „Þetta er hreinlega besta kjötsúpa sem til er. Tengdamamma kom með uppskriftina frá Noregi en síðan höfum við maðurinn minn bætt við hana eftir smekk. Hún er mjög vinsæl á okkar heimili, bragðmikil og góð og auðvelt að búa hana til. Uppskriftin dugir fyrir okkur öll en við erum sjö í heimili. Við, fullorðna fólkið á heimilinu, viljumhafa súpu- na vel pipraða og bætum því alltaf út á hjá okkur. Krökkunum fi nnst súpan líka mjög góð og til hátíðar- brigða notum við betra lambakjöt í hana.“ Setjið í 10 lítrapott 2-3 laukar, skornir í helminga 5-6 hvítlauksrif, skorin í helminga 3-4 lárviðarlauf 1,5 kíló af súpukjöti (helst fyrsta fl okks) 1 stilkursellerí, skorinn í stóra bita 1 msk. heill svartur pipar slatti salt, svona tveir og hálfur hringur Setjið vatn yfi r þannig að fl jóti yfi r allt saman og látið sjóða þar til kjötið er laust frá beinunum. Takið þá kjötið upp úr pottinum og sigtið soðið frá kryddinu. Setjið soðið aftur í pottinn og bætið við eins og 1-1,5 lítra af vatni og 2-3 teningum af kjúklinga- eða lambakrafti. Síðan er sett ípottinn: 4-5 rófur, skornar í stóra bita 5-10 gulrætur, skornar í stóra bita 10-15 kartöfl ur, skornar í helminga ef þær eru stórar 1/4 kálhaus af hvítkáli, grófskorið Sjóðið þar tilgulræturnar eru tilbún- ar og bætið þá kjötinu saman við allt saman og hitið að suðu. Saltið og piprið að vild. Frá Köldukvísl að Stríp 15Bæjarmál og aðsendar greinar - Mosfellingur Nóg að gera í skógræktinni Á aðalfundi Skógræktar- félagsins þann 24. apríl voru allir stjórnarmenn endurkosnir. Mánudagskvöldið 29. maí var vinnukvöld í Hamrahlíð, þá voru 75 plöntur gróðursettar með húsdýraáburði, merkis- taurar settir með plöntum, m.a. afmælisgjöfi nni frá Hafnfi rðing- um síðan í fyrra. Núna á mið- vikudagskvöldið var vinnuferð að Fossá. Sunnudaginn 18. júní verður skemmtiferð Skógræktar- félagsins upp í Skorradal, með ýmsum tilbrigðum. Lagt verður af stað í rútu frá Nóatúns- planinu klukkan 9 árdegis áætluð heimkoma síðdegis. Hafi ð með ykkur nesti. Vinsamlegast látið vita um þátttöku fyrir föstudaginn 16. júní í síma 8672516, á net- föngin skogmos@internet.is eða betakd@ismennt.is. Verið velkomin Flugklúbbur Mos- fellsbæjar 25 ára Flugklúbbur Mosfellsbæjar hélt upp á 25 ára afmæli sitt þann 3. júní síðastliðinn. Klúbb- urinn var stofnaður 29. maí árið 1981 af nokkrum fl ugmönnum hér í bæ. Klúbburinn hefur aðstöðu sína á Tungubökkum og hefur verið þar alla sína tíð. Í tilefni afmælisins var fl ug- koma á vellinum og boðið upp á veitingar. Um kvöldið var svo hátíðarkvöldverður hjá klúbb- meðlimum og mökum. Mæðgurnar á Gljúfrasteini, Auður og Guðný. Að loknum sveitarstjórn- arkosningum og myndun meiri hluta í Mosfellsbæ, kom sú mynd upp í huga mér, að þegar þú getur frjóvgað saman tvær mjög ólíkar tegundir, þá getur komið fram mjög sterk og gróskumikil planta sem er ónæm fyrir sjúkdómum! Við skulum vona að vel hafi tekist til með þennan samruna til heilla fyrir íbúa bæjarfélagsins sem og umhverfi okkar. Aðvörun skal hins vegar send til garðeigenda, þar sem maðkurinn er byrjaður að éta laufblöðin og fjölgar honum óðum þessa dagana. Það vakti athygli mína, að sitka- lúsin er einnig mjög aðgangshörð (aðeins í sitkagreni), svo aðgangshörð að 6-8 metra há tré eru nánast nálar- laus víða á höfuðborgarsvæðinu. Í Mosfellsbæ er ástandið ekki orðið svo slæmt, en ég hvet alla garðeigendur til þess að vera á varðbergi gagnvart þessum óboðnu gestum. Ólíkt öðrum íslenskum trjá- og runnategundum er reynir að mestu laus við meindýr. Á suðaust- urhorni landsins sækir þó skógfeti á hann og veldur oft miklum skemmdum, en annars staðar er það haustfeti, sem einnig veldur verulegu tjóni. Reyniáta er átusjúkdómur sem algengur er um allt land, en þó meira áberandi við ströndina en í innsveitum. Einkennin eru þau að börkur á greinum dökknar og fellur inn og síðar myndast í honum fl ösku- laga gróhirslur, sem þó eru huldar af berkinum að mestu. Gróin spýtast útí rauðum massa, en þó er algengt að sveppurinn vaxi í langan tíma án þess að mynda gróhirslur. Varnir gegn reyn- iátu eru þær sömu og gegn öðrum átusjúkdómum. Hreinsa þarf upp sár og saga dauðar greinar af. Þetta verður að gera að vori eða yfi r sumar- ið, en ekki á þeim tíma sem tréð er í dvala, því þá á það óhægt um vik með að verjast árásum sveppsins. Ekki er talið nauðsynlegt að loka sárum með málningu eða sveppalyfjum, ef snyrti- lega er frá þeim gengið. Veðurfar ræður miklu um það hversu alvarlegt vandamál reyniátan er. Mikill munur er einnig á einstök um trjám hvað þetta varðar. Ég vil ítreka það enn og aftur að garðeigandi skal klippa sinn gróður við lóðamörk, þar sem hann vex út á gangstétt eða göngustíga. Garðeigandi er bótaskyldur ef slys eða óhapp verður fyrir framan lóð hans, ef hægt er að rekja það til gróðurs sem vex út fyrir lóðamörk. Gleðilegt sumar, Oddgeir Þór Árnason Í túninu heima mosfellingur@mosfellingur.is

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.