Mosfellingur - 14.07.2006, Blaðsíða 6

Mosfellingur - 14.07.2006, Blaðsíða 6
Fjöldi fólks lagði leið sína á fjölbreytta dagskrá í boði Mosfellsbæjar. Mosfellingur - Fréttir, bæjarmál og aðsendar greinar6 Bymos fl utt í Háholtið BYMOS, Byggingavöruversl- un Mosfellsbæjar, hefur fl utt starfsemi sína úr Urðarholti 4 að Háholti 14, við hliðina á Snælandi og Draumakaffi . Vörur í nýju versluninni eru talsvert aðgengilegri á allan hátt heldur en var í Urðarholt- inu. Að auki verður aukið vöruúrval og besta mögulega þjónusta veitt. Ekki er aðstaða fyrir efnissölu í versluninni aðra en málningu. Málningin er frá Flügger, áður Harpa Sjöfn og eru málningarvörurnar á sama verði og í Flüggerverslunum á höfuðborgasvæðinu. Verðtilboð eru gerð í stærri verk. Það er von eiganda Bymos að Mosfellingar sjái sér hag í að versla í heimabyggð, enda vöru- verð ekki hærra en hjá þeim stóru í bænum. Eins og lög gera ráð fyrir var myndaður meirihluti hér í Mos- fellsbæ eftir sveitastjórnarkosningar- nar í maí. Sem kunnugt er voru það Vinstri hreyfi ngin - grænt framboð og sjálfstæðismenn sem náðu saman og skrifuðu undir málefnasamn- ing 2. júní, eins og kemur fram á vef D-listans, varma.is. Ástæða er til að óska þeim velfarnaðar og alls hins besta í störfum fyrir bæjarfélagið. Undirrituð mætti spennt til að hlusta á fyrsta fund nýrrar bæjar- stjórn ar sem haldinn var 14. júní. Bæði til að fylgjast með kjöri í em- bætti og nefndir en fyrst og fremst til að heyra hvaða málefnum nýr meiri- hluti ætlaði sérstaklega að beita sér fyrir og hver forgangsröðunin ætti að verða. Mikil voru vonbrigðin þeg- ar bæjarstjórinn svaraði fyrirspurn oddvita Samfylkingarinnar um mál- efnasamninginn á þá leið að hann yrði ekki lagður fram á þessum fyrsta fundi bæjarstjórnar heldur yrðu menn að bíða þess til 28. júní. Þetta loforð endurtók bæjarstjórinn þegar fundargestur spurði sérstaklega að fundi loknum. „Nú jæja” hugsaði ég með mér, „þau þurfa einhvern tíma til að ganga endanlega frá plagginu”. Mikil var því undrun mín þegar ég sá Mosfelling sem kom út 16. júní, þ.e. tveimur dögum eftir bæjarstjórn- arfundinn. Í grein eftir einn forvíg- ismanna Vinstri hreyfi ngarinnar - græns framboðs, Ólaf Gunnarsson, kemur nefnilega fram að búið sé að ganga frá málefnasamningi og að VG hafi komið fl estum sínum stefnu- málum í gegn! Samkvæmt grein Ólafs áttu bæjarbúar að komast að því á næstu vikum og mánuðum hvað stæði í þeim samningi. Pöpullinn átti greinilega ekki að vera með nefi ð oní prívatkoppum nýs meirihluta! Af hverju var hann ekki lagður fram? Jæja, 28. júní rann upp og haldinn var bæjarstjórnarfundur og 28. júní leið án þess að málefnasamningur Vinstri grænna og sjálfstæðismanna liti dagsins ljós í bæjarstjórn. Bæjar- stjóri tilkynnti víst á fundinum að margumræddur málefnasamningur yrði lagður fram í bæjarstjórn á fyrsta fundi eftir sumarleyfi sem ráðgert er að halda þann 9. ágúst n.k. Hann væri víst ekki til á því formi að hægt væri að leggja hann fram! Því lítur út fyrir að bæjarbúar fái loksins vitn- eskju um hvert ný stjórnvöld í bæn- um ætla að stefna rúmum tveimur mánuðum eftir að samkomulagi um meirihlutasamstarf var náð! Meiri- hlutasamstarfi tveggja ólíkra fl okka sem lögðu fram sína stefnuskrána hvor í kosningabaráttunni og sem settu fram mismunandi kosninga- loforð. Hvað eiga svona vinnubrögð að þýða? Var kannski margumrædd- ur „málefnasamningur” einungis plagg um skiptingu embætta? Eða var rithönd þess sem handskrifaði samninginn svo ill afl estrar að ekki hefur enn tekist að ráða fram úr inni- haldinu? Getur verið að bæjarstjóri sé ekki að tala um sama málefnasamn- ing og Ólafur Gunnarsson upplýsir að sé tilbúinn í grein sinni sem birtist 16. júní? Getur verið að meirihluti sjálfstæðismanna og Vinstri hreyf- ingarinnar - græns framboðs líti svo á að áhersluatriði í rekstri, þjónustu og framtíðarþróun sveitarfélagsins sé þeirra einkamál? Þessi vinnubrögð gefa ekki fyr- irheit um að nýr meirihluti muni á stunda opnari stjórnsýslu en sá gamli. Þau lofa ekki góðu um að lýðræðisleg vinnubrögð verði í hávegum höfð. En þau gefa sterklega í skyn að forsjárhyggjan muni áfram lifa góðu lífi í Mosfellsbæ. Anna Sigríður Guðnadóttir Varaformaður Samfylkingarinn- ar í Mosfellsbæ Spenna og eftirvænting Hvað verður í málefnasamningnum? Styrkjum úthlutað til efnilegra ungmenna Mosfellsbær úthlutaði á dögunum styrkjum til efnilegra ungmenna svo þau geti alfarið lagt stund á íþrótta-, tómstunda- eða listgrein sína sumarið 2006. Styrkjunum er jafnframt ætlað að hvetja ungmennin til afreka hvert á sínu sviði. Styrkirnir eru alls að and- virði 1.435.969 kr. og skiptast milli sex efnilegra ung- menna á aldrinum 16-19 ára. Greinarn ar sem ung- mennin stunda eru margvíslegar, bæði íþróttir og listir. Styrkirnir voru afhentir í Listasal Mosfellsbæj- ar og ávarpaði bæjarstjóri ungmennin og formaður íþrótta- og tómstundanefndar afhenti styrkina. Á myndinni eru frá vinstri: Ragnheiður Ríkharðs- dóttir bæjarstjóri, Kristján Þór Einarsson, golfari, Ólafur Þór Arnalds, tónsmiður, Árni Már Árnason, sundmaður, Brynja Finnsdóttir, frjálsíþróttamaður, Sigrún Harðardóttir, fi ðlu- og trompetleikari, Embla Ágústdóttir, sundmaður og Hafsteinn Pálsson for- maður íþrótta- og tómstundanefndar Mosfellsbæjar. Skemmdarverk á trjáplöntum Það blasti ófögur sjón við verkstjóra Skógræktarfélags Mosfellsbæjar þegar hann mættu til vinnu mánudaginn 3. júlí s.l. Nemendur vinnuskól- ans hafa verið að gróðursetja í Skammadal í landi Norður- Reykja. Búið var að keyra og spóla yfi r bakka sem í voru trjáplöntur. Virtist eins og ekki hafi verið um óviljaverk að ræða, þar sem margir bakkar voru á hvolfi , sumir brotnir og plöntur út um allt. Lögreglan hefur enn engar skýringar á þessum leiðindaatburði en fjöldi plantna eyðilagðist. Þessar þrjár voru hæst ánægðar með skemmtidagskránna.

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.