Mosfellingur - 14.07.2006, Blaðsíða 8

Mosfellingur - 14.07.2006, Blaðsíða 8
Mosfellingur - Íþróttir8 Fax: 566-7241 namo@namo.is NAMO ehf. - Þverholti 2 - Kjarna S. 566-7310 og 896-0131 Afturelding leikur í íþróttafatnaði frá Jako Um 250 börn og unglingar, 14 ára og yngri, víðs vegar af landinu kepptu á frjálsíþróttahátíð Gogga galvaska á Varmárvelli helgina 23.-25. júní í frábæru veðri. Eitt Ís- landsmet var sett í spjótkasti pilta 13-14 ára, það gerði Ásgeir Trausti Einarsson USVH og þeytti hann 400 gr. spj- ótinu 60.63 m og margbætti um leið Goggametið í grein- inni. Níu Goggamet féllu og eitt Goggamet var jafnað. Það er líka mikilsvert að margir smáir en knáir tóku þátt í fyrsta sinn og sumir bættu sinn persónulega árangur. Jákvæður andi ríkti bæði meðal keppenda og mótsgesta. Fjórtán félög tóku þátt í hátíðinni að þesu sinni, FH hlaut flest stig samanlagt og Afturelding náði fjórða sæti. Ánægðir krakkar á golfnámskeiði Haldin hafa verið tvö nám- skeið í Golfklúbbnum Kili frá því í júní. Námskeiðin eru tvær vikur í senn, en krakkarnir geta valið á milli þess að vera eina viku eða tvær. Leiðbeinendur eru Guðni Birkir Ólafsson, Kristján Þór Einarsson og Davíð Gunnlaugsson. Krakkarnir eru mjög ánægðir á námskeiðinu. Mörg þeirra hafa komið á fleiri námskeið, auk þess sem margir ganga í klúbbinn að lokum. Á hverju námskeiði er farið yfir öll grundvallaratriði í golfi m.a. grip, stöðu, vibb, pútt og margt fleira, auk þess sem farið er yfir ýmsar reglur. Fyrir utan golfið er farið í fjöruferðir, leitað að boltum í gilinu og farið í ýmsa skemmtilega leiki. Í lok hvers námskeiðs er haldin gríðarleg veisla fyrir krakkana þar sem er grillað, sprellað og haft gaman og er öllum afhent viðurkenn- ingaskjal fyrir vel unnin störf. Næsta námskeið verður haldið dagana 10.-20. júlí, verður það framhaldsnámskeið og byrjendanámskeið. Hægt er að nálgast upplýsingar um nám- skeiðin í síma 566-7415. Stórhátíð Gogga Galvaska haldin í 16. sinn Sunddeild Aftur- eldingar í 1. deild A hópur sunddeildar Aftureldingar komst í 1. deild eftir góðan árangur á bikarmóti Sundsambandsins á dögunum. Afturelding hefur undanfarin ár keppt í 2. deild en eftir þetta mót kemur félagið til með að keppa í 1. deild. A hópurinn samanstendur af 12 manns sem eru á aldrinum 12- 15 ára. Þessi frábæri árangur Aftureldingar mun eflaust efla sundlífið í bæn- um. Þess má geta að hópurinn er á leið til Frakklands í æfinga- búðir nú í ágúst. Magnús Lárusson og Nína Björk Geirsdótt- ir sigruðu meistaraflokka karla og kvenna á meistaramóti í Golfklúbbnum Kili. Magnús setti vallarmet á öðrum degi mótsins er hann lék á 66 höggum eða 6 höggum undir pari, og hélt þeirri forystu til lokadags. Gamla metið átti Heiðar Davíð Bragason, 68 högg, sem sett var fyrir ári síðan. Á hringnum fékk Magnús 9 pör, 2 skolla, 6 fugla og 1 örn. Sannarlega glæsilegur árangur hjá Magnúsi. Nína Björk Geirssdóttir tók þátt á áhuga- mannamóti í golfi í Danmörku, fyrstu helgina í júlí. Þetta var opið alþjóðlegt mót sem haldið var í Silkeborg. Nína stóð sig vel og endaði í 5-6 sæti. Magnús Lárusson tók einnig þátt á mótinu og endaði í 17. til 19. sæti. Magnús Lárusson og Nína Björk Geirsdóttir langbest Loksins sigur í fótboltanum Langþráður sigur kom hjá knattspyrnuliði Aftureld- ingar þann 11. júlí. Þá sigraði meistaraflokkur Aftureld- ingar sinn fyrsta leik þetta sumarið. Það var lið Sindra sem lág í valnum og endaði leikurinn 4-1. lítið hefur gengið hjá Aftureldingu og von um að þessi leikur gefi tóninn hvað framhaldið varðar. Þá hefur liðið fengið liðstyrk því leikmaðurinn Erlingur Þór Guðmundsson hefur skipt úr Þrótti Reykjavík yfir til Aftureldingar. Erl- ingur er reyndur leikmaður og getur spilað í vörninni sem og á miðju. Það er vonandi að með Erlingi komi nýjir vindar og gengi liðsins verði betra. Næstu heimaleikur Aftureldingar er 17. júlí gegn Reyni Sandgerði. Mætum á Varmárvöll og styðjum okkar menn.

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.